Bæn hins mótlætta.

1Bæn Davíðs. Drottinn, hneig þitt eyra! bænheyr mig! því eg er aumur og fátækur.2Varðveit mína sál, því eg elska þig, frelsa þinn þénara, þú minn Guð! þann sem reiðir sig á þig.3Drottinn vertu mér náðugur, því þig ákalla eg allan daginn,4gleð sálu þíns þénara, því til þín, Drottinn! upplyfti eg minni sál.5Því þú, Drottinn! ert góður og fyrirgefur, og ert mjög miskunnsamur þeim sem þig ákalla.6Drottinn! snú þínu eyra til minnar bænar og gef gaum að raust minnar grátbeiðni.
7Á minnar neyðar degi ákalla eg þig; því þú bænheyrir mig.8Enginn meðal guðanna er sem þú, Drottinn! og ekkert líkt þínum verkum.9Allar þjóðir sem þú hefir skapað, skulu koma og tilbiðja fyrir þínu augliti, Drottinn! og þær munu heiðra þitt nafn.10Því þú ert mikill, þú ert sá sem gjörir dásemdar verkin, þú ert sá eini Guð.11Kenn mér, Drottinn! þinn veg, að eg gangi í þínum sannleika, laga mitt hjarta svo það óttist þitt nafn.12Eg skal þakka þér, Drottinn, minn Guð! af öllu hjarta, og heiðra þitt nafn eilíflega,13því þín miskunn við mig er mikil, þú frelsar mína sálu úr þeirri djúpu gröf.14Guð! þeir dramblátu rísa móti mér og ofbeldismannahópur situr um mitt líf, og þeir hafa þig ei fyrir augum.15En þú, Drottinn! ert miskunnsamur og náðugur Guð, þolinmóður og ríkur af miskunn og trúfesti.16Snú þínu augliti til mín og vertu mér náðugur, ljá þínum þénara þinn styrkleika, og frelsa son þinnar ambáttar.17Gjörðu tákn á mér til góðs, að þeir sem hata mig, geti séð það og sneypst, að þú, Drottinn! hefir hjálpað mér og huggað mig.