Lofkvæði Habakuks.

1Lofkvæði Habakuks spámanns, eftir söngvísunum:
2Drottinn, eg heyrði þitt atkvæði, og skelfdist. Halt, Drottinn, þínu verki við lýði, hvörsu sem árin breytast! gjör það opinbert, þegar stundir framlíða! Minnst á miskunnsemina mitt í reiðinni!3Guð kom frá Teman, sá hinn heilagi kom frá Paransfjalli—(hvíld!)—Hans vegsemd byrgði himininn, og hans ljómi fyllti jörðina.4Hans skin var sem ljós; geislar stöfuðu úr hendi hans; þar var hans dýrð fólgin.5Fram undan honum gekk drepsótt, og vargar fylgdu á eftir honum.6Hann nam staðar, og jörðin titraði; hann litaðist um, og þjóðirnar skulfu; þau hin eilífu fjöll klofnuðu sundur, hinar fornu hæðirnar sukku niður, þar sem hann gekk forðum daga.7Eg sá býli Blálendinga í angist; tjöldin í Midíanslandi bifuðust.8Ertú, Drottinn, reiður vatnsföllunum? Er þín bræði upptendruð móti fljótunum? þín heift í gegn hafinu? þar sem þú ekur með hesta þína á þínum sigurvagni.9Þinn bogi var nakinn, og lagður til hæfis; veldissprotar Amorítanna brotnuðu—(hvíld!)—Jörðin lætur vatnsföll framspretta.10Fjöllin sáu þig, og skulfu; steypiregn dundi yfir: vatnageimurinn lét heyra sína raust, og rétti hendur sínar í loft upp.11Sól og tungl stóðu kyrr á stöðvum sínum: þau hurfu fyrir ljósi þinna örva, og fyrir ljómanum þinna leiftrandi spjóta.12Í þinni reiði gekkst þú fram í landinu, og niðurtróðst þjóðirnar í þinni heift. Þú gekkst fram, til hjálpar þínu fólki, til hjálpar þínum smurða; þú lagðir að velli flokksforingja hinna óguðlegu, og afklæddir þá frá hvirfli til ilja—(hvíld)—.14Með stafsprotum hans (þíns smurða, eða, Ísraelslýðs) gegnumstakkst þú höfuð hershöfðingja þeirra, er geystust fram til að tvístra oss; þeir hlökkuðu til, að geta líka sem uppetið aumingjann í hreysi sínu.15Þú fórst með hesta þína gegnum hafið, gegnum mörg ólgufull vötn.
16Þá eg heyrði (atkvæði Drottins), titraði mitt hjarta: mínar varir skulfu við hans raust: hrollur kom í mín bein, og eg varð skjálfandi á fótum; því eg verð að þreyja til þess hörmungartíma, að sá, sem á að þrengja þjóðinni, gengur fram móti henni.17Þá mun fíkjutréð ekki blómgast, vínviðurinn engan ávöxt bera, gróði viðsmjörstrésins bregðast, akurlöndin enga fæðu gefa; þá mun sauðféð tekið verða úr fjárhúsunum, og enginn uxi eftir verða í nautahúsunum.18Samt vil eg gleðja mig í Drottni, og fagna í Guði, Frelsara mínum.19Drottinn hinn alvaldi er minn styrkur, hann gjörir mínar fætur, sem hindarinnar, og lætur mig komast upp á mínar hæðir; þá skal eg syngja lofsöng á mitt hljóðfæri.