Lofgjörð Drottins.

1Lofsálmur. Öll veröldin fagni fyrir Drottni! þjónið Drottni með fagnaði.2Komið fyrir hans augsýn með gleði!3Viðurkennið að Drottinn sé Guð; hann hefir skapað oss, og vér erum hans, hans fólk og sú hjörð sem hans haglendis.4Gangið inn um hans anddyri með þakkargjörð, inn á hans forgarð með lofgjörð, þakkið honum, vegsamið hans nafn!5Því góður er Drottinn, eilíf hans miskunnsemi, og frá kyni til kyns hans trúfesti.