Akítófels ráðlegging og afdrif.

1Og Akítófel sagði við Absalon: láttu mig nú velja mér 12 þúsund manns, svo skal eg taka mig til og fara eftir Davíð í nótt,2og yfirfalla hann meðan hann er magnlaus af þreytu, og eg skal hræða hann; og allt fólkið sem með honum er, mun flýja, og þá skal eg fella kónginn, þegar hann er orðinn einn;3en leiða allt fólkið aftur til þín. Allir koma til baka, þegar sá maður er fallinn sem þú ofsækir; allt fólkið verður rólegt.4Þetta tal líkaði Absalon vel og öllum þeim elstu í Ísrael.5Og Absalon mælti: kallið samt Húsaí Arkítann e), að vér heyrum og hvað hann segir.6Og svo kom Húsaí til Absalons, og Absalon talaði til hans og mælti: þannig hefir Akítófel talað: eigum vér að gjöra það sem hann segir? ef ekki, svo tala þú!
7Og Húsaí sagði til Absalons: ráðið er ekki gott, það sem Akítófel hefir gefið núna.8Og Húsaí sagði: þú þekkir föður þinn og hans menn, þeir eru hetjur og illir í skapi sem birna á mörkinni, þá hún er rænd sínum húnum, og faðir þinn er stríðsmaður og verður ekki í nótt hjá fólkinu.9Sjá! það getur skeð, að hann hafi nú falið sig í einhvörjum hellirnum eður á öðrum stað; og falli nú nokkrir í fyrstunni (af þínum mönnum) þá fréttist það, og allir segja: fólkið sem fylgir Absalon hafði ósigur.10Og jafnvel þeir hraustari, sem höfðu hug sem ljón, geta þá orðið huglausir; því allur Ísrael veit að faðir þinn er hetja, og þeir röskir menn sem með honum eru.11En þetta er mitt ráð: safna þú að þér öllum Ísrael frá Dan til Berseba, svo mörgum sem sandi á sjávarströnd, og þú verður sjálfur að ganga í orrustuna.12Og þegar vér hittum hann, hvar sem það svo er, skulum vér falla yfir hann eins og dögg fellur yfir jörðina, og af honum og öllum þeim mönnum sem með honum eru skal ekki einn eftir verða.13Og flýi hann í einhvörja borgina, þá skal allur Ísrael bera reipi að sömu borg, og vér skulum draga hana í læk þangað til þar finnst ekki einn einasti steinmoli framar.14Og Absalon og allir Ísraelsmenn sögðu: betra ráð gefur Arkítinn Húsai en Akítófel. En Drottinn hafði hagað því svo, að Akítófels góða ráð varð að engu, til þess að Drottinn gæti leitt ógæfuna yfir Absalon.
15Og Húsai mælti við prestana Sadok og Abíatar: það og það hefir Akítófel ráðlagt Absalon og þeim elstu í Ísrael, og það og það hefi eg ráðlagt.16Og sendið nú sem skjótast og látið Davíð vita þetta og segið: vertu ekki í nótt á sléttlendinu í eyðimörkinni, heldur skaltu fara yfir ána, svo kóngurinn ekki tortínist og það fólk sem með honum er.17En Jónatan og Akimas voru við brunninn Rogel a) og stúlka fór með þessi boð til þeirra, að þeir skyldu fara og færa konunginum Davíð þessi tíðindi; þeir máttu ekki láta sjá sig með því að koma inn í borgina.18En smásveinn nokkur sá þá og sagði Absalon frá, en þeir hröðuðu ferðinni og komu í hús manns nokkurs í Bakarím, sem hafði brunn í sínum garði, og þeir stigu niður í brunninn.19Og konan tók dúk og breiddi yfir munnann á brunninum, og dreifði þar yfir grjótum svo að ekki skyldi á bera.20Þá komu Absalons menn til konunnar í húsið og sögðu: hvar eru þeir Akimas og Jónatan? og konan sagði við þá: þeir eru komnir yfir lækinn. Og þeir leituðu og fundu ekki, og sneru aftur til Jerúsalem.
21En sem þeir vóru farnir, gengu hinir upp úr brunninum, héldu áfram ferð sinni og sögðu Davíð konungi, og mæltu við Davíð: takið yður upp og farið sem óðast yfir ána, því þessháttar ráð hefir Akítófel gefið yður á móti.22Þá tók Davíð sig upp og allt fólkið, sem með honum var, og þeir fóru yfir Jórdan áður en lýsti af degi, þá söknuðu þeir einkis manns sem orðið hefði eftir hinumegin við Jórdan.23En sem Akítófel sá, að ekki var farið að hans ráðum, söðlaði hann sinn asna, tók sig til og fór heim til sín, í sína borg, ráðstafaði sínu húsi b), og hengdi sig; og hann dó, og var jarðaður í gröf föður síns.
24En Davíð kom til Mahanaim, og Absalon fór yfir Jórdan, hann og allir Ísraels menn með honum.25Og Absalon setti Amasa í Jóabs stað yfir herinn; en Amasa var sonur manns nokkurs sem hét Ítra, er hafði lagst með Abígael, dóttur Nahas c), systur Seruja, móður Jóabs.26Og Ísrael og Absalon setti herbúðir sínar í landinu Gileað.27Og það skeði þá Davíð kom til Mahanaim, að Sobi Nahasson af Rabba, af Ammonsbörnum, og Makir Ammielsson af Lodabar a) og Gileaðítinn Barsila, af Roglim b)28færðu Davíð og fólkinu sem með honum var, sængur, skálar, potta, hveiti, bygg, mél, steikt ax, ertur, baunir, og steikt grjón,29og hunang og mjólk, sauði og osta úr kúamjólk, til fæðu; því þeir hugsuðu: fólkið er hungrað, þreytt og þyrst í eyðimörkinni.

V. 5. e. Kap. 16,16. V. 17. a. Jós. 15,7. 1 Kóng. 1,9. V. 23. b. Esa. 38,1. V. 25. c. Kallast og Ísaí 1 Kron. 2,13–17. V. 27. a. Kap. 9,4. b. Kap. 19,32. 1 Kóng. 2,7.