Elskhuginn leitar unnustunnar. Brúðarvísur Salómons.

1Í minni sæng um nótt leitaði eg þess, sem mín sál elskar; eg leitaði hans, en eg fann hann ekki.2Eg skal fara á fætur, (sagði eg) og ganga um borgina, eg vil leita þess sem mín sál elskar á strætum og torgum. Eg leitaði hans en fann hann ekki.3Vaktararnir, sem ganga um staðinn, hittu mig. Hafið þér séð, (sagði eg) þann, sem mín sál elskar?4Naumast var eg frá þeim genginn, þegar eg fann þann, sem mín sál elskar. Eg hélt honum fast, og sleppti honum ekki, þangað til eg leiddi hann í hús minnar móður, í herbergi þeirrar sem ól mig.5„Eg særi yður, þér Jerúsalems dætur! við rádýrin eða hindur merkurinnar: vekið ekki, vekið ekki mína unnustu, fyrr en henni þóknast!“
6Hvör er sú sem kemur úr eyðimörkinni eins og reykstólpi, ilmandi af myrru og reykelsi og kramarans ilmdufti?7Sjá! Salómons sæng! 60 sterkir af þeim sterku í Ísrael í kringum (hana).8Allir héldu á sverðum, kunna vel til stríðs, hvör þeirra hefir sverðið við sína mjöðm, gegn næturinnar ótta.9Börurúm gjörði Salómon kóngur úr viði af Líbanon.10Þess fætur gjörði hann úr silfri, rjáfrið úr gulli, sætið af purpura; botninn var lystilega uppbúinn af Jerúsalems dætrum.11Gangið út Síonsdætur, og sjáið kóng Salómon undir þeirri kórónu, sem móðir hans krýndi hann með á hans brúðkaupsdegi, á hans hjarta gleðidegi!