Tobías sendir til Rages.

1Og Tobías kallaði Rafael og mælti til hans:2bróðir Asaría! tak með þér þræl og tvo úlfalda, og far til Rages í Medíen að finna Gabael, og sæk fyrir mig silfrið og kom með hann sjálfan til míns brúðkaups;3því Ragúel hefir svarið, að eg skuli ekki fara;4og faðir minn telur dagana, og sé eg lengi í burtu, verður hann mjög sorgmæddur.5Þá fór Rafael, og kom til Gabael og fékk honum handskriftina. En hinn kom með sjóðana innsiglaða og afhenti honum.6Og báðir voru þeir jafnsnemma á fótum, og komu til brullaupsins. Og Tobías blessaði konu sína.