Enn nú um Elía.

1Löngu seinna kom orð Drottins til Elía, á þriðja ári, svolátandi: far þú nú og láttu Akab sjá þig; því eg vil gefa regn á jörðina d).2Þá fór Elía til að láta Akab sjá sig. En hungrið var mikið í Samaría.3Og Akab kallaði fyrir sig Óbadía, sem var yfir húsinu (nl. kóngsins e), en Óbadía óttaðist Drottin;4og þegar Jesabel fyrirfór Drottins spámönnum, tók Óbadía, hundrað spámenn og fól þá, já, sína 50 menn í hvörjum hellir, og lét þá hafa brauð og vatn.5Og Akab sagði við Óbadía: far þú um landið til allra vatnslynda og lækja, máske við finnum gras, að við getum haldið hrossum og múlum, og ekki falli allur fénaðurinn.6Og þeir skiptu með sér landinu til yfirferðar; Akab fór einn aðra leiðina, og Óbadía fór einn hina leiðina.
7En sem Óbadía var kominn á ferðina, sjá! þá mætti Elía honum. Og Óbadía þekkti hann og féll á sitt andlit og mælti: ert þú það, minn herra, Elía?8Og hann mælti: eg em það! far þú og seg þínum herra: sjá! Elía er hér.9Og hann svaraði: hvað hefi eg syndgað að þú vilt gefa þinn þjón á Akabs vald, að hann deyði mig.10Svo sannarlega sem Drottinn þinn Guð lifir! þar er engin þjóð og ekkert kóngsríki til, að minn herra hafi ekki þangað sent til að leita þín; og segðu menn: hann er ekki hér, lét hann kóngsríkið og fólkið sverja, að þú fyndist þar ekki;11Og nú segir þú: far og seg þínum herra: sjá! Elía er hér.12Og þegar eg fer nú frá þér, og andi Drottins flytur þig, eg veit ei hvört, og kem og segi Akab frá, og hann finnur þig ekki, svo deyðir hann mig, og þinn þjón hefir þó óttast Drottin frá barnæsku.13Hefir ekki herra minn frétt hvað eg gjörði, þegar Jesabel deyddi Drottins spámenn, að eg fól hundrað menn sína 50 í hvörjum hellir, og lét þá hafa brauð og vatn?14Og nú segir þú: far og seg herra þínum: sjá! Elía er hér, og hann mun deyða mig.15En Elía svaraði: svo sannarlega sem Drottinn allsherjar lifir, frammi fyrir hvörjum eg stend! eg vil láta hann sjá mig í dag.
16Þá fór Óbadía til móts við Akab, og sagði honum frá.17En sem Akab sá Elía, mælti Akab við hann: ert þú sá sem leiðir ólukku yfir Ísrael?18Og hinn svaraði: ekki hefi eg leitt ólukku yfir Ísrael, heldur þú og þíns föðurs hús, þegar þér yfirgáfuð boðorð Drottins, og eltuð afguði (Baal a).19Og sendu nú og samansafnaðu til mín öllum Ísrael, til fjallsins Karmel og þeim 450 Baals prestum og 400 Astarte prestum, sem eta við Jesabels borð.20Og svo sendi Akab út á meðal allra Ísraelssona, og safnaði spámönnunum til fjallsins Karmel.
