Líkþráareinkenni á mönnum og klæðum.

1Ennframar talaði Drottinn til Móses og Arons þannig:2Ef að kemur í hörund manns þroti, skurfa, eða blettur sem gljáir á, svo að það gefur grun um líkþráarinnar plágu, þá skal hann færast prestinum Aron eða einhvörjum öðrum af prestunum, sonum hans,3þegar presturinn hefir skoðað blettinn á hörundinu, og hárið í blettinum er orðið hvítt, og holdið er þar lægra en hörundið annars staðar, þá er það líkþrármerki, og þegar presturinn hefir skoðað hann, skal hann dæma hann óhreinan.4En ef hvítleitur blettur er (að sönnu) á hörundinu, en liggur þó tilsýndar ekki dýpra inn í holdið en hörundið annars staðar, og hárið í blettinum er ekki orðið hvítt, þá skal presturinn halda þeim, sem blettinn hefir, innilokuðum í sjö daga.5Á sjöunda degi skal presturinn skoða hann aftur. Ef honum sýnist þá bletturinn vera eins, og ekki hafa stækkað, skal hann aftur halda honum innilokuðum í sjö daga;6og þegar presturinn á sjöunda deginum hefir á ný skoðað hann, og sér að bletturinn er orðinn bleikari og hefir ekki etið sig víðar út, þá skal presturinn úrskurða manninn hreinan; það er þá kláði; maðurinn skal þvo klæði sín, og þá er hann hreinn.7En ef bletturinn breiðir sig víðar út um hörundið, eftir það að hann var skoðaður af prestinum og álitinn hreinn, þá skal hann aftur skoðast af prestinum,8og þegar hann þá skoðar hann og það sést, að bletturinn hefir etið sig út, þá skal presturinn úrskurða hann óhreinan; það er þá líkþrá.
9Ef líkþrárblettir eru á nokkrum manni, þá skal hann leiðast til prestsins;10sjái hann þegar hann skoðar manninn, að hvítur þroti er í hörundinu, sem hefir gjört hárin hvít, og skín inn í lifandi hold þar sem þrotinn er,11þá er líkþrá rótgróin í hans holdi, og presturinn skal úrskurða hann óhreinan og ekki inniloka hann, því hann er óhreinn.12En ef líkþráin skyldi sterklega hafa brotist út úr hörundinu, og líkþráin hylur allt hörundið frá höfði til fóta, svo mikið sem presturinn getur séð;13þegar presturinn hefir skoðað hann og sér að að líkþráin hylur allt hörundið, þá skal hann úrskurða líkþrána hreina, þegar hinn líkþrái er allur orðinn hvítur, þá er hann hreinn;14en þann dag sem sést í kvikt hold á honum, er hann óhreinn;15og þegar presturinn sér í kvikt hold, þá skal hann dæma hinn óhreinan. Hið kvika hold er óhreint; það er líkþrár(merki).16En ef hið kvika hold aftur hverfur og það verður hvítt, þá skal hann fara til prestsins.17Þegar presturinn er búinn að skoða hann; ef hann þá sér að útbrotin eru orðin hvít, þá skal hann úrskurða hann hreinan; hann er hreinn.
18Komi kýli á nokkurs manns hörund, og það grær,19en þar sem það stóð, verður eftir hvítur þroti, eða bleikrauður blettur, þá skal hann skoðast af prestinum.20Sýnist þá prestinum, þegar hann er búinn að skoða hann, að þar sé dæld í hörundinu, og að hárin í henni séu orðin hvít, skal hann dæma manninn óhreinan, vegna þess það er líkþrárblettur; líkþráin hefir brotist út í kýlinu.21En þegar presturinn er búinn að skoða hann, ef hann sér, að þar eru engi hvít hár, og hörundið ekki þar lægra en annars staðar og bletturinn bleikleitur, þá skal presturinn halda honum innilokuðum í sjö daga.22Ef bletturinn skyldi stækka töluvert, þá skal presturinn úrskurða hann óhreinan, það er þá líkþrárblettur.23En ef bletturinn er kyrr og ekki etur sig út, þá er það kýlisör og presturinn skal úrskurða manninn hreinan.
