Sáls óhlýðni.

1Og Samúel sagði við Sál: Drottinn sendi mig til að smyrja þig til kóngs yfir sitt fólk yfir Ísrael; og hlýð nú orðum Drottins.2Svo segir Drottinn allsherjar: eg hefi séð það sem Amalekítar f) hafa gjört Ísrael, hvörsu þeir settu sig í veg fyrir Ísrael þá hann fór út af Egyptalandi.3Legg þú nú af stað, og slá Amalek, og eyðilegg allt sem honum tilheyrir, og þú skalt ekki hlífa honum, og drep þú svo mann sem konu, svo barn sem brjóstmylking, svo uxa sem sauð, svo úlfalda sem asna.4Þá kallaði Sál fólkið, og kannaði herinn í Telaim, 2 hundruð þúsund manns af fótgönguliði, og 10 þúsund manns af Júda.
5Og Sál kom allt að stað Amaleks og setti launsátur a) í dalinn.6Og Sál sagði til Kenitanna: farið, víkið, leggið burt úr flokki Amalekíta, að eg ekki eyðileggi yður með þeim, því þér hafið sýnt Ísraelssonum góðsemi þegar þeir fóru úr Egyptalandi. Og svo viku Kenítar úr liði Amaleks.7Og Sál hrakti Amalek frá Hevíla allt til Súr, sem liggur gegnt Egyptalandi.8Og hann tók Agag kóng Amalekíta lifandi, en eyðilagði allt fólkið með sverðseggjum.9Og Sál og fólkið vægði Agag og þeim bestu sauðum og nautum og því sem gekk þeim næst, og lömbum og öllu sem gott var, og þeir vildu ekki eyðileggja það; en allt sem var lélegt og ónýtt það eyðilögðu þeir.
10Þá kom orð Drottins til Samúels og sagði:11mig iðrar þess að eg gjörði Sál að konungi, því hann hefir snúið sér frá mér og ekki hlýtt mínum orðum og Samúel reiddist og kallaði til Drottins alla nóttina.12Og Samúel reis snemma að hitta Sál um morguninn. Og Samúeli var sagt: Sál er komin til Karmel, og sjá! hann reisir sér minnismerki b), og hefir svo snúið ferðinni þaðan og er genginn lengra, þ. e. til Gilgal.13Og er Samúel kom til Sál, mælti Sál til hans: blessaður sért þú af Drottni c)! eg hefi gjört fullnustu Drottins orði.14Og Samúel mælti: hvaða sauðajarmur er þá fyrir mínum eyrum, og hvaða nautabaul, sem eg heyri?15Og Sál mælti: frá Amalekítum kom eg með þau, af því að fólkið hlífði þeim bestu sauðum og nautum til að offra þau Drottni þínum Guði; en hið annað höfum vér eyðilagt.16Og Samúel mælti til Sál: bíddu meðan eg kunngjöri þér það, sem Guð hefir talað við mig í nótt. Og hann sagði við hann: tala þú!
17Og Samúel mælti: er ekki svo, meðan þú varst lítill í þínum augum, svo varstu gjörður höfðingi Ísraels ættkvísla og Drottinn smurði þig til kóngs yfir Ísrael;18og Drottinn sendi þig og sagði: far þú og eyðilegg syndarana, Amalekíta, og berstu við þá þangað til þú upprætir þá;19en hvarfyrir hefir þú ekki hlýtt Drottins rödd, og hefir kastað þér yfir herfangið og gjört illt í augum Drottins?20Og Sál mælti til Samúels: eg hefi hlýtt rödd Drottins, og hefi farið þann veg sem Drottinn sendi mig, og hefi komið hingað með Agag Amalekíta kóng, og eyðilagt Amalekítana.21En fólkið hefir tekið af herfanginu sauði og naut, það besta af því bannfærða, til að fórnfæra það Drottni þínum Guði í Gilgal.22Og Samúel mælti við Sál: hefir Drottinn lyst á brennifórn og sláturfórn eins og á hlýðni við sig (Drottin)? sjá! hlýðni er betri en offur; gaumgæfni betri en feiti hrútanna,23því þrjóska er galdraglæpur og einþykkni afguðadýrkun, þess vegna fyrst þú hefir burtsnarað Drottins orði, svo hefir hann burtsnarað þér, að þú sért ekki framar konungur d).24Og Sál sagði til Samúels: eg hefi syndgað, að eg yfirtróð Drottins boð og þín orð; því eg óttaðist fólkið og heyrði þess rödd.25Og fyrirgef mér nú mína synd, og snú þú við með mér, að eg tilbiðji Drottin.26Og Samúel sagði við Sál: eg sný ekki við með þér; þar eð þú hefir burtsnarað Drottins orði, svo mun Drottinn burtsnara þér að þú sért ekki framar kóngur yfir Ísrael.27Og svo sneri Samúel sér til að fara af stað, þá greip hann (Sál) í lafið á hans skikkju og reif sundur.28Þá mælti Samúel til hans: í dag hefir Drottinn rifið konungdóminn frá þér a) og gefið hann öðrum sem er betri en þú.29Ekki lýgur heldur Ísraels athvarf, og iðrast ekki, því hann er ekki maður að hann iðrist b).30Og hann (Sál) mælti: eg hefi syndgað! heiðra mig samt í augsýn hinna elstu af mínu fólki, og frammi fyrir Ísrael; og snú nú við með mér, að eg tilbiðji fyrir Drottni þínum Guði.31Þá sneri Samúel við (og kom á) eftir Sál, og Sál tilbað frammi fyrir Drottni.
32Og Samúel mælti: færið mér Agag, Amalekskonung, og Agag kom til hans kátur og mælti: dauðans beiskja er vissulega farin!33Og Samúel mælti: eins og þitt sverð hefir gjört konur barnlausar, svo sé þín móðir, konum framar c), barnlaus! Og Samúel hjó Agag í stykki fyrir Drottni í Gilgal.34Svo fór Samúel til Rama og Sál fór heim í sitt hús í Gíbea Sáls.35Og Samúel sá ekki Sál upp frá því til síns dauðadags, því Samúel var sorgmæddur út af Sál, og Drottinn iðraði þess að hann hafði gjört Sál konung yfir Ísrael.

V. 2. f. Ex. 17,8. Núm. 24,20. Devt. 25,17. V. 5. a. Jós. 8,2. Dóm. 20,29. V. 7. 1 Mósb. 25,18. V. 12. b. 2 Sam. 18,18. Es. 56,5. V. 13. c. Dóm. 17,2. Rut. 3,10. V. 23. d. Kap. 16,1. V. 28. a. Kap. 28,17. 1 Kóng. 11,11. V. 29. b. Núm. 23,19. V. 33. c. Aðr. (meðal kvenna).