Arons fórn o.s.frv.

1Á áttunda deginum samankallaði Móses Aron, syni hans og öldunga Ísraelslýðs,2og sagði til Arons: Taktu fyrir þig kálf til syndafórnar og hrút til brennifórnar, hvörutveggja án lýta, og leið fyrir augsýn Drottins;3en til Ísraelsbarna skaltu segja: takið kjarnhafur til syndafórnar, og kálf og sauðkind, hvörutveggja veturgamalt og lýtalaust til brennifórnar,4og nautkind og hrút til þakklætisfórnar, til þess að það slátrist fyrir augliti Drottins, og ásamt matfórn ádreifðri viðsmjöri; því Drottinn mun í dag birtast yður.5Þeir komu með allt það sem Móses bauð þeim fram fyrir samkundutjaldbúðina, og allur söfnuðurinn færði sig nær, og stóð frammi fyrir Drottni.6Þá segir Móses: þetta er það sem Drottinn hefir boðið yður að gjöra, og mun hans dýrð birtast yður.7Þar eftir sagði Móses til Arons: nálæg þig altarinu og tilreið þína syndafórn og brennifórn, svo þú forlíkir fyrir þig og fyrir fólkið, og tilreið síðan fólksins fórnargáfu, til þess þú forlíkir fyrir það, eins og Drottinn hefir boðið.8Aron gengur því til altarisins, slátrar kálfinum til syndafórnar fyrir sig,9en synir hans færðu honum blóðið, hann dýfði vísifingri sínum í það, og reið því á horn altarisins, en hinu sem eftir var hellti hann niður hjá altarisins fæti,10en mörinn, nýrun og stærra lifrarblaðið syndafórnarinnar upptendraði hann á altarinu, eins og Drottinn hafði boðið Móses;11en kjötið og skinnið brenndi hann í eldi fyrir utan herbúðirnar.12Síðan slátraði hann brennifórninni; og Arons synir réttu að honum blóðið, en hann stökkti því um kring á altarið;13þeir réttu líka að honum brennifórnina í stykkjum og höfuðið og hann upptendraði það á altarinu;14innyflin þvoði hann og fæturnar, sem hann þar á eftir brenndi á altarinu sem upptendran ofan á sjálfri brennifórninni.15Þar á eftir frambar hann fórnargáfu fólksins, tók hafurinn, sem ætlaður var til syndafórnar fyrir fólkið, slátraði honum og gjörði hann að syndafórn, á þann hátt sem áður er frásagt.16Hann framkom og svo með brennifórnina og tilreiddi hana eins og tilsett var.17Sömuleiðis frambar hann matfórnina, tók þar af fullan knefa sinn og upptendraði það á altarinu, auk (þeirrar hvörsdaglegu) morgunbrennifórnar.18Þar eftir slátraði hann nautkindinni og hrútnum, þakklætisfórn fólksins; en synir Arons réttu blóðið að honum, en hann stökkti því allt í kring á altarið.19