Páll segir: að hann sé settur postuli til að kunngjöra heiðnum þjóðum Krists lærdóm. Biður, að þeir megi styrkjast í sambandinu við Krist.

1Þessa vegna er eg, Páll, bandingi Jesú Krists vegna yðar heiðingjanna,2þér munuð hvört sem er heyrt hafa Guðs náðarráðstöfun, sem mér er falin á hendur yður til heilla,3því að með opinberun kunngjörði Guð mér sitt leyndarráð, hvörs eg áður stuttlega hefi getið,4upp á það, að þá þér hafið lesið, getið þekkt skilning minn á Krists leyndardómi,5er á hinum fyrri öldum var mannanna sonum, ekki kunngjörður, eins og hann nú er af andanum opinberaður hans heilögu postulum og spámönnum,6nefnilega: að heiðingjarnir séu samarfar, tilheyri sama líkama og fái hlut í fyrirheiti Guðs um Krist með náðarlærdóminum,7hvörs þjón eg er orðinn af mér óverðskuldað veittri Guðs náð, fyrir hans almættis kraft;8mér, hinum lítilmótlegasta allra heilagra, er nefnilega: veitt sú náð, að kunngjöra á meðal heiðinna þjóða þann órannsakanlega ríkdóm a) Krists,9og upplýsa alla um það, hvörnig þessu leyndarráði sé háttað, sem áður var geymt hjá einum Guði, er skapaði allt,10svo að nú skyldi af söfnuðinum b) kunnug verða sú margbreytta speki Guðs, höfðingjum og herradómum á himnum,11eftir eilífri fyrirhugun, sem hann fullkomnaði fyrir Jesúm Krist vorn Drottin;12fyrir hvörn vér höfum djörfung og aðgang með trausti fyrir trúna á hann.
13Þar fyrir bið eg, að þér látið ekki hugfallast af þeim þrengingum, er eg líð fyrir yðar skuld; því það er yðar heiður.14Eg beygi þess vegna mín kné fyrir Föður Drottins vors Jesú Krists,15af hvörjum allt faðerni nefnist á himni og jörðu,16að hann af ríkdómi sinnar gæsku vilji veita yður að styrkjast svo kröftuglega í þeim innra manni fyrir hans anda,17að Kristur geti í yðar hjörtum búið fyrir trúna, og að þér séuð rótfestir og grundvallaðir í kærleikanum,18og ásamt öllum heilögum getið skilið, hvílík að sé breidd, lengd, dýpt og hæð elsku Krists,19og þekkt hvörsu hún yfirgengur allan skilning, svo þér fullkomnist í allri fullkomnun Guðs.20En þeim, sem öllu framar megnar að gjöra fram yfir það, sem vér biðjum eður skynjum, eftir þeim krafti, sem í oss verkar,21honum sé dýrð í söfnuðinum fyrir Jesúm Krist ætíð um aldir alda, Amen!

V. 1. Kap. 4,1. Post. g. b. 21,33. fl. 28,31. Efes. 3,13. Kól. 1,24. V. 2. Post. g. b. 9,15. V. 3. Post. g. b. 22,21. Róm. 16,25.26. Gal. 1,16. V. 4. Kól. 4,3. V. 5. Kól. 1,26. Post. g. b. 10,28. V. 6. Gal. 3,28.29. Efes. 2,15.16. V. 8. 1 Kor. 15,9. Post. g. b. 9,15. Gal. 2,8. Róm. 11,33. a. nl. sannleika og náðarríkdóm. V. 9. Kól. 1,26. 1 Pét. 1,20. V. 10. sbr. 1 Pét. 1,12. b. nl. af forlögum safnaðarins. V. 12. Hebr. 4,16. 10,19. Jóh. 10,9. Róm. 5,2. V. 13. Kól. 1,24. V. 15. Kap. 1,10. V. 16. 2 Kor. 4,16. V. 18. Kól. 1,26. getið skilið mikilleik, kraft og eðli Krists elsku. V. 20. Róm. 16,25. Efes. 1,19.