Áminning að halda páska.

1Til hljóðfærameistarans, eftir Gítit; af Asaf.2Syngið með fögnuði fyrir Guði, vorum styrkleika! fagnið fyrir Jakobs Guði!3Hefjið lofsönginn, sláið trumburnar og þau líflegu hljóðfæri og hörpu.4Blásið í básúnuna, þegar tungl kemur og fyllist á vorum hátíðisdegi.5Því þetta er siður í Ísrael, boðorð Jakobs Guðs.6Þetta gjörði hann að reglu í Jósep, þá hann fór á móti Egyptalandi. Rödd þess sem eg ekki þekki, kemur mér til eyrna.7„Eg tók hans herðar undan byrðinni, hans hendur fríuðust frá körfunum,8þú kallaðir í neyðinni og eg fríaði þig, eg bænheyrði þig frá (mínu) þrumuskýi, eg reyndi þig hjá Meríbavatni. (Málhvíld).9Heyr, mitt fólk! eg vil vitna þín á meðal, ó, að þú vildir heyra mig, Ísrael!10Enginn Guð útlendra sé þín á meðal, ei skaltu tilbiðja útlanda Guði!11Eg er Drottinn þinn Guð, sem útleiddi þig af Egyptalandi; ljúk þínum munni vítt í sundur, eg mun fylla hann.12En mitt fólk heyrði ekki mína raust, og Ísrael vildi ekki hlýða mér.13Svo ofurgaf ég þá þverúð þeirra hjartna, að þeir gengu eftir sínu eigin ráði.14Ó! að mitt fólk vildi heyra mig! að Ísrael vildi ganga á mínum vegum.15Þá skyldi eg innan skamms auðmýkja þeirra óvini, og snúa minni hendi mót þeirra mótstöðumönnum.16Þeir sem hata Drottin, skyldu fyrir honum hræsna, en lukka (Guðs fólks) skyldi vara eilíflega,17eg skyldi fæða það á hveitisfitu, og metta þig með hunangi af hellunni.“