Jesús rekur djöful út. Læknar sjúka.

1Þeir komu yfirum sjóinn í hérað þeirra Gadaramanna;2og strax, sem hann var stíginn af skipi, hljóp móti honum maður nokkur, kvalinn af óhreinum anda;3hann kom úr gröfum dauðra manna, hvar hann hafði aðsetur sitt, og var svo óður að ekki tjáði að setja hann í fjötur;4því oft hafði hann verið bundinn með fjötrum og hlekkjum, en hann sleit af sér hlekkina og braut fjöturin, og enginn gat ráðið við hann;5um allar nætur og daga var hann á fjöllum, eður í gröfum dauðra manna, hrein og lamdi sjálfan sig með grjóti.6Nú er hann sá Jesúm álengdar, hljóp hann þangað, heilsaði honum, kallaði hátt og mælti:7hvað hefi eg með þig að gjöra, Jesús, Sonur Guðs ens hæsta? eg særi þig við Guð, að þú kveljir mig ekki.8(því Jesús hafði skipað þeim óhreina anda að fara út af honum).9Þá spurði Jesús hann að nafni, en hann segir: L e g í ó a heiti eg; því vér erum margir.10Þá bað hann Jesúm innilega, að hann ekki ræki þá burt úr því héraði.11En þar var við fjallið stór svínahjörð á beit;12þá báðu djöflarnir hann, að hann vildi leyfa þeim að fara í svínin.13Jesús leyfði þeim þetta strax, og fóru hinir óhreinu andar í svínin, og öll hjörðin hljóp fyrir björg ofan í sjóinn, og kafnaði þar; var það hér um tvö þúsund svína;14en þeir, er gættu þeirra, flýðu, og sögðu frá þessu bæði í borginni og á landsbyggðinni.15Þá fóru menn að sjá, hvað skeð hafði, komu til Jesú, og sáu þar þann djöfulóða sitjanda, klæddan og heilvita, þann, er djöflasægurinn hafði í verið.16Við þetta urðu þeir hræddir, en þeir, sem við höfðu verið, sögðu þeim, hvörnig farið hefði bæði fyrir þeim óða og svínunum.17Þá báðu þeir hann, að hann færi úr þeirra héröðum.18Nú er hann steig á skip, beiddi sá, sem óður hafði verið, hann leyfis að fara með honum;19þessa synjaði Jesús honum, og sagði: far þú heim til þín og þinna, og skýr þeim frá, hvað mikið gott Guð hefir gjört þér, og hvörsu hann hefir miskunnað þér.20Hann fór og skýrði frá því í Dekapólí, sem Jesús hafði gjört við hann, og undruðust það allir.
21Þegar Jesús var kominn yfir um á skipinu aftur, safnaðist að honum mikill mannfjöldi, var hann þá staddur við sjóinn.22Þangað kom til hans einn af samkunduhöfðingjunum, er hét Jaírus, og þegar hann sá Jesúm, féll hann til fóta honum,23og bað hann mjög innilega og sagði: dóttir mín er að fram komin; kom og legg hendur þínar yfir hana, svo henni batni; þá mun hún lifa.24Jesús fór með honum; honum fylgdi múgur manns, er þrengdi sér að honum.25Þar var kona nokkur, sem um tólf ár hafði verið sjúk af blóðláti;26hún hafði mikið þolað af mörgum læknum, og kostað þar til aleigu sinni, og þó ekki batnað, heldur varð henni æ þyngra.27Hún hafði heyrt frá Jesú, kom í mannþrönginni að baki honum, og snart klæði hans;28því hún hugsaði, að gæti hún snert þau, mundi hún heil verða.29Og strax stöðvaðist blóðlát hennar, og hún fann á sér, að hún var heil orðin meina sinna.30Strax fann Jesús á sér, að kraftur var út af honum genginn, snerist við í mannþrönginni, og spurði, hvör hefði hrært við klæðum hans?31Þá tóku lærisveinar hans til orða: þú sér að mannfjöldinn þrengir að þér, og þó spyr þú: hvör hafi hrært við þér?32Þá skyggndist Jesús um eftir þeirri, sem þetta hafði gjört,33en hún var hrædd og skjálfandi, því hún vissi, hvað við sig hafði framfarið; kom og féll fram fyrir hann, og sagði allt hið sanna.34Þá mælti hann: dóttir! þín trú hefir hjálpað þér; far í friði, og vert heil sjúkleika þíns!35En er hann var þetta að mæla, komu menn frá heimili samkunduhöfðingjans, er sögðu: dóttir þín er látin, því viltú ómaka framar Meistarann?36Strax er Jesús heyrði þessa fregn, mælti hann við samkunduhöfðingjann: vertú óhræddur! trú þú einungis.37Og nú leyfði hann engum að fylgja sér, nema Pétri, Jakobi og Jóhannesi bróður Jakobs.38Þegar hann kom í hús samkunduhöfðingjans, og sá þar ys mikinn, og þá, er grétu og æptu mjög,39sagði hann við þá: því hrínið þér og grátið? mærin er ekki dauð, heldur sefur hún;40en þeir hlógu að honum. Síðan bauð hann öllum að fara út og tók með sér föður og móður stúlkunnar, og þá, sem með honum voru, og gekk inn þangað, sem barnið var,41tók í hönd þess og mælti: T a l i t a—kúmí! það þýðir: stúlka! eg skipa þér, rís þú upp!42Og jafnskjótt reist stúlkan upp, og tók að ganga; en hún var tólf ára að aldri.43Þá undruðust þeir næsta; en hann bannaði þeim alvarlega að láta nokkurn fá þetta að vita, og bauð að gefa henni mat.

V. 1–20, sbr. Matt 8,28–34. Lúk. 8,26–39. V. 9. a. Legíó var rómverskur herflokkur, hvar í oftast voru yfir 6000 manns. V. 21–43, sbr. Matt. 9,1.18–26. Lúk. 8,41–56.