24Ef nokkur hefir brunablett á hörundinu og hvítt merki sést eftir brunann eða blettur rauðleitur eða hvítur;25þá skal presturinn skoða blettinn, og ef hann sér að hárin í blettinum eru orðin hvít, og dæld sýnist þar vera í hörundinu, þá hefur líkþrá brotist út í hörundinu eftir brunann, og presturinn skal dæma manninn óhreinan; líkþráarplágan er það.26En ef presturinn, þegar hann er búinn að skoða hann, sér að hárin eru ekki orðin hvít og þar er engi lægð í hörundinu, heldur einungis bleikari hörundsliturinn, þá skal presturinn inniloka hann í sjö daga,27og hann skal þá skoða hann á sjöunda deginum, og ef að hann þá sér að hann hefir breytt sig út í hörundinu, þá skal hann úrskurða manninn óhreinan, því það er líkþráarinnar plága.28En ef bletturinn er á sama stað (óumbreyttur) og hefir ekki læst sig víðar út, en er bleikleitur, þá er það þroti eftir brunann, og presturinn skal úrskurða hann hreinan, því það er brunaör.
29Fái maður eða kona blett í höfuð eða skegg,30þá skal presturinn skoða hann; sé þar, eftir útliti, dæld í hörundinu og hárið þar rauðgult og þunnt, þá dæmi hann þá skurfu óhreina, það er líkþrá í höfði eða í skeggi.31En ef að presturinn sér, þegar hann hefir skoðað þessa meinsemdarskurfu og hún eftir útliti stendur ekki dýpra en hörundið, en hárin í henni eru (samt) ekki svört, þá skal presturinn inniloka þann, sem pláguna hefir, í sjö daga,32en þegar presturinn hefir skoðað hann á þeim sjöunda degi og sér að skurfan hefir ekki etið sig út lengra og hárið í henni ekki er orðið rauðgult, og ekki lítur út að hún standi dýpra en hörundið annars staðar,33þá skal hann raka sig, en blettinn skal hann samt ekki raka, og presturinn skal aftur inniloka þann, sem skurfuna hefir, í sjö daga;34en þegar presturinn skoðar hana aftur á sjöunda degi og sér að hún hefir ekki víðar etið sig út í hörundið, og til að sjá, er engi dæld í hörundið (þar sem hún er), þá skal presturinn úrskurða manninn hreinan; hann skal þvo sín klæði, og svo er hann hreinn.35En ef að skurfan etur sig víðar út, eftir það að hann er úrskurðaður hreinn,36og presturinn, þegar hann skoðar hann, sér að skurfan hefir etið sig víðar, þá þarf hann ekki að rannsaka það nákvæmlega hvört hárið er orðið rauðgult; maðurinn er óhreinn,37en ef honum sýnist að skurfan sé við hið sama, og svart hár sprettur í blettinum, þá er skurfan læknuð; hann er hreinn og presturinn skal dæma hann hreinan.38Ef á hörund manns eða konu koma margir hvítir blettir,39og presturinn sér, þegar hann skoðar þá, að þeir eru bleikhvítir, þá er það hvíta veikin, er brotist hefir út í hörundinu, en maðurinn er hreinn.—40Þó að hár detti af nokkurs manns höfði baka til verður hann (að sönnu) sköllóttur, en er (samt) hreinn.41Detti hár af framhöfði hans, fær hann krúnuskalla, en er samt hreinn.42En ef bleikrauð skurfa kemur þar á sem hann hefir skallann í hnakkanum eða krúnunni, er það líkþrá sem er að brjótast út á hnakkanum eða krúnunni, þar sem skallinn er;43og þegar presturinn þá skoðar hann, og sér bleikrauða þrotameinsemd í skallanum, sem er að framan eða aftanverðu á höfðinu, er lítur út eins og hörundslíkþrá,44þá er maðurinn líkþrár og óhreinn, og presturinn skal úrskurða hann óhreinan; líkþráarplágan er í höfði hans.
45Sá sem af líkþránni er plágaður, hann skal ganga í sundurrifnum klæðum, vera með bert höfuð, hylja skegg sitt og hrópa: óhreinn, óhreinn!46Á meðan hann hefir þessa sjúkdómsplágu, skal hann álítast óhreinn, búa sér, og bústaður hans skal vera fyrir utan herbúðirnar.
