Sama efni.

1Barn! Ef þú vilt þjóna Guði, Herranum, þá bú þína sál út til freistni (stríðs).2Stýr þínu hjarta og vertu fastur, og lát þér ei hugfallast þegar hún (freistnin) kemur.3Hald þig að honum, og vík ei frá honum, svo þú seinast verðir mikill.4Þigg þú, hvað sem þér er úthlutað, og vertu þolinmóður í tilbreytni mótgangsins, (alls konar mótgangi).5Því í eldi er gullið prófað, og þeir menn sem Guði eru þóknanlegir í ofni þjáninganna.6Treystu honum, svo mun hann taka þig að sér. Stýr þinni leið, og vona á hann.
7Þér sem óttist Drottin, væntið hans náðar, og hopið ekki, svo þér ei fallið!8Þér sem óttist Drottin, treystið honum, svo koma launin.9Þér sem óttist Drottin, væntið góðs, eilífs fagnaðar og náðar.10Rennið auga til þeirra fyrri kynslóða og sjáið!11Hvör treysti Drottni og varð til skammar?12Eða hvör var staðfastur í hans ótta, og varð yfirgefinn? eða hvör kallaði til hans, svo hann sinnti honum ekki?13Því náðugur og miskunnsamur er Drottinn, og fyrirgefur syndir, og hjálpar á neyðarinnar tíð.
14Vei hugdeigum hjörtum, magnlausum höndum og þeim syndara sem á tveim vegum gengur!15Vei magnlausu hjarta! af því það hefir ei traust, fær það ekki vörn.16Vei yður sem missið þolgæði!17Hvar til ætlið þér að grípa, þegar Herrann heimsækir?18Þeir sem óttast Drottin, mistreysta ei hans orðum, og þeir sem hann elska, varðveita hans vegu.19Þeir, sem óttast Drottin, leita hans velþóknunar,20og þeir sem hann elska, eru fullir af hans lögmáli.21Þeir sem óttast Drottin, gjöra sín hjörtu reiðubúin (til mótlætis), og auðmýkja fyrir honum sínar sálir.22„Látum oss falla í Drottins hönd, og ekki í hendur mannanna“!23Því eins og hann er mikill, svo er hann og miskunnsamur.