Sama efni.

1Þá mælti Elísa: heyrið orð Drottins! svo segir Drottinn: á morgun um þetta leyti mun einn mælir hveitis kosta einn sikil, og tveir mælirar byggs einn sikil í Samaríu borgarhliði.2Þá svaraði riddari, við hvörs hönd kóngur studdist a) guðsmanninum, og mælti: mundi þetta geta skeð þó Drottinn gjörði glugga á himininn? og hinn mælti: þú munt sjá það með þínum augum, en ekki eta þar af.
3En þar voru fjórir holdsveikir menn við innganginn til borgarhliðsins, sem sögðu hvör við annan: hví dveljum vér hér þangað til vér deyjum?4Þó vér nú segðum: vér skulum ganga inn í borgina, þá er þar hungur; og ef vér erum hér, deyjum vér. Og komið nú! látum oss strjúka í herbúðir enna sýrlensku; ef þeir láta oss lifa, svo lifum vér; og ef þeir deyða oss, svo deyjum vér.5Og svo tóku þeir sig upp í birtingunni til þess að komast í herbúðir sýrlenskra; og sem þeir komu að öðrum enda herbúða enna sýrlensku, þá var þar enginn maður,6því Drottinn hafði látið þann sýrlenska her heyra vagnagný og hestaþyt, eins og heyrist þar sem að fer mikill her, og hvör sagði við annan: sjá! nú hefir Ísraelskonungur leigt Hetítanna kónga, og kóngana af Egyptalandi móti oss, svo þeir yfirfalli oss.7Og þeir tóku sig upp og flýðu í birtingunni, og létu eftir sín tjöld, og sín hross og asna, og herbúðir eins og þær vóru, og flýðu til að forða lífinu.8Og sem enir holdsveiku komu til herbúðanna, gengu þeir í eitt tjald og átu og drukku, og tóku þaðan silfur og gull og klæði, og gengu burt og fólu það, og komu aftur og gengu í annað tjald, og tóku og svo þaðan, gengu burt og fólu.
9Þá sögðu þeir hvör við annan: þetta er ekki rétt gjört! þessi dagur er dagur góðs boðskapar; og ef vér þegum og bíðum þangað til á morgun í bítið, þá hittum vér sjálfa oss fyrir. Komum nú, látum oss fara og bera þessi tíðindi í kóngshúsið.10Og svo komu þeir, kölluðu til varðmannanna við borgarhliðið og sögðu þeim frá og mæltu: vér komum til herbúða enna sýrlensku, og sjá! þar var enginn maður, og ekki heyrðist mannsraust, en þar stóðu bundnir hestar og bundnir asnar, og tjöldin eins og þau voru.11Þeir kölluðu þetta til varðmanna borgarhliðsins, og þeir létu tíðindin komast í kóngsins hús.12Þá stóð konungur upp um nóttina og mælti til sinna manna: eg vil segja yður hvað sýrlenskir ætla nú að gjöra oss: þeir vita að vér erum hungraðir, og eru svo komnir úr herbúðunum, til að fela sig í fjöllunum, því þeir hugsa: þegar þeir ganga út úr borginni skulum vér hertaka þá lifandi, og brjótast inn í borgina.13Þá svaraði einn af hans mönnum, og mælti: taki menn þá 5 af þeim hestum sem eftir eru orðnir í staðnum (sjá! þeir eru sem allur fjöldi Ísraels, sem eftir er hér inni, sem allur Ísraels fjöldi hér inni, sem farinn er), vér skulum senda þessa, og vita hvað um er að vera.14Svo tóku þeir tvo vagna með hestum fyrir, og kóngur sendi þá eftir her sýrlenskra og mælti: farið og sjáið.15Og þeir fóru eftir þeim allt að Jórdan, og sjá! allur vegurinn var þakinn klæðum og áhöldum, sem sýrlenskir höfðu kastað frá sér á flóttanum. Og sendimenn komu aftur og sögðu kóngi frá.16Þá gekk fólkið út að ræna herbúðir sýrlenskra, og mælir hveitis kostaði einn sikil og tveir mælirar byggs kostuðu einn sikil eftir orði Drottins.17Og kóngurinn setti þann riddara, við hvörs hönd kóngurinn hafði stuðst í borgarhliðið; þá tróð fólkið hann undir í borgarhliðinu, svo hann dó, eins og guðsmaðurinn hafði sagt, þegar konungurinn kom til hans.18Það skeði nefnil. þegar guðsmaðurinn átti tal við kónginn og sagði: tveir mælirar byggs munu kosta sikil, og einn mælir hveitis sikil, á morgun um þetta leyti í Samaríu borgarhliði.19Þá svaraði riddarinn guðsmanninum og mælti: mun þetta geta skeð þó Drottinn gjöri glugga á himininn? Og hann mælti: þú munt sjá það með þínum augum, en ekkert þar af eta.20Og þetta kom fram við hann, fólkið tróð hann í sundur í borgarhliðinu, og hann dó.

V. 1. Sbr. v. 16. V. 2. a. 5,18. V. 16. Sbr. v. 1.