Sál ofsækir Söfnuðinn; Filippus snýr samverskum til kristni; postularnir leggja hendur yfir þá og þeir öðlast heilagan Anda; Símon galdramaður vill kaupa vald til að meðdeila andans gáfur, og straffast fyrir það; Filippus snýr til kristni hirðstjóra Kandasar.

1Sál lét vel yfir lífláti hans b), og sama dag hófst stór ofsókn gegn söfnuðinum í Jerúsalem, og allir tvístruðust víðs vegar um héröð Gyðingalands og Samaríu, nema postularnir.2En guðhræddir menn bjuggu um lík Stefáns, og hörmuðu hann mikið.3En Sál eyddi söfnuðinn, með því hann gekk inn í hvört hús og dró þaðan menn og konur, er hann afhenti í varðhald.4En þeir, eð tvístrast höfðu, fóru víðsvegar, og boðuðu náðarlærdóminn.5Þannig fór Filippus til borgarinnar Samaríu og boðaði þar Krist.6Fjöldi borgarmanna veittu samhuga eftirtekt hans kenningum, þá þeir heyrðu og sáu kraftaverkin, sem hann gjörði,7því frá mörgum, er höfðu óhreina anda, viku þeir burtu með ópi miklu, og margir visnir og haltir læknuðust,8svo mikil gleði varð í borginni.9En maður nokkur að nafni Símon, var fyrir í borginni, sá eð fór með fjölkynngi, sem Samversku þjóðinni óx mjög í augum, og lét mikið yfir sér.10Til hans hnigu allir smáir og stórir, segjandi: þessi er Guðs kraftur sá hinn mikli.11En þess vegna hnigu þeir að honum, að hann hafði í langa tíð ært þá með töfrum sínum.12Nú sem menn trúðu Filippusi, er boðaði þeim náðarlærdóminn um Guðs ríki og tign Jesú Krists, létu menn og konur skírast.13Sjálfur Símon tók líka trú, og er hann var skírður, hélt hann sér stöðugt til Filippusar; en er hann sá teikn og stórmerki ske, varð hann frá sér.14Þegar postularnir í Jerúsalem heyrðu, að Samaría hefði meðtekið Guðs orð, sendu þeir Pétur og Jóhannes þangað.15Þessir komu og báðu fyrir samverskum, að þeir mættu öðlast heilagan Anda;16því hann var enn ekki kominn yfir neinn þeirra, einungis voru þeir skírðir til nafns Herrans Jesú.17Þeir lögðu hendur yfir þá og meðtóku þeir heilagan Anda.18En er Símon sá, að heilagur Andi veittist fyrir handa uppáleggingu postulanna, færði hann þeim fé og sagði:19gefið mér einnig þetta vald, að yfir hvörn, sem eg legg hendur, hann öðlist heilagan Anda.20Pétur andsvaraði honum: þrífist aldrei silfur þitt né gull, fyrst þú hugsar að Guðs gjöf fáist fyrir fé.21Þú átt engan þátt né hlutdeild í þessum lærdómi, því þitt hjartalag er ekki rétt fyrir augum Guðs.22Aflegðu því þessa þína vonsku og bið Drottin, ef þér kynni fyrirgefast þetta þitt vonda hugarfar;23því eg sé að þú býr yfir gallbeiskju og ert flæktur í fjötrum rangsleitninnar.24Símon svaraði: biðjið fyrir mér til Drottins, að ekkert komi það yfir mig, sem þér sögðuð.25Eftir að þeir höfðu örugglega vitnað og kennt orð Drottins, sneru þeir aftur til Jerúsalem og boðuðu gleðiboðskapinn í mörgum þorpum samverskra.
26En engill Drottins talaði við Filippus og sagði: statt upp og gakk suður á veg þann, sem liggur frá Jerúsalem til Gasa (hún er í eyði).27Hann stóð upp og fór. Og sjá! einn etíópískur maður, geldingur og stórhöfðingi hjá Kandase drottningu í Etíópíu, sem settur var yfir alla hennar fjársjóðu; hann hafði farið til Jerúsalem til að biðjast fyrir,28og var á heimleið, sat í vagni og las Esajas spámann.29Andinn sagði þá við Filippus: gakk að þessum vagni og halt þig hjá honum.30Filippus skundaði til, heyrði manninn vera að lesa spámanninn Esajas og spurði: skilurðú það þú les?31hinn svaraði: hvörnig skyldi eg geta það, fyrst enginn leiðbeinir mér? bað hann svo að stíga upp í vagninn og setjast hjá sér.32En innihald greinar þeirrar, er hann las, var þetta: „eins og sauður var hann til slátrunar leiddur, og sem lambið þegir hjá þeim, er klippir það, svo lauk hann ekki sínum munni upp.33Með lægingu endaði hans dómur a); hvör getur útmálað öld hans, því af jörðinni verður líf hans upprætt“ b).34Geldingurinn innti til við Filippus: eg bið, seg mér, um hvörn talar spámaðurinn þetta? hvört um sjálfan sig eður annan?35Þá lauk Filippus upp sínum munni, tók til á áminnstri ritningargrein og boðaði honum fagnaðarlærdóminn um Jesús.36En sem þeir fóru áfram veginn, komu þeir að vatni nokkru, þá mælti geldingurinn: sjá vatnið! hvað hamlar mér að skírast?37og hann bauð að stöðva vagninn,38og stigu þeir báðir niður í vatnið, Filippus og geldingurinn, og Filippus skírði hann.39En þá þeir voru stignir upp úr vatninu, greip Andi Drottins Filippus burt, og geldingurinn sá hann ekki framar.40En hann (Geldingurinn) fór glaður leið sína; en við Filippus varð vart í Asdod; þar gekk hann um kring og boðaði náðarboðskapinn í hvörri borg, uns hann kom til Sesareu.

V. 1. b. Þ. e. Stefáns. V. 5. Filippus, meðhjálpari safnaðarins, (sjá kap. 6,5), ekki Filippus postuli. V. 33. Es. 53,11. a. Þ. e. þungu kjör. b. Ráðinn af dögum, sem óbótamaður. V. 4–7. Sbr. kap. 22,6–10. 26,13–15.