Elía uppnuminn. Elísa gjörir kraftaverk.

1Og það skeði, þá Drottinn vildi taka Elía í stormviðri til himins, gengu þeir Elía og Elísa frá Gilgal.2Og Elía sagði við Elísa: vertu hér eftir! því Drottinn sendir mig til Betel. Og Elísa svaraði: svo sannarlega sem Drottinn lifir og þú lifir, eg skil ekki við þig! og svo gengu þeir til Betel.3Þá komu synir spámannanna, sem voru í Betel, út á móti Elísa og sögðu við hann: veistu það, að nú í dag tekur Drottinn þinn herra upp frá þínu höfði! hann svaraði: eg veit það, verið hljóðir!4Og Elía sagði til hans: vert þú hér eftir, Elísa! því Drottinn sendir mig til Jeríkó. Og hann mælti: svo sannarlega sem Drottinn lifir og þú lifir, eg skil ekki við þig! og svo komu þeir til Jeríkó.5Þá gengu synir spámannanna sem voru í Jeríkó til Elísa og sögðu við hann: veistu það, að Drottinn tekur í dag þinn herra upp frá þínu höfði? og hann svaraði: eg veit það líka, verið hljóðir!6Og Elía sagði við hann: vertu hér eftir! því Drottinn sendir mig til Jórdan. Og hann svaraði: svo sannarlega sem Drottinn lifir og þú lifir, eg skilst ekki við þig! og svo gengu þeir hvör með öðrum;7En 50 menn af sonum spámannanna gengu með þeim, og gengu gagnvart þeim langt frá, og hinir báðir gengu að Jórdan.8Þá tók Elía sinn möttul og braut hann saman og sló á vatnið og það skipti sér a) til tveggja hliða, og þeir gengu báðir yfirum á þurru.
9En er þeir voru komnir yfirum, sagði Elía við Elísa: bið þú einhvörs, er eg veiti þér áður en eg verð frá þér numinn! Og Elísa mælti: (eg bið þess) að tveir partar af þínum anda megi til mín koma!10Og Elía svaraði: þú hefir beðið þess sem er torvelt; ef að þú samt sér mig, þá eg verð frá þér numinn, þá mun þér þetta veitast; en sjáir þú mig ekki, svo mun það ekki ske.11En sem þeir gengu og töluðust við á ganginum, sjá! þá var þar eldlegur vagn og eldlegir hestar, sem aðskildu þá; og Elía fór í stormviðrinu upp til himins.12En Elísa sá það og kallaði: minn faðir! minn faðir! Ísraels vagn og hans reiðmaður! og hann sá hann ekki framar. Þá þreif hann til sinna klæða og reif þau sundur í tvo hluti.13Og hann tók upp möttul Elía, sem dottið hafði frá honum, og sneri við og kom á Jórdans bakka.14Og hann tók Elía möttul, sem hafði fallið frá honum og sló á vatnið og mælti: hvar er Drottinn, Guð Elía? og sem hann sló á vatnið, skipti það sér til tveggja hliða, og Elísa fór yfirum.
15Þá synir spámannanna sáu til hans, þeir sem voru í Jeríkó gagnvart, sögðu þeir: Elía andi hvílir yfir Elísa. Og þeir komu á móti honum, og hneigðu sig til jarðar fyrir honum.16Og þeir sögðu við hann: heyr þú! meðal þinna þjóna eru 50 röskir menn, þeir mega fara og leita að þínum herra, einasta Andi Drottins hafi ekki tekið hann og varpað honum á eitthvört fjallið eða í einhvörn dalinn. Og hann mælti: sendið ekki!17En þeir neyddu hann ákaflega. Þá sagði hann: sendið þér! og þeir sendu 50 manns, sem leituðu hans í þrjá daga; en þeir fundu hann ekki.18Og þeir komu til hans aftur, en hann dvaldi í Jeríkó, og hann sagði til þeirra: hefi eg ekki sagt yður: farið hvörgi?
19Og borgarmennirnir sögðu við Elísa: gott er í þessum stað að búa, eins og minn herra sér; en vatnið er slæmt b), og í landinu er tíður ótímaburður.20Þá mælti hann: færið mér nýja skál, og látið í hana salt. Og þeir færðu honum hana.21Og hann gekk að uppsprettu vatnsins, og kastaði saltinu í hana og mælti: svo segir Drottinn: eg gjöri vatn þetta heilnæmt, hér eftir mun því enginn dauði né ótímaburður af því koma.22Þá varð vatnið heilnæmt, allt til þessa dags, eftir því orði Elísa, sem hann hafði talað.
23Og hann gekk þaðan til Betel; en sem hann gekk áfram veginn, komu smásveinar (strákar) úr staðnum og köstuðu í hann steinum, hæddu hann og sögðu: kom hingað, skalli! kom hingað, skalli!24Og hann snerist við þeim, og er hann sá þá formælti hann þeim í nafni Drottins. Þá komu tveir birnir úr skóginum sem rifu í hel 42 af þeim.25Og hann fór þaðan til fjallsins Karmel c), og þaðan sneri hann til Samaría.

V. 8. a. Ex. 14,21. Jós. 3,16. V. 9. Tveir partar etc. aðrir leggja út: að þinn andi tvöfaldist hjá mér. V. 19. b. Ex. 15,23. c. V. 25. d. 4,25.