Lög um dætur sem taka arf.

1Og höfuðsmenn sona Gileaðs sonar Makirs, sonar Manassis, af ættum Jósepssona, gengu fram og töluðu við Móses, og við fyrirmennina, höfuðsmenn Ísraelssona,2og mæltu: Drottinn hefir boðið vorum herra, að gefa með hlutfalli landið til eignar Ísraelssonum, og vorum herra var boðið, af Drottni að gefa dætrum bróður vors Selafehaðs, hans eign.3Verði þær nú konur einhvörs af sonum hinna ættkvísla Ísraelssona, svo gengur þeirra eign, frá eign vorrar ættkvíslar, og verður lögð við eign þeirrar ættkvíslar sem þær koma inn í, og það tekst af hlutdeild vorrar eignar.4Og þegar Ísraelssona fagnaðarár kemur, svo verður þeirra eign bætt við eign þeirrar ættkvíslar, sem þær koma í og þeirra eign gengur frá eign vorrar ættkvíslar.
5Þá bauð Móses Ísraelssonum eftir skipun Drottins, og mælti: rétt talar ættkvísl Jósepssona.6Þetta er það sem Drottinn býður viðvíkjandi Selafehaðsdætrum, og segir: þær mega verða konur þeirra sem þeim líkar, þegar þær aðeins verða konur einhvörs, af ætt þeirra föðurlegu ættkvíslar,7svo að engin eign Ísraelssona gangi frá einni ættkvísl til annarrar, heldur skal hvör og einn af Ísraelssonum halda eign sinnar föðurlegu ættkvíslar.8Og hvör ein dóttir, sem erfir eign í ættkvíslum Ísraelssona, skal verða kona einhvörs af ætt sinnar föðurlegu ættkvíslar, svo að sérhvör af Ísraelssonum erfi síns föðurs eign.9Og engin eign gangi frá einni ættkvísl til annarrar, heldur skal hvör ein Ísraelssona ættkvísl vera föst við sína eign.
10Eins og Móses bauð svo gjörðu Selafehaðsdætur.11Og þær dætur Selafehaðs Mahela, Tírsa, Hogla, Milka og Noa, urðu sonakonur föðurbróður síns;12þær urðu konur (manna) af ættum Manassis sona, Jósepssonar, og þeirra eign varð hjá ættkvísl þeirra föðurlega kyns.13Þetta eru þau boðorð og réttindi sem Drottinn bauð Ísraelssonum fyrir (milligöngu) Mósis á Móabsvöllum, við Jórdan gagnvart Jeríkó.