Þeir sem gengu Davíð á hönd í Siklag og gjörðu hann að kóngi í Ísrael.

1Þessir eru þeir sem komu til Davíðs í Siklag, þá hann var farinn í útlegð fyrir Sál, syni Kis, og hinir sömu voru meðal kappanna, sem hjálpuðu honum að stríða,2bogmenn, sem köstuðu steinum með hægri og vinstri hendi, og skutu örvum af boga, af bræðrum Sáls, af Benjamín:3höfðinginn Ahieser og Jóas, synir Semaa Gibeatíta, og Jesiel og Pelet, synir Asmavets, og Beraka og Jehú, Antotíti,4og Jesmaja, Gibeoníti, kappi, einn af þeim þrjátíu, og yfir þeim þrjátíu, og Jeremía og Jehasiel, og Jóhanan og Jósabad, Gederatíti,5Eleasai og Jerimot og Bealia, og Samaría og Safatía, Harofíti,6Elkana og Jissia og Asareel og Jóeser og Jasobeam, Korahitar,7og Jóela og Sebadia, synir Jeróhams frá Gedor.8Og frá Gaðítum komu til Davíðs í vígið í eyðimörkinni, kappar, stríðsmenn, vopnaðir skjöldum og spjótum, útlits sem ljón, og sem rádýr fljótir um fjöllin.9Eser, sá fyrsti, Óbadia, sá annar; Eliab, sá þriðji,10Mismanna, sá fjórði, Jeremia sá fimmti,11Atai, sá sjötti, Eliel, sá sjöundi;12Jóhanan, sá áttundi; Elsabad sá níundi;13Jeremía sá tíundi; Makbanai, sá ellefti.14Þessir voru synir Gaðs (frá Gað), sá minnsti yfir hundrað manns, sá mesti yfir þúsund.15Þessir eru þeir sem fóru yfir Jórdan, í fyrsta mánuði, þá hún flaut upp á bakka og ráku á flótta alla þá sem bjuggu í dalnum, til austurs og vesturs.16Og nokkrir komu, af sonum Benjamíns og Júda, í vígið til Davíðs.17Og Davíð gekk út til þeirra, tók svo til orða og mælti við þá: ef þér komið til mín með friði, til að veita mér lið, þá hneigist mitt hjarta til félagsskapar við yður; en ef til þess, að svíkja mig í hendur mínum óvinum, án þess ranglæti sé í minni hendi, svo sjái það Guð feðra vorra, og dæmi!18Þá greip andinn Amasai, höfuðsmann vagnliðsins, (og hann mælti): þínir erum vér, Davíð! þér fylgjum vér, til lukku, til lukku þér, og til lukku þínum liðsmönnum, því þinn Guð hjálpar þér. Og Davíð tók við þeim og setti þá yfir sína herflokka.
19Og af Manasse fóru (nokkrir) til Davíðs, þá hann kom með Filisteum til stríðs á móti Sál, en hjálpaði þeim þó ekki, því höfðingjar Filisteanna létu hann frá sér, eftir að hafa ráðgast um það, því þeir sögðu: gangi hann í lið með sínum herra Sál, getur það kostað vort líf!20Þá hann fór til Siklag gengu í lið með honum af Manassis: Adna og Jósabad og Jedjael og Mikael og Jósabad og Elíhú og Siltai, flokksforingjar af Manassis.21Og hinir sömu hjálpuðu Davíð móti óeirðarflokkum, því stríðskappar voru þeir allir, og urðu yfirmenn í hernum.22Því dag eftir dag komu fleiri og fleiri til Davíðs til að hjálpa honum, þangað til hann hafði fengið mikinn her, líkan Guðs her.
23En þetta er manntal þeirra til stríðs útbúnu sem komu til Davíðs í Hebron, til að afla honum kóngsríkis Sáls, eftir boði Drottins.24Júda synir, sem báru skjöld og spjót, (voru) sex þúsund og 8 hundruð, útbúnir til stríðs.25Af sonum Símeons, hraustir til bardaga, 7 þúsund og hundrað betur.26Af sonum Leví, 4 þúsund og 6 hundruð.27Og Jójada, höfðingi (kominn) af Aron, og með honum 3 þúsund og 7 hundruð,28og Sadok, röskur ungur maður, og hans ættmenn, 22 foringjar;29og af sonum Benjamíns, bræðrum Sáls, 3 þúsund; en þangað til hélt mesti partur af þeim, enn nú með Sáls húsi.30Og af sonum Efraíms, 20 þúsund og 8 hundruð röskir menn, nafnfrægir meðal sinna ættmanna;31og af hálfri Manassis ættkvísl, 18 þúsund, sem nefndir voru til með nafni, að fara, og gjöra Davíð að kóngi.32Og af sonum Ísaskars, sem vissu kringumstæðurnar, og sáu hvað Ísrael varð að gjöra; þeirra foringjar voru 200, og allir þeirra bræður hlýddu þeirra orðum.33Af Sebúlon, sem útfóru í stríð, og útbúnir voru til stríðs með öllum stríðs vopnum, 50 þúsund, til að ganga hispurlaust í orrustur.34Og af Naftalí, þúsund foringjar, og með þeim 37 þúsund með skjöld og spjót.35Og af Danítum, útbúnir til stríðs, 28 þúsund og 6 hundruð;36og af Aser, sem útgengu í stríð, til að heyja orrustur, 40 þúsund.37Og úr (landinu) hinumegin við Jórdan, af Rúbenítum og Gaðítum og af hálfri Manassis ættkvísl, með öllum stríðsvopnum til stríðs, hundrað og 20 þúsundir.38Allir þessir stríðsmenn, sem niðurskipuðu bardaganum með einlægum hjörtum, komu til Hebron, til að gjöra Davíð að kóngi yfir allan Ísrael; og líka voru allir aðrir í Ísrael einhuga í því að gjöra Davíð að kóngi.39Og þeir voru þar hjá Davíð í þrjá daga, og átu og drukku, því þeirra bræður tilreiddu þeim, (veislu).40Og líka færðu þeir þangað, sem nærri þeim bjuggu, (allt til Ísaskars og Sebúlon og Naftalí), brauð, á ösnum, úlföldum, múlösnum og nautum, mélmat, fíkjur og rúsínur, og vín og viðsmjör, og naut og sauði yfirgnæfanlega; því fögnuður var í Ísrael.