Páll segir lífsögu sína, frá því hann snerist til kristni; Festus og Agrippa viðurkenna sakleysi Páls.

1Agrippa sagði nú við Pál: þér leyfist að tala fyrir þig. Páll rétti þá út höndina og forsvaraði sig þannig:2heppinn tel eg mig, Agrippa konungur! að mega í dag afsaka mig fyrir þér, áhrærandi allt hvað Gyðingar ásaka mig um;3helst af því þú nú ert kunnugur öllum Gyðinga siðvenjum og vafaspursmálum, þess vegna bið eg þig þolinmóðlega að heyra mig.4Mitt líf og dagfar frá barnæsku, þar eð eg hefi frá öndverðu alist upp hjá þjóð minni í Jerúsalem, er öllum Gyðingum kunnugt,5því þeir hafa frá upphafi þekkt mig að því (vildu þeir aðeins unna mér sannmælis), að eg hefi sem faríseari lifað eftir reglum strangasta flokks vorrar trúar a).6Og nú send eg undir lögsókn, vegna vonar á því fyrirheiti, er Guð gaf feðrum vorum,7hvört vorir tólf kynþættir með kappsamri þjónkun Guðs, nótt og dag, vænta að hreppa. Fyrir þessa von ákærist eg, Agrippa konungur! af Gyðingum.8Hvörninn getur það álitist ótrúlegt hjá yður, að Guð uppveki dauða?9Að sönnu áleit eg það sjálfur skyldu mína, að fyrirtaka margt gegn nafni Jesú frá Nasaret.10Það gjörða eg og í Jerúsalem, því eg hneppti í myrkvastofur marga kristna, eftir fenginni fullmakt frá prestahöfðingjunum, þar til, og gaf mitt jákvæði til, þegar þá skyldi lífláta,11og í öllum samkunduhúsum lét eg þeim þrásinnis refsa, og neyddi þá til að tala illa um (Jesúm). Já, svo frekt ædda eg gegn þeim, að eg elti þá til framandi borga.12Þegar eg þessa erindis var á ferð til Damaskus, að fengnum fullkomnum myndugleika frá hinum æðstu prestum,13sá eg, ó konungur! á veginum, um miðjan dag, ljós frá himni, hvörju sólskini bjartara, leiftra um mig og þá, sem mér voru samferða.14Vér duttum þá allir til jarðar, og þá heyrða eg rödd, er við mig talaði og sagði á hebresku: Sál! Sál! hví ofsækir þú mig? erfitt verður þér að spyrna móti broddinum a).15Eg spurði: hvör ert þú? Herra! hann svaraði: eg em Jesús, hvörn þú ofsækir.16En rís þú upp og statt á þínar fætur, því til þess vitraðist eg þér, að eg setti þig til að vera þjón og vott að því þú sást, og að því, eg enn mun láta þig sjá.17Eg skal hrífa þig frá fólki þínu og frá heiðingjunum,18til hvörra eg nú senda þig, til að opna augu þeirra, svo þeir snúist frá myrkri til ljóss, frá Satans valdi til Guðs, og öðlist fyrirgefningu syndanna, samt hlutdeild með þeim, er helgaðir eru fyrir trúna á mig.19Þess vegna vilda eg ekki, Agrippa konungur, þverskallast gegn slíkri himneskri opinberun,20heldur boðaði eg fyrst þeim í Damaskus og síðan í Jerúsalem og um byggðarlög Gyðingalands, og heiðingjum, að menn skyldu taka sinna skipti og snúa sér til Guðs og vinna samboðin verk iðruninni.21Fyrir þessara hluta skuld gripu Gyðingar mig í musterinu, og leituðust við, að svipta mig lífi;22en fyrir Guðs fulltingi hefir mér auðnast að standa heill allt til þessa dags, og vitna bæði fyrir smáum og stórum, án þess eg kenni annað en það, sem spámennirnir og Móses höfðu sagt að ske mundi:23að Kristur skyldi pínast, að hann skyldi verða sá fyrsti, er frá dauðum risi, og að hann skyldi kynna Gyðingalýð og heiðnum þjóðum ljósið b).
24Áður en Páll hafði endað þetta forsvar sitt, kallaði Festus hástöfum: galinn ertú orðinn, Páll! sá mikli lærdómur ærir þig.25Hann svaraði: ekki em eg galinn, voldugi Festus! heldur framfæri eg sönn og gætileg orð,26Konungurinn skilur þetta, og við hann tala eg því einarðlega, af því eg þykist vita að honum sé ekkert af þessu hulið, því það er ekki í afkima skeð c).27Trúir þú, Agrippa konungur! spámönnunum? eg veit þú trúir þeim.28En Agrippa ansaði Páli hér til: innan skamms fær þú mig til að verða kristinn.29Páll svaraði: þess bið eg Guð, hvört þess er lengur eður skemur að bíða, að ekki einungis þú, heldur og allir, sem til mín heyra í dag, verði þvílíkir sem eg, að undanteknum þessum fjötrum.30Nú stóð konungurinn upp og landstjórnarinn og Berníke og þeir, eð hjá þeim sátu;31og þá þeir voru burt gengnir, töluðu þeir sín á milli og sögðu: þessi maður hefir ekkert framið, sem dauða sé vert eður banda.32En Agrippa sagði við Festus: þessum manni hefði mátt sleppa, ef hann hefði ekki skotið sér fyrir keisarann.

V. 5. a. Nl. faríseaflokksins. V. 14. a. Þ. e. að setja þig móti mínu veldi. V. 23. b. Algjörðari Guðs þekkingu. V. 26. c. Jesú dauði og upprisa og spámannanna spádómar voru öllum alkunnir, v. 22, 23. V. 28. Þetta segir Agrippa í skopi.