Jesús þvær fætur lærisveinanna; talar um auðmýkt og þann, sem mundi svíkja sig; um innbyrðis kærleika; Péturs afneitun.

1En fyrir páskahátíðina, þar eð Jesús vissi að hans stund var komin, að hann færi úr heiminum til Föðursins; og af því hann hafði elskað sína sem vóru í heiminum, elskaði hann þá til enda.2Og er kvöldmáltíðin var byrjuð og djöfullinn hafði nú þegar skotið í hjarta Júdasar Símonssonar frá Karíot, að svíkja hann,3og þó Jesús vissi, að faðirinn hefði gefið sér allt í hendur og að hann væri kominn frá Guði og færi til Guðs,4stóð hann upp frá kvöldmáltíðinni, lagði af sér klæðin, tók líndúk og girtist honum.5Eftir það hellti hann vatni í mundlaug og tók að þvo fætur lærisveinanna og þerra með líndúk þeim, hverjum hann var girtur.6Þá hann kom að Símoni Pétri, sagði þessi til hans: skyldir þú, Herra! þvo mínar fætur?7Jesús svaraði og sagði: þú skilur ekki nú það, sem eg gjöri, en þú munt vita það hér eftir.8Pétur svaraði: aldrei til eilífðar skaltú þvo mína fætur. Jesús svaraði: ef eg fæ ekki að þvo þig, erum við skildir að skiptum. Símon Pétur sagði þá til hans:9Herra! ekki einungis fæturna, heldur einnig hendur og höfuð.10Jesús sagði til hans: sá, sem þveginn er, þarf ekki að þvost nema á fótum, því hann er allur hreinn annars staðar11og þér eruð hreinir, en ekki allir; því hann þekkti þann, sem síðan sveik hann, þar fyrir sagði hann: þér eruð ekki allir hreinir.
12Þegar hann nú var búinn að þvo þeirra fætur og hafði tekið klæði sín, settist hann aftur til borðs og sagði við þá: skiljið þér hvað eg hefi gjört við yður?13Þér kallið mig Meistara og Herra og það er rétt, því eg em það.14Ef að eg þá, Meistarinn og Herrann hefi þvegið yðar fætur, eigið þér og að þvo hver annars fætur;15því eg gaf yður eftirdæmi, svo þér breytið, eins og eg breytti við yður.16Eg segi yður það satt: að þjóninn er ekki meiri en hússbóndinn; sá, sem sendur er, hann er ekki meiri en sá, sem sendi hann.17Ef þér skiljið þetta, þá eruð þér sælir, ef þér breytið svo.18Eg tala ekki um yður alla, eg þekki þá, sem eg hefi útvalið, en Ritningin verður að rætast: sá, sem etur brauð með mér, hefir lyft upp hælnum á móti mér.19Héðan af segi eg yður það, áður en það skeður, svo þegar það er framkomið, að þér þá trúið að eg em a).20Sannlega segi eg yður: hvör, sem meðtekur þann, sem eg sendi, sá meðtekur mig, en sá, sem meðtekur mig, hann meðtekur þann, sem sendi mig.21Þegar Jesús talaði þetta, komst hann mjög við og sagði: sannlega segi eg yður, einn af yður mun svíkja mig.22Þá litu lærisveinarnir hvör upp á og vissu ekki um hvörn hann talaði.23En þar var einn af hans lærisveinum, sem sat til borðs næst Jesú, sá, sem Jesús elskaði.24Símon Pétur benti þessum, að hann skyldi spyrja að, hvör sá væri, er Jesús talaði um.25Hann hallaði sér upp að Jesú brjósti og sagði við hann:26Herra! hvör er það? Jesús svaraði: sá er það, er eg mun gefa þann bita, er eg nú dýfi í; þá dýfði hann í bitanum og rétti að Júdasi Símonarsyni frá Karíot.27Og eftir þann bita fór Satan í hann. Þá sagði Jesús til hans: hvað þú gjörir, það gjör þú skjótt.28En enginn af þeim, sem til borðsins sátu, vissi í hvörju skyni hann sagði þetta;29því sumir héldu, af því Júdas hafði pyngjuna, að Jesús hefði sagt honum: kaup þú það, sem við þurfum til hátíðarinnar, ellegar, að hann skyldi gefa eitthvað fátækum.30Þegar Júdas hafði meðtekið bitann, gekk hann strax út, en þá var nótt.31Þegar hann var genginn út, sagði Jesús: nú er Mannsins Sonur dýrðlegur orðinn, og Guð er fyrir hann dýrðlegur orðinn.32Ef að Guð verður dýrðlegur fyrir hann, mun Guð sjálfur gjöra hann dýrðlegan, og nú strax mun hann kunngjöra hann dýrðlegan.33Kæru börn! eg verð nú héðan af skamma stund hjá yður; þér munuð leita mín og eins og eg sagði Gyðingunum, segi eg yður nú: þér getið ekki komist þangað, sem eg fer.34Eg gef yður nýtt boðorð, að þér elskið hvör annan; eins og eg elskaði yður, að þér elskið hvör annan.35Af því munu allir sjá, að þér eruð mínir lærisveinar, ef að þér elskist innbyrðis.36Símon Pétur ansaði honum: Herra! hvört ætlar þú að fara? Jesús svaraði honum: þangað, sem eg fer, getur þú ekki fylgt mér nú; en seinna meir muntú fylgja mér.37Pétur sagði til hans: Herra! hvörs vegna get eg ekki fylgt þér nú strax? eg vil voga lífi mínu fyrir þig.38Jesús svaraði honum: muntú þá voga lífi þínu fyrir mig? sannlega, sannlega segi eg þér: haninn mun ekki gala fyrri enn þú verður búinn að afneita mér þrisvar.

V. 18. Sálm. 41,10. V. 19. a. Sá fyrirheitni. V. 33. Kap. 7,34. Kap. 8,21.