Viðvörun, að ganga í borgun, við leti, falsi og fleirum glæpum.

1Minn son! hafir þú gengið í borgun fyrir þinn náunga, hafir þú gefið hönd fyrir framandi mann,2sértu bundinn af orði þíns munns, fangaður af tali þíns munns:3svo gjör þetta, minn son! og losa þig, því þú ert kominn á vald þíns náunga; farðu! rífðu þig lausan, og legðu að þínum náunga!4leyfðu þínum augum engan svefn, né þínum augnalokum blund!5losaðu þig eins og rádýr úr veiðimannsins hendi, og sem fugl úr fuglafangarans hendi!6Þú letingi! farðu til maursins, og sjáðu hans háttu, og verð hygginn.7Þó hann hafi engan höfðingja, yfirboða eða herra,8útvegar hann sér samt forða á sumrum, safnar sér atvinnu á haustin.9Þú letingi! ætlar þú lengi að liggja? nær ætlar þú að vakna?10Þú segir: „eg verð enn nú að sofa dálítið, blunda lítið, liggja fyrir svolítið með samanlögðum höndum“.11En þá skal líka fátæktin koma yfir þig sem ræningi, skorturinn yfir þig sem hermaður.
12Óræstismaður er sá falski, sem gengur eftir vanart síns munns;13hann deplar með augunum, gefur merki með sínum fótum og bendir með sínum fingri.14Öfugstreymi er í hans hjarta; hann upphugsar illt á hvörri stundu; hann kemur á stað þrætum.15Því skal hans ólukka snögglega koma; á augnabliki skal hann sundurmolast, og engin lækning fást.
16Þessa sex hluti hatar Drottinn; þessir sjö eru honum andstyggð:17drambsöm augu, lygin tunga, hendur sem úthella saklausu blóði,18hjarta sem smíðar illar ráðagjörðir, fætur sem með hraða hlaupa til ens illa,19falsvitni sem talar lygi, og sá sem kemur deilu á stað meðal bræðra.
20Varðveit, minn son! boðorð föður þíns, og vík þú ekki frá tilsögn móður þinnar.21Bind þú þau á þitt hjarta, hengdu þau um þinn háls.22Þegar þú gengur skulu þau leiða þig; þegar þú leggur þig, skulu þau vakta þig, og þegar þú vaknar skulu þau tala við þig.23Því boðorðið er skriðljós og tilsögnin ljós, og uppfræðingarinnar umvöndun er lífsins vegur,24svo þú verðir varðveittur frá vondri konu, frá þeirri hálu tungu hinnar útlendu;25haf þú ei lyst til hennar fríðleika í þínu hjarta, og láttu hana ekki fanga þig með sínum augum.26Því fyrir skækjunnar sakir, neyðist maður til að sníkja sér brauðbita, og annars manns kona, sækist eftir því dýra lífi.27Getur nokkur látið svo eld í sinn barm, að hans klæði ekki brenni?28Ætla nokkur geti svo gengið á glóðum, að hann brenni sig ekki á fótunum?29Svo fer og þeim sem hefir mök við konu náunga síns, enginn sá verður óstraffaður sem hana snertir.30Menn vægja ekki þjófnum, þá hann stelur til að metta sína sálu, af því hann er hungraður.31Verði hann tekinn, betalar hann sjöfalt, og missir allt góss síns húss.32Sá sem drýgir hór með konu, er frá vitinu, gjöri sá það sem vill tortína sinni sálu.33Högg og smán mun hann finna, og hans skömm verður ekki afmáð!34Því vandlæti upptendrar manninn, hann hlífir ekki á hefndarinnar degi.35Hann þiggur enga forlíkun, og verður ei friðstilltur þótt þú hrúgir að honum gáfum.