Rut kemur til Betlehem.

1Og það skeði, á þeim tímum er dómararnir stýrðu Ísrael, að hallæri var í landinu. Þá fór maður nokkur frá Betlehem í Júdea burt, til að taka sér bústað í Móabslandi, hann og hans kona og báðir hans synir.2En nafn mannsins var Elímelek, og nafn hans konu Noomi, og nafn hans beggja sona Malon og Kilion, Efratítar frá Betlehem í Júdea, og þeir komu í Móabsland, og staðnæmdust þar.3Þá dó Elímelek, maður Noomis, og hún var eftir með báðum sínum sonum.4Og þeir tóku sér móabítiskar konur; önnur hét Orpa en hin Rut, og þeir bjuggu þar, hér um bil 10 ár.5Þá dóu líka báðir, Malon og Kilion og konan var (lifði) ein eftir, báða synina og mann sinn.6Þá bjó hún sig til ferðalags, hún og hennar tengdadætur, og að fara til baka úr Móabslandi; því hún hafði frétt í Móabslandi, að Drottinn hefði rennt auga til síns fólks, að gefa því brauð.7Svo lagði hún af stað, þaðan sem hún hafði verið, og báðar hennar tengdadætur með henni; og þær fóru leiðar sinnar, til þess að hverfa aftur í Júdaland.8Þá mælti Noomi við báðar sínar tengdadætur: farið, snúið við, hvör fyrir sig í hús ykkar mæðra. Drottinn auðsýni ykkur gæsku *) eins og þið hafið sýnt þeim dánu og mér!9Drottinn gefi ykkur að þið finnið hvíld, hvör ykkar fyrir sig, í húsi síns manns *), og hún kyssti þær. Þá hófu þær upp sína rödd og grétu.10Og þær sögðu við hana: nei! með þér viljum við fara heim til þíns fólks!11og Noomi mælti: hverfið til baka, mínar dætur! hvörs vegna viljið þér með mér fara? eru enn nú synir í mínu skauti, að þeir geti orðið yðrir menn?12hverfið til baka, mínar dætur, farið! því eg er of gömul, til að eiga mann. Svo segi eg: já, þó eg hefði von um að eignast mann í kvöld, og þó eg fæddi syni,13vilduð þið þess vegna bíða þangað til þeir yrðu fulltíða, og inniloka ykkur og einkis manns (konur) verða? Nei, mínar dætur! mig hefir meiri raun heimsótt en ykkur, því móti mér hefir Drottinn útrétt sína hönd *),14og þær upphófu sínar raddir og grétu aftur. Þá kyssti Orpa sína tengdamóður, en Rut varð eftir hjá henni.15Og Noomi sagði: sjá! þín mágkona er snúin heim til síns fólks og síns Guðs; far þú og svo til baka, á eftir þinni mágkonu!16En Rut mælti: þreng þú ekki að mér að yfirgefa þig, að hverfa til baka frá þér; nei, hvört sem þú fer, þangað fer eg, og hvar sem þú náttar, þar nátta eg, þitt fólk er mitt fólk, og þinn Guð er minn Guð.17Hvar sem þú deyr, þar dey eg, og þar vil eg vera grafin; svo gjöri Drottinn við mig og enn framar *)! dauðinn (einn) skal aðskilja þig og mig!18Og þá Noomi sá að hún var einlæg að fara með sér, hætti hún að tala við hana um það.19Svo héldu báðar áfram þangað til þær komu til Betlehem. Og það skeði þá þær komu til Betlehem, að allur staðurinn komst í hreyfingu sökum þeirra, og menn sögðu: er þetta Noomi?20og hún sagði til þeirra: nefnið mig ekki Noomi (mitt yndi) kallið mig Mara (sú hnuggna) því mikið hefir sá Almáttugi hryggt mig,21rík fór eg héðan, tómhenta hefir Drottinn látið mig koma aftur. Því kallið þér mig Noomi, þegar Drottinn vitnar svo á móti mér og sá Almáttugi hrelldi mig?22Og svona kom Noomi til baka, og Rut, sú móabítiska, hennar tengdadóttir með henni; en þær komu til Betlehem um það leyti sem bygguppskeran byrjar.

V. 8. *) Gen. 43,14. 2 Sam 2,6. V. 9. *) Meiningin: að þið giftist báðar vel. sbr. Kap. 3,1. V. 13. *) Job. 19,21. V. 17. *) 1 Sam. 3,17. 14,44. 2 Sam. 3,35.