21Þá gekk Elía fram fyrir allt fólkið og mælti: hvörsu lengi haltrið þér til beggja hliða? Sé Drottinn yðar Guð, þá aðhyllist hann. Og sé Baal það, þá aðhyllist hann. Og fólkið ansaði honum engu orði.22Og Elía sagði til fólksins: eg er einn eftir orðinn b) af Drottins spámönnum, og Baals spámenn eru 4 hundruð og 50.23Svo fáið oss nú tvö naut, og þeir mega velja sér hvört nautið sem þeir vilja, og skulu brytja það, og leggja á viðinn, en engan eld leggja að; en eg skal offra öðru nautinu, og leggja á viðinn, og leggja engan eld þar að,24ákallið svo nafn yðar Guðs, og eg skal ákalla nafn Drottins, og sá Guð, sem svarar með eldi, hann sé Guð! Og allt fólkið svaraði og mælti: þetta er vel sagt!25Og Elía sagði við Baals spámenn: veljið nú annað nautið og offrið því fyrst, því þér eruð svo margir, og ákallið nú nafn yðar Guðs, en leggið ekki eld að.26Og þeir tóku það nautið sem þeim var fengið, og offruðu því, og ákölluðu Baals nafn frá morgni og til miðdegis, og sögðu: Baal! svara þú oss! en þar var engin raust og enginn sem svaraði. Og þeir höltruðu kringum altarið, sem menn höfðu reist.27Og um miðdegið gjörði Elía gys að þeim og mælti: kallið hátt, því hann er guð! hann er (líklega) í þönkum, eða hann hefir einhvörs að gæta, eða hann er á ferð, eða hann er sofnaður, svo hann vakni.28Og þeir kölluðu með hárri rödd og rispuðu sig með hnífum og ölum, eftir þeirra sið, þangað til þeim blæddi.29En sem miðdegi var liðið, létu þeir sem óðir menn, allt til þess fórnin skyldi framberast; en þar var engin rödd, enginn sem svaraði, og engin bænheyrsla.30Þá sagði Elía til alls fólksins: gangið nú til mín! og allt fólkið gekk til hans. Og hann reisti aftur Drottins altari, sem niður hafði verið rifið.31Og Elía tók 12 steina, eftir tölu Jakobssona ættkvísla (til hvörra þetta orð Drottins hafði komið: þitt nafn skal vera Ísrael c).32Og byggði af steinunum altari í nafni Drottins, og gjörði gröf allt umkring altarið, svo víða sem svaraði tveim mælirum sáðs,33og hagræddi viðnum, og brytjaði nautið, og lagði ofan á viðinn.34Og hann mælti: fyllið nú 4 skjólur með vatn og hellið yfir brennifórnina og viðinn. Og hann mælti: gjörið það aftur! og þeir gjörðu það í annað sinn, og hann mælti: gjörið það í þriðja sinn; og þeir gjörðu það í þriðja sinn.35Og vatnið rann allt í kringum altarið, og líka fylltu menn gröfina með vatni.
36En um það leyti sem matoffur skal framberast, gekk spámaðurinn Elía nær, og mælti: Drottinn Guð Abrahams, Ísaks og Ísraels a)! í dag verði opinbert, að þú ert Guð í Ísrael, og eg þinn þjón, og að eg hefi gjört alla þessa hluti eftir þínu orði.37Bænheyr mig, Drottinn! bænheyr mig, að þetta fólk viðurkenni, að þú, Drottinn! ert Guð, og snú þú svo þeirra hjörtum!38Þá féll niður Drottins eldur b) og eyddi brennifórninni og viðnum og steinunum og jörðinni; og vatnið í gröfinni þurrkaði hann upp.39En sem allt fólkið sá það, féllu þeir fram á sín andlit og sögðu: Drottinn, hann er Guð! Drottinn, hann er Guð c)!40Og Elía sagði til þeirra: handtakið Baals spámenn, enginn þeirra komist undan! Og þeir handtóku þá, og Elía fór með þá til læksins Kíson, og slátraði þeim þar d).
41Og Elía sagði til Akabs: far nú af stað, et og drekk, því eg heyri þyt af regni.42Og Akab fór að eta og drekka. Og Elía gekk upp á Karmelshæð, og beygði sig til jarðar, og setti andlitið milli hnjánna.43Og hann sagði við sinn þénara: gakk þú upp og lít út til sjávar! Og hann gekk upp, og sást um og mælti: þar er ekkert. Og hinn sagði: far þú aftur, sjö sinnum e).44Og í sjöunda sinn, þá sagði hann (þénarinn): sjá! lítið ský, svo sem hönd á manni, stígur upp úr sjónum. Þá mælti Elía: far þú nú og seg Akab: spenn fyrir (vagninn) og far af stað, svo regnið ekki nái þér.45Og himinninn varð dimmur af skýjum og vindi, og þar kom mikið regn, og Akab settist á vagninn og fór til Jesreel.46Og hönd Drottins kom yfir Elía, og hann girti sínar lendar, og hljóp fyrir Akab, allt til Jesreel.

V. 1. d. Jak. 5,18. V. 3. e. Kap. 4,6. V. 18. a. Kap. 16,31.32. V. 22. b. Kap. 19,10. V. 27. Jab. 2,19. V. 31. c. Gen. 32,38. 35,10. 2 Kóng. 17,34. V. 36. a. Ex. 3,6.15.16. 4,5. 1 Kron. 29,18. V. 38. b. Lev. 9,24. 2 Kron. 7,1. V. 39. c. Sakk. 13,9. V. 40. d. 2 Kóng. 10,25. V. 43. e. 2 Kóng. 5,10.