47Ef líkþrárblettir sýna sig á nokkru fati, hvört það heldur er af ull eða líni,48hvört heldur það er á uppistöðunni eða fyrirvafinu á líninu eða ullinni, eða á skinni, eða nokkru því sem gjört er af skinni;49nefnilega ef grænleitur eða rauðleitur blettur kemur á fat, skinn, uppistöðu eða fyrirvaf eða nokkuð það, sem af skinni er gjört, þá er það líkþrárgalli, og skal presturinn skoða hann.50Þegar presturinn hefir skoðað blettinn, skal hann inniloka það, sem bletturinn er á í sjö daga;51og á sjöunda deginum skal hann aftur skoða hann; sjái hann að bletturinn hefir etið sig út í fatið, uppistöðuna, fyrirvafið, skinnið, eða þann hlut, sem af því var tilbúinn; þá er það illa kynjuð líkþrá, hluturinn er óhreinn.52Hann skal brenna fatið, hvört sem gallinn er í uppistöðunni eða fyrirvafinu, í ullu eða líni, og sérhvörn hlut úr skinni tilbúinn, sem þessi galli er á, því hann er illa kynjaðrar líkþrár merki og skal því sá hlutur í eldi brennast.53En ef presturinn sér að gallinn ekki hefir læst sig víðar út í fatið, uppistöðuna eða fyrirvafið, eða þann hlut, sem úr skinni er tilbúinn,54þá bjóði presturinn að menn þvoi það sem gallinn er á og læsi það inni aftur í sjö daga.55En ef hann sér þegar hann skoðar það eftir að það er þvegið, að gallinn lítur út til að vera við hið sama, þó hann hafi ekki etið sig víðar út, þá er hluturinn samt óhreinn og skal brennast; þar er skemmd komin, þar sem snoðið er á rétthverfunni eða úthverfunni.56En ef presturinn sér, þegar hann er búinn að skoða hlutinn að gallinn hefir minnkað, eftir að hann var þveginn, þá skal hann rífa blettinn burt af fatinu eða skinninu úr uppistöðunni eða fyrirvafinu.57En sýni hann sig aftur á fatinu, uppistöðunni eða fyrirvafinu, eða þeim hlut, sem af skinni er gjör, þá er það líkþrá sem er að brjótast út, og hluturinn, sem gallinn er á skal uppbrennast í eldi.58En ef sá ljóti galli fer burt af klæðinu, uppistöðunni eða fyrirvafinu, eða því sem af skinni er gjört, er þú áttir að þvo, þá skal þvo þetta á ný, og þá er það hreint.59Þetta er lögmálið um líkþráargalla á fatnaði af ullu eða líni í uppistöðu eða fyrirvafi, og hvörju því, sem af skinni er gjört, eftir hvörju það á að úrskurðast hreint eða óhreint.

V. 2. Prestar hjá Gyðingum höfðu eins og hjá egypskum nokkra verðslega makt og voru líka læknirar. Sbr. Lúk. 17,14. Matt. 8,5. V. 14. Úrskurða líkþrána hreina, nefnil. það sé ei saknæmt fyrir aðra að hafa umgengni við þann, sem hana hafði. V. 25. Í Egyptalandi og hjá Gyðingum var svo líkþrárhætt, að þar varð að brúka allan varhuga við ef hún átti ekki til meins að koma, ekki einungis fyrir þann sem hana fékk heldur og svo að aðrir út í frá ekki skyldu fá hana af honum. V. 34. Svo er hann hreinn, þ. e. hann má koma til musterisins og vera í sambúð við aðra menn. Sjá skgr. v. 25. V. 39. Hvíta veikin (á hebr. bókaka), þ. e. ekki fyrir aðra saknæm líkþráartegund. V. 45. Hylja skegg sitt, var sorgarmerki, hrópa óhr. óhreinn! átti sá líkþrái hrópa til þeirra sem honum mættu, svo þeir vöruðust að koma nærri honum, því í heitu löndunum eru sjúkdómar miklu næmari en hjá oss. Sjá skgr. v. 25. V. 58. Þá er það hreint, þ. e. má af mönnum brúkast og hagnýtast.