XXII.
Og Davíð talaði orðin þessa lofsöngs fyrir Drottni þann tíð að Drottinn hafði frelsað hann af hendi allra hans óvina og af hendi Saul og mælti: [
Drottinn er mitt bjarg og mitt hæli og minn hjálpari.
Guð er minn styrkur á hvern eg trúi, minn skjöldur og horn minnar heilsu, minn verndari og mitt athvarf, minn frelsari, þú sem hjálpar mér frá öllu ranglæti.
Eg vil lofa og ákalla Drottin, svo verð eg frelsaður frá mínum óvinum.
Því dauðans pínur höfðu spennt mig og Belíals bekkir skelfdu mig.
Helvítis harmkvæli höfðu spennt mig og dauðans snörur voru fallnar yfir mig.
Í minni neyð kallaði eg á Drottin og hrópaði til míns Guðs og hann heyrði mína raust af sínu musteri og mitt kall kom fyrir hann til hans eyrna.
Jörðin bifaðist og hrærðist, himinsins grundvöllur hristist og bifaðist þá hann var reiður.
Þar gekk reykur upp af hans nösum og fortærandi eldur af hans munni svo að þar af leiftraði.
Hann beygði himnana og fór ofan og þar var myrkur undir hans fótum.
Og hann fór á kerúbím og flaug þangað og hann sveimaði á vængjum vindsins.
Hans tjald umhverfis hann var myrkur og svartur skýjaklasi.
Af birtunni fyrir honum þá brann með eldingu.
Drottinn dunaði af himninum og Sá allra hæsti lét út sínar reiðarþrumur.
Hann skaut sínum pílum og sundurdreifði þeim, hann lét eldingar fljúga og hræddi þá.
Þá sáu menn vatsfossana og jarðarinnar grundvellir opnuðust af straffi Drottins, af blæstri andans hans grimmdar.
Hann sendi út af hæðunum að sækja mig og hann dró mig út af miklum vötnum.
Hann frelsaði mig frá mínum óvinum og frá þeim sem mig hötuðu og mér yfirsterkari voru.
Þeir mig yfirféllu í minni mótgangstíð og Drottinn var mitt trúnaðartraust.
Hann færði mig út á víðlendið, hann frelsaði mig því að eg þóknaðist honum.
Drottinn endurgeldur mér eftir minni réttvísi, hann bitalar mér eftir hreinleik minna handa.
Því eg held Drottins vegu og er ekki óguðlegur í móti mínum Guði.
Því eg hefi alla hans dóma mér fyrir augum og eg kasta ekki hans boðum frá mér
heldur em eg flekklaus fyrir honum og eg vakta mig fyrir syndinni.
Þar fyrir launar Drottinn mér eftir minni rétvísi, eftir mínum réttindum fyrir hans augum.
Hjá þeim heilögu ert þú heilagur, hjá þeim góðu ert þú góður, hjá þeim hreinu ert þú hreinn og hjá þeim þversnúnu ert þú þversnúinn.
Því þú hjálpar því fátæka fólki og með þínum augum niðurþrykktir þú þá hina hávu.
Því þú, Drottinn, ert mitt ljós, Drottinn upplýsir mín myrkur.
Því með þér kann eg í gegnum að ganga hermannafylkingar og í mínum Guði kann eg að stökkva yfir múrinn.
Guðs vegir eru lýtalausir, mál Drottins er táhreint. Hann er skjöldur allra þeirra sem á hann treysta.
Því hver er Guð utan Drottin og hver er styrkur utan vor Guð?
Guð styrkir mig með krafti og vísar mér á einn flekklausan veg.
Hann gjörir mínar fætur svo sem hjartar (fætur) og setur mig á mína vegu. hæð.
Hann kennir mínum höndum að berjast og hann lærir mína arma að spenna stálboga. [
Og þú gefur mér þinn hjálpræðisskjöld og þá þú auðmýkir mig þá gjörir þú mig stóran.
Þú gefur mér nóg gangrúm svo að mínir hælar skriðni ekki.
Eg vil veita mínum óvinum eftirför og eyðileggja þá og eigi aftur snúa fyrr en eg hefi gjört þá að öngvu.
Eg vil fyrirkoma þeim og í sundurmerja þá og þeir skulu eigi standa mér í mót, þeir munu falla undir mínar fætur.
Þú kannt að brynja mig með styrkleik í bardaga, þú kannt að kasta þeim undir mig sem setja sig upp í móti mér.
Þú lætur mína óvini flýja undan mér so eg eyðileggi þá sem mig hata.
Þeir kalla en þar er enginn sem hjálpar, til Drottins, en hann svarar þeim ekki.
Eg vil melja þá so sem duft jarðar, so sem öðrum gatnasaur vil eg sundurdreifa þeim og feykja þeim.
Þú hjálpar mér frá orðaþrætum fólksins og varðveitir mig til eins höfuðs á meðal heiðingjanna, eitt fólk sem eg ekki þekki þjónar mér.
Það hefur brugðist annarlegum sonum móti mér og þeir hlýða mér með hlýðugum eyrum.
Þeir annarlegu synir eru að þrotum komnir og vafðir í þeirra böndum.
Drottinn lifir og lofaður veri minn styrkur og Guð, styrkur míns hjálpræðis, skal upphefjast,
sá Guð sem gefur mér hefndina og fleygir fólkinu undir mig.
Hann hjálpar mér út frá mínum óvinum, þú upphefur mig frá þeim sem settu sig í móti mér, þú hjálpar mér frá þeim ranglátu.
Þar fyrir vil eg þakka þér, Drottinn, á meðal heiðingjanna og þínu nafni lofsyngja, [
sá eð auðsýnir sínum kóngi stórt hjálpræði og veitir miskunn sínum smurða Davíð og hans sæði ævinlega.