Nebúkadnesar vinnur sigur á Artaxax. Hans hernaður.

1Á 12ta ári Nebúkadnesars ríkisstjórnar, sem ríkti yfir assýriskum í Niníve, þeirri miklu borg, á tímum Arfaxads, sem ríkti yfir Medum í Ekbatana.2En hann byggði múrvegg í kringum Ekbatana af höggnum steinum, þriggja álna breiðum, og 6 álna löngum, og gjörði vegginn 70 álnir á hæð, og 50 álnir á breidd;3og turna setti hann yfir (borgar)hliðin 100 álnir á hæð, og breidd þeirra grundvallaði a) hann allt að 60 álnum;4og þeirra dyr reisti hann til 70 álna hæðar og breidd þeirra var 40 álnir, svo að hans stríðsmanna ber, og flokkar hans fótgönguliðs gætu útfarið.5Einmitt um það leyti átti Nebúkadnesar orrustu við Arfaxad á þeim miklu völlum, sem eru í héraðinu Ragau.6Og til hans söfnuðust allir, þeir sem bjuggu á fjallinu, og við Frat, og við Tigris og Hydaspes, og í landi Aríoks Elamítakóngs; og mjög margar þjóðir komu saman, til stríðshers Keleulssona.
7Og Nebúkadnesar, kóngur Assýríumanna, sendi til allra, sem bjuggu í Persalandi, og til allra, sem bjuggu þar fyrir vestan, sem bjuggu í Kilikiu, í Damaskus, á Líbanon og Anti-Libanon, og til allra sem bjuggu við sjóinn,8og til þeirra meðal Karmels þjóða, og í Gíleað, og í efri Galileu og á því mikla sléttlendi Esdrelom,9og til allra í Samaríu og hennar stöðum, og hinumegin Jórdanar, allt að Jerúsalem og Betane og Kellus og Kates, og allt að Egyptalandsfljóti, og allt til Tafne og Ramesse, og í öllu Gesem (Gósenlandi)10allt upp fyrir Tanis og Memfis, og til allra sem bjuggu í Egyptalandi, allt að Mórlands landamerkjum.11En allir innbúar allrar jarðarinnar forsmáðu orð Nebúkadnesars, kóngs Assýríumanna, og komu ekki til hans í hernaðinn, því þeir voru ekki hræddir við hann, heldur álitu hann sinn líka; og þeir sendu til baka frá sér hans sendimenn erindislausa með skömm.
12Þá reiddist Nebúkadnesar ákaflega öllum þessum sömu löndum, og sór við sitt hásæti og konungdóm að hefna sín á öllum héröðum Kilikíu og Damaskus og á Sýrlandi, að tortína með sínu sverði öllum innbúum Móabslands og sonum Ammons og öllu Júdalandi, og öllum í Egyptalandi, allt að takmörkum beggja hafanna.13Og réðist með sínum her á Arfaxad kóng á 17da ári, og vann sigur í orrustunni við hann, og rak á flótta allan Arfaxads her, og alla hans hesta, og alla hans vagna,14og tók undir sig hans staði, og kom allt til Ekbatana, og vann turnana, og eyðilagði hennar stræti, og gjörði hennar dýrð að svívirðing,15og hertók Arfaxad á fjallinu Rogau, og rak í gegnum hann sitt spjót, og fyrirfór honum á þeim sama degi.16Og hann sneri með þeim aftur til Niníve, hann og allur hans hópur, mjög mikill fjöldi stríðsmanna; og þar tók hann hvíld, og hélt gestaboð, hann og hans stríðsher, í hundrað og 20 daga.

V. 3. a. Grundv: lét turnana hafa þessa breidd neðst.