Esra les lögmálið fyrir fólkinu.

1Og allt fólkið safnaðist nú eins og einn maður á torgið, sem var andspænis vatnshliðinu og mæltu við Esra enn skriftlærða: að hann kæmi fram með lögmálsbók Mósis, sem Guð hafði sett Ísrael.2Og frambar presturinn Esra, á fyrsta degi þess 7da mánaðar, lögmálið fyrir samkomuna, svo vel karl sem konu, og alla sem vit höfðu á eftir að taka,3og las það upp á torginu fyrir framan vatnsportið frá birtingu og allt til miðdegis, fyrir körlum og konum og þeim sem skilning höfðu, og allra eyru hneigðu sig að lögmálsbókinni.4Esra, enn skriftlærði stóð á háum tréstól, sem menn höfðu gjört til þess; en honum við hægri hlið stóðu Matitia, Sama, Anaia, Uria, Hilkia og Maeseia, en Fedaia, Misael, Malkia, Hasum, Hasbuddana, Sakaria og Mesullam við hans vinstri.5Sá skriftlærði Esra lauk upp bókinni í augsýn alls fólksins, því hann stóð hærra en allt fólkið, og þegar hún var opnuð, stóð allt fólkið upp.6Og Esra lofaði Drottin, þann mikla Guð, og allt fólkið svaraði: Amen, amen! í því það fórnaði upp höndunum, beygðu sig og féllu fram á sínar ásjónur til jarðar fyrir Drottni.7Jesúa, Bani, Serebia, Jamin, Akub, Sabtai, Hodia, Maeseia, Klita, Asaria, Jósabad, Hanan og Felaia og Levítarnir útþýddu lögmálið fyrir fólkinu, en fólkið stóð kyrrt á sínum stað.8Og þeir lásu skýrt í Guðs lögmálsbók og gáfu útskýringar og útlögðu undir eins og þeir lásu.
9Og Nehemía, sem var landshöfðingi, og Esra, sem var prestur og skriftlærður og Levítarnir sem kenndu fólkinu, sögðu til gjörvalls lýðsins: þessi dagur er helgaður Drottni yðar Guði. Verið hvörki syrgjandi né grátandi! því allt fólkið grét þegar það heyrði lögmálið.10Og hann sagði til þeirra: etið hið feita og drekkið hið sæta og sendið skerf til þeirra sem ekkert hafa tilreitt, því þessi dagur er heilagur fyrir Drottni vorum, verið ekki sorgbitnir, gleði í Guði sé yðar hæli.11Levítarnir þögguðu niður grát fólksins og sögðu: hættið þér að gráta, því þessi dagur er heilagur, verið því ekki sorgbitnir,12og allt fólkið fór nú til að eta og til að drekka og sendu skerfi og héldu mikla gleðihátíð, því þeir höfðu skilið þau orð, er menn höfðu kunngjört þeim.
13Deginum eftir söfnuðust yfirmenn ætta alls fólksins, prestarnir og Levítarnir til Esra ens skriftlærða, til að skyggnast inn í orð lögmálsins.14Og fundu þeir að skrifað var í lögmálinu af Móses eftir Guðs skipan, að Ísraelsbörn ættu að búa í laufskálum a) á hátíðinni í sjöunda mánuðinum.15Þeir ættu að kunngjöra og boðskap láta útganga um allar þeirra borgir og í Jerúsalem svolátandi: farið út til fjallsins og komið með viðsmjörsviðarblöð, viðsmjörsviðargreinir, myrtusviðargreinir, pálmaviðargreinir, og greinir af þéttlaufguðum trjám, til að byggja laufskála, samkvæmt því sem fyrirskrifað er.16Fólkið fór út og kom með þetta, og bjuggu þeir sér til laufskála hvör á sínu þaki, og í forgörðum sínum, og í forgörðum Guðs húss, og á torginu við vatnshliðið og við Efraimshlið.17Og allur múgurinn sem aftur var kominn úr herleiðingunni, byggðu laufskála og bjuggu í laufskálum; því allt frá dögum Jósúa Nunssonar og allt til þessa dags, höfðu Ísraels menn ekki gjört það. Og varð það mikil gleði.18Og menn lásu í lögmálsbók Guðs dag eftir dag, frá fyrsta deginum til ens síðasta. Þeir héldu hátíðina í 7 daga og á 8da deginum hátíðarsamkomuna eins og vera átti b).

V. 14. a. 3 Mós. 23,34. V. 18. b. Sjá 3 Mós. 28,36. 4 Mós. 29,35.