Ennþá um Elísa.

1En Naaman, hershöfðingi Sýrlandskonungs, var í miklum metum hjá sínum herra og nafnkenndur maður; því Drottinn gaf sýrlenskum sigur fyrir hans dugnað; og maðurinn var hetja en holdsveikur.2Og sýrlenskir höfðu farið herför í smáflokkum og hertekið í Ísraelslandi unga stúlku, sem þjónaði konu Naamans.3Hún sagði við hússmóður sína: æ! að hússbóndi minn væri kominn til spámannsins í Samaríu, þá mundi hann frelsa hann frá hans holdsveiki.4Þá gekk hann (Naaman) fyrir sinn herra og sagði honum frá þannig: svo og svo hefir stúlkan talað, sú úr Ísraelslandi.5Og Sýrlandskonungur sagði: legg þú af stað! eg skal senda bréf Ísraelskonungi. Og hann fór, og tók með sér 10 vættir silfurs og 6 þúsund sikla gulls, og 10 hátíðaklæði.6Og hann fór með bréf til Ísraelskonungs sem svo hljóðaði: Og nú þegar þetta bréf kemur til þín, sjá! þá sendi eg þér Naaman minn þjón, að þú frelsir hann frá hans holdsveiki.7En sem Ísraelskonungur hafði lesið bréfið, reif hann sín klæði, og mælti: er eg Guð a), að eg geti deytt og lífgað, að hann sendir til mín til að frelsa manninn frá hans holdsveiki? takið þó eftir og sjáið, að hann leitar saka við mig b)!
8En er guðsmaðurinn Elísa heyrði, að konungurinn hefði rifið sín klæði, sendi hann til kóngsins og mælti: því hefir þú rifið þín klæði? komi hann til mín, og kannist við, að spámaður er í Ísrael.9Og svo kom Naaman með hestum og vögnum að Elísa hússdyrum og nam þar staðar.10Og Elísa sendi honum þessi boð: far þú og lauga þig 7 sinnum í Jórdan, svo mun hold þitt komast í samt lag aftur, og þú munt verða hreinn.11Þá varð Naaman reiður og fór burt og mælti: eg hugði að hann mundi koma út til mín, ganga að mér, og ákalla nafn Drottins síns Guðs, fara höndum um þann stað (sem veikur er) og þannig koma burt holdsveikinni.12Eru ekki fljótin í Damaskus, Amana og Farfar betri en öll vötn í Ísrael? get eg ekki laugað mig í þeim að eg verði hreinn? og hann snerist til ferðar sinnar og fór af stað í reiði sinni.13Þá gengu þjónar hans til hans, og töluðu við hann og mæltu: minn faðir! ef spámaðurinn hefði skipað þér eitthvað torvelt, mundir þú ekki hafa gjört það? hvörsu þá miklu heldur, er hann aðeins sagði: lauga þú þig, svo ertu hreinn!14Þá fór hann til, og dýfði sér 7 sinnum niður í Jórdan eftir orði guðsmannsins; og hans hold var aftur eins og unglingshold og hann varð hreinn.
15Þá hvarf hann aftur til guðsmannsins, hann og allur hans flokkur, og kom og gekk fyrir hann og mælti: heyr nú! eg hefi viðurkennt að enginn Guð er á allri jörðinni nema í Ísrael; og þigg þú nú gáfu af þínum þjóni.16Og hinn svaraði: svo sannarlega sem Drottinn lifir fyrir hvörjum eg stend, eg tek við engu! og hann lagði að honum að taka við, en Elísa færðist undan.17Og Naaman mælti: veri samt þjóni þínum leyfilegt að þiggja klyfjar tveggja múlasna af þessari (jörð) mold! því ekki mun þinn þénari hér eftir, færa öðrum guðum brennifórnir og slátursfórnir, heldur Drottni.18Það eina verður Drottinn að fyrirgefa þínum þjón, þegar minn herra gengur í Rimmons hús, til þess þar að biðjast fyrir, og styðst við mína hönd, og eg þá biðst fyrir í Rimmons húsi; þegar eg þá líka biðst fyrir í Rimmons húsi, svo vilda eg Drottin fyrirgæfi það þínum þénara.19Og hann sagði til hans: far þú í friði. Og hann fór í burtu frá honum svo sem eina mílu vegar.
20Þá þenkti Gíhesi, þénari Elísa guðsmannsins; sjá! minn herra hefir vægt Naaman þeim sýrlenska, og ekki tekið við neinu, sem hann kom með, af hans hendi; svo sannarlega sem Drottinn lifir, eg skal hlaupa eftir honum, og þiggja eitthvað af honum.21Og Gíhesi rann eftir Naaman hið skjótasta. Og sem Naaman sá mann hlaupa eftir sér, stökk hann af vagninum, og kom á móti honum, og mælti: gengur nokkuð að?22Og hinn svaraði: ekkert gengur að! en herra minn gjörir þér þessa orðsendingu: sjá! einmitt nú komu til mín tveir ungir menn frá Efraimsfjöllum, af sonum spámannanna: gefðu þeim 1 vætt silfurs og tvennan hátíðaklæðnað.23Og Naaman sagði: vertu svo góður að þiggja 2 vættir, og hann lagði að honum, og batt tvær vættir silfurs í tveimur sekkjum, og tvenn hátíðaklæði, og fékk það tveimur sínum þénurum, að þeir bæru það fyrir honum.24En sem hann kom á hæðina, tók hann við þessu úr þeirra höndum, og geymdi þar í húsi, og lét mennina frá sér, og fóru þeir sína leið.25En hann kom heim og gekk fyrir sinn herra. Þá sagði Elísa við hann: hvaðan kemur þú Gíhesi? og hann svaraði: þinn þjón hefir ekkert farið.26Og hann sagði við hann: mitt hjarta var ei að heiman farið, þegar maðurinn gekk úr sínum vagni móti þér. Er nú tími til að taka við silfri og klæðum, olíuvið og víngörðum og sauðum og nautum og þrælum og ambáttum?27svo festist nú Naamans holdsveiki við þig og þína ætt að eilífu! og hann gekk út frá honum hvítur sem snjór af holdsveiki a).

V. 7. a. Gen. 30,2. b. 1 Kóng. 20,7. V. 17. Þessari mold. Líkl. gulli og silfri. V. 26. Mitt hjarta etc: meiningin: Eg var með sjálfum mér þegar eg varð þess var að Naaman gekk á móti þér. V. 27. a. Ex. 4,6. Núm. 12,10.