Undur hjá Filisteum vegna arkarinnar.

1En Filistear höfðu tekið Guðs örk og flutt hana frá Ebeneser til Asdod a).2Og Filistear tóku Guðs örk og fluttu hana í Dagons hús og settu hana hjá Dagon,3og þegar þeir í Asdod risu snemma næsta morgun, sjá! þá lá Dagon á sínu andliti á jörðu (gólfinu) fyrir framan Drottins örk. Og þeir tóku Dagon og settu hann aftur á sinn stað.4Og þá þeir annars dags fóru snemma á fætur, sjá! þá lá Dagon á sínu andliti á jörðu fyrir framan Drottins örk; og höfuð Dagons og hendur voru báðar afbrotnar við þrepskjöldinn; einasta var eftir hið annað af Dagon.5(Því stíga Dagons prestar og allir sem innganga í Dagons hús ekki á þrepskjöld Dagons húss í Asdod, allt til þessa dags);6og hönd Drottins lá þung á Asdodítunum, og hann eyðilagði þeirra land og sló þá með kýlum b), Asdod og hennar hérað.7Og er fólk í Asdod sá að það gekk svoleiðis til, sögðu þeir: örk Ísraels Guðs skal ekki hjá oss vera, því hörð er hans hönd á oss og á Dagon vorum Guði.
8Þá gjörðu þeir út sendimenn, og samansöfnuðu öllum Filistea höfðingjum til sín, og sögðu: hvað eigum vér að gjöra við Ísraels Guðs örk? og þeir sögðu: farið með örk Ísraels Guðs til Gat. Og þeir fluttu þangað örk Ísraels Guðs.9Og það skeði, eftir að hún var þangað flutt, að þá kom hönd Drottins yfir staðinn, mikið stór skelfing, og hann sló staðarfólkið svo smáa sem stóra, svo að á þeim hlupu upp kýli.10Þá sendu þeir Guðs örk til Ekron. Og þegar Guðs örk kom til Ekron c) þá kveinuðu þeir í Ekron og sögðu: þeir hafa flutt til mín Ísraels Guðs örk til að deyða mig og mitt fólk.11Þá gjörðu þeir út sendimenn og samansöfnuðu öllum Filisteahöfðingjum og sögðu: sendið burt örk Ísraels Guðs, svo hún komist á sinn stað og deyði mig ekki og mitt fólk, því dauðleg hræðsla var í öllum staðnum; þung var Guðs hönd þar.12Og fólkið sem ekki dó, var slegið með kýlum og óp staðarins sté upp til himins.

V. 1. a. Jós. 15,46.47. 1 Makk. 10,83. Postgb. 8,40. V. 6. b. Devt. 28,27. Sár bak til eða lendasæri (gylliniæð). V. 10. c. Jós. 15,46.