Þakklætis Sálmur Davíðs. (sjá 18 Davíðssálm).

1Og Davíð talaði við Drottin orð þessara ljóða, á þeim tíma, þá Drottinn hafði frelsað hann af hendi allra hans óvina og af hendi Sáls,2og mælti: Drottinn (er) mitt bjarg, mín borg og minn hjálpari.3Guð míns bjargs, til hvörs eg flý, minn skjöldur, horn minnar heillar, mitt vígi og griðastaður, minn frelsari, undan ofbeldinu hjálpar þú mér.4Þann vegsamlega kallaði eg, Drottinn, og mér var bjargað frá mínum óvinum.5Dauðans boðar höfðu umkringt mig og líftjónsins bylgjur höfðu skelft mig.6Heljunnar snörur umspenntu mig, eg var flæktur í dauðans möskvum.7Eg kallaði til Drottins í mínum þrautum, og til míns Guðs hrópaði eg, og hann heyrði í sinni höll mína raust og mitt óp kom honum til eyrna.8Þá bifaðist og hristist jörðin, og himinsins grundvöllur nötraði og hrærðist, af því hann (Drottinn) reiddist.9Reyk lagði úr hans nösum, og fortærandi eld úr hans munni, svo þar af leiftraði.10Hann sveigði himininn, og sté niður, myrkur var undir hans fótum.11Og hann fór áfram á kerúbum og flaug, hann sást á vindsins vængjum.12Hann gjörði dimmuna allt í kringum sig að tjaldi, það þykka vatnsský.13Úr glampanum fyrir framan hann brann eldur.14Drottinn lét þrumur ganga frá himninum, og sá æðsti lét sinn róm heyra.15Hann skaut sínum örvum, og lét þær fara víða, og eldingum í ýmsar áttir.16Og dældir sjávarins komu í augsýn, grundvöllur jarðarinnar varð bersýnilegur, fyrir hótun Drottins, fyrir blástri hans nasa.17Hann seildist úr hæðinni, þreif til mín og dró mig úr miklum vötnum.18Hann frelsaði mig frá mínum óvinum, þeim sterku, frá mínum hatursmönnum sem höfðu orðið mér yfirsterkari.19Þér yfirféllu mig á ólukkunnar degi, en Drottinn var mín vörn.
20Hann flutti mig (úr þrengslum) á víðlendi, dró mig þangað, af því hann elskaði mig.21Drottinn umbunaði mér eftir minni réttvísi, endurgalt mér eftir hreinku minna handa.22Því eg hélt Drottins veg, og þrjóskaðist ekki við minn Guð.23Því öll hans réttindi hafði eg mér fyrir augum, og frá hans setningum vék eg ekki;24eg syndgaði ekki á móti honum, og gætti mín við mínum yfirsjónum;25því launaði Drottinn mér eftir minni réttvísi, eftir minni hreinku sem hann sá.
26Við þá góðu, ert þú góður, við þá ráðvöndu ert þú ráðvandur.27Við þá hreinskilnu ert þú hreinskilinn; en við þá fölsku ert þú viðsjáll.28Og þeim vesælu mönnum hjálpar þú, og þín augu líta til þeirra dramblátu, að þú auðmýkir þá.
29Já, Drottinn, þú varst mitt ljós, Drottinn upplýsti mína dimmu.30Með þér rann eg á móti hermannaskara, með mínum Guði stökk eg yfir borgarveggi.31Guðs vegir eru svikalausir, Drottins orð er skírt a), skjöldur b) er hann öllum, sem honum treysta.
32Því hvör er Guð nema Drottinn, og hvör er vígi nema vor Guð?33Guð er mitt vígi, hann leiddi þann ráðvanda sína götu.34Hann gaf mér fætur líka hjartarins og lét mig á mínar hæðir c).35Hann kenndi mínum höndum að berjast og mínum örmum að spenna eirbogann.36Þú réttir mér skjöld þinnar hjálpar, og þín bænheyrsla upphóf mig.37Þú gafst rúm mínum sporum d) og mínir ökklar veikluðust ekki.38Eg elti mína óvini og lagði þá að velli, og sneri ekki fyrri við, en eg hafði afmáð þá.39Eg afmáði og sundurmuldi þá, svo þeir gátu ei uppstaðið, þeir hnigu undir mína fætur.40Þú girtir mig krafti til stríðs, þú auðmýktir þá undir mig, sem risu móti mér.41Mína óvini léstu flýja fyrir mér, og mína hatursmenn, að eg eyðileggi þá.42Þeir lituðust um, enginn hjálpari var þar, til Drottins, hann heyrði þá ekki.43Eg sundurmuldi þá sem ryk jarðar, sem saur á götum sundurtróð, sundurtrampaði eg þá.44Þú frelsaðir mig frá deilum míns fólks, og varðveittir mig, að eg skyldi verða höfðingi þjóðanna. Þjóðir, sem eg ekki þekkti, þjóna mér.45Synir enna útlendu tala fagurt í mín eyru, skilaboðum frá mér hlýða þeir.46Útlendra synir dragast upp, þeir skreiðast út úr sínum borgum.
47Drottinn lifi, vegsamað sé mitt vígi! lofaður sé Guð, vígið minnar velferðar.48Þú Guð! sem untir mér hefnda, og lagðir fólkið undir mig.49Sem frelsaðir mig frá mínum óvinum, og hófst mig yfir mína mótstöðumenn, frá ofbeldismönnunum frelsaðir þú mig.50Því vil eg vegsama þig, Drottinn! meðal þjóðanna og þínu nafni syngja lof,51sem lénar sínum kóngi mikla heill, og lætur sínum smurða náð í té, Davíð, og hans niðjum að eilífu.

V. 31. a. Sálm. 12,7. 19,9. Orðskv. 30,5. b. Gen. 15,1. Sálm. 7,11. V. 32. Sbr. Esa. 43,10.11. 44,8. V. 34. c. Devt. 33,29. V. 35. Sbr. Sálm. 144,1. V. 37. d. Sálm. 31,9.