Traust, löngun og bæn.

1Sálmur Davíðs. Drottinn er mitt ljós og mitt frelsi, hvörn skal eg hræðast? Drottinn, hann er vörn míns lífs, fyrir hvörju skal eg skelfast?2Þegar illvirkjarnir koma á móti mér til að afmá mig, þegar mínir mótstöðumenn og óvinir heitast við mig, þá reka þeir sig á og falla.3Þó að her setji herbúðir sínar móti mér, blöskrar mínu hjarta ekki, þó stríð æsist móti mér, er eg samt rólegur.4Eins beiðist eg af Drottni, þar eftir sækist eg, að eg megi búa í húsi Drottins alla daga míns lífs, að horfa á Drottins viðhöfn, og virða fyrir mér hans musteri.5Því hann geymir mig í sínu húsi á þeim vonda degi, hann felur mig í sinni tjaldbúð, og hefur mig upp á bjarg.6Já, nú þegar lyftist mitt höfuð upp yfir mína óvini allt í kringum mig, og eg offra með fagnaðarhljóm fórn í hans tjaldbúð, eg vil syngja lof og vegsama Drottin.7Drottinn! heyr mína raust, nær eg kalla, miskunna þú mér og bænheyr mig.8Mitt hjarta hugsar til þín, sem sagt hefir: „leitið míns andlitis“. Drottinn! eg leita þíns andlitis;9fel ekki þitt andlit fyrir mér! vísaðu ekki burt þínum þénara í reiði! þú ert mín aðstoð, slepptu ekki af mér hendinni! yfirgefðu mig ekki, Guð míns hjálpræðis!10því faðir minn og móðir mín yfirgáfu mig, en Drottinn mun annast mig.11Drottinn! kenn mér þinn veg, og leið mig á rétta götu, sakir minna óvina;12ofurgef mig ekki á vald minna fjandmanna, því móti mér ganga fram falsvottar, og þeir sem blása af heift.13(Illa væri eg farinn), ef eg ekki vonaði að eg sæi Guðs blessun á landi enna lifandi.
14Bíð þú Drottins, vertu öruggur, og hann mun styrkja þitt hjarta. Vona þú á Drottin!