Guðs gæska og veldi.

1Til hljóðfærameistarans. Lofsálmur Davíðs.2Þú, ó Guð! átt skilið trúnaðartraust og lofsöng á Síon! þér skulu heitin greiðast.3Þú ert sá sem heyrir bænir, til þín skal allt hold koma.4Syndasektin er orðin mér of þung, fyrirgef þú vorar yfirtroðslur.5Sæll er sá sem þú útvelur, og lætur koma nálægt þér, svo hann megi búa í þínum forgarði. Ó! metta oss með unaðsemd þíns húss, þíns helga musteris.6Dásamlega svarar þú oss í náð, vors frelsis Guð! þú sem ert hæli allra þeirra er búa við jarðarinnar enda, ellegar langt í burtu við hafið.7Hann festir fjöllin með sínum krafti og umgirðir sig með mætti.8Hann stöðvar hafsins ólgu, bylgnanna æði og fólksins buldur.9Og þeir sem búa á útköntunum, óttast þín teikn. Þú lætur allt fagna sem útgengur, bæði kvöld og morgna.10Þú heimsækir jörðina og auðgar hana. Þú gjörir hana mikið ríka. Guðs lækir eru fullir af vatni. Korn tilbýr þú mönnunum til handa, þegar þú svoleiðis hefir undirbúið hana,11vökvað hennar plógför, jafnað hennar akurreinar, bleytt hana með regnskúrum, blessað hennar gróða!12þú krýnir árið með þinni blessan, og þín fótspor drjúpa af feiti,13beitilandið í eyðimörkinni er feitt og hæðirnar eru fögnuði umgirtar.14Sléttlendið er þakið fénaði, og dalirnir eru þaktir með korni, allt fagnar og syngur.