Postulinn hvetur til samlyndis, til guðrækilegrar gleði og ástundunar í öllu, sem gott er; hrósar Filippíborgarmanna örlæti við sig; ber kveðjur.

1Þar fyrir, mínir elskanlegu og ástfólgnu bræður! þér mín gleði og heiðurskóróna! haldið yður fast við Drottin, þér elskanlegir!2Evódiu og Syntykku áminni eg að þær séu samlyndar, sem kristnum ber;3einnig bið eg þig, minn trúlyndi meðbróðir! að þú takir þær að þér, því þær aðstoðuðu mig, þá eg boðaði náðarlærdóminn, ásamt með Klemens og öðrum mínum liðsmönnum, hvörra nöfn standa í lífsins bók.
4Gleðjið yður ávallt í Drottni; og enn aftur segi eg, gleðjið yður!5yðar hógværð verði öllum kunnug;6Drottinn er nálægur. Verið ekki hugsjúkir um nokkurn hlut, heldur látið í öllum hlutum yðar óskir koma fyrir Guð, í bænum og fyrirbeiðni ásamt með þakkargjörð.7Þá mun friður Guðs, sem yfirgengur allan skilning, halda yðar hjörtum og hugsunum stöðuglega við Jesúm Krist.8Enn framar, kærir bræður! hvað, sem satt er og sómasamlegt, hvað réttvíst er, hvað skírlíft er, hvað elskuvert er eður gott afspurnar, sé þar mannkostur eður fremd nokkur, gefið gaum að því.9Breytið eftir því, sem þér hafið lært og meðtekið og heyrt af mér og þér hafið séð mig gjöra; þá mun friðarins Guð vera með yður.
10næsta mjög gladdist eg í Drottni, að yðar hagur hefir svo batnað, að þér gátuð hugsað til mín; hvað eð þér að sönnu (alltaf) hafið gjört, en yður vantaði tækifæri.11Ekki segi eg þetta vegna minnar þarfar, því eg hefi lært að láta mér nægja það, sem fyrir hendi er.12Eg veit hvað það er að vera í niðurlægingu, eg veit og hvað það er að hafa allsnægtir; í einu og sérhvörju er eg reyndur orðinn, að vera mettur og að vera svangur, að hafa nægtir og líða skort.13Allt megna eg fyrir þess hjálp, sem mig styrkvan gjörir.14Engu að síður gjörðuð þér vel í því að taka þátt í minni þrengingu.15Þér vitið, og Filippíborgarmenn! að í upphafi kristniboðsins, þegar eg fór frá Makedoníu, að enginn söfnuður hefir miðlað mér neinu í gáfu og þágu nafni, nema þér einir.16Því þá eg var í Tessaloniku, senduð þér mér einu sinni, já, tvisvar, til nauðþurfta minna.17Ekki að mér væri svo umhugað um gjöfina, sem um ábata þann, er af henni flýtur í yðar sjóð.18Eg hefi meðtekið allt, og hefi yfirfljótanlega nóg, síðan eg meðtók það þér senduð með Epafródítusi, það ilmanda reykelsi, það Guði kæra og velþóknanlega offur.19En minn Guð mun uppfylla allar yðar þarfir af sinni dýrðlegu nægt vegna Jesú Krists.20Guði og Föður vorum sé vegsemd að eilífu. Amen.
21Heilsið sérhvörjum heilögum í Jesú Kristi. Yður heilsa bræðurnir, sem með mér eru.22Yður heilsa allir heilagir, en sérdeilis keisarans venslamenn.23Náðin Drottins vors Jesú Krists sé með yður öllum. Amen.

V. 2. Kap. 2,2. 1 Pét. 3,8. V. 3. Kap. 1,27. Sálm. 69,29. Dan. 12,1. Lúk. 10,20. Opinb. b. 3,5. 13,8. 20,12. V. 4. Sálm. 32,11. 2 Kor. 13,11. 1 Tess. 5,16. V. 6. Matt. 6,25.31. 1 Pét. 5,7. 1 Tím. 2,1. V. 7. Róm. 5,1. V. 8. Róm. 12,17. 13,13. V. 9. Kap. 3,17. Róm. 15,33. 2 Tes. 3,16. V. 11. 1 Tím. 6,8. V. 12. 1 Kor. 4,11. V. 13. Mark. 9,23. V. 14. Kap. 1,7. V. 17. Róm. 15,28. 2 Kor 9,6.12. V. 18. Kap. 2,25. Róm. 12,1. 1 Pét. 2,5. V. 19. 2 Kor. 9,8. V. 20. 1 Pét. 4,11. V. 21. 2 Kor. 13,12. V. 23. 1 Kor. 16,23.