Uppreisn gegn Drottins smurða til einkis, heilræði.

1Hví æða þjóðirnar? hví ígrundar fólk fánýtar ráðagjörðir a)?2Kóngar jarðarinnar rísa upp, og höfðingjarnir bera sín ráð saman móti Drottni og hans smurða,3og segja: „vér skulum slíta í sundur þeirra bönd og burtsnara þeirra fjötrum“.4Sá sem býr í himninum hlær, Drottinn gjörir að þeim gys.5Hann talar þeim þá til í bræði, skelfir þá í sinni heift, og segir:6eg hefi sjálfur smurt minn kóng yfir mitt heilaga fjall Síon.7Eg vil kunngjöra Herrans ályktun; hann sagði við mig: þú ert minn sonur, í dag ól eg þig.8Bið þú mig, og eg skal gefa þér þjóðirnar að erfð, og jarðarinnar enda til eignar.9Þú skalt sundur slá þá með járnspíru, eins og leirker skaltu þá sundurmola.10Og verðið nú hyggnir, þér kóngar! látið yður segjast, þér jarðarinnar dómendur!11þjónið Drottni með ótta, og fagnið með lotningu.12Mynnist við Soninn, að hann ekki reiðist og þér tortínist á yðar leið, því fljótt upptendrast reiði hans. Sælir eru þeir allir sem honum treysta.

V. 1. a. Postg. 4,52. V. 7. Postgb. 13,33. Ebr. 1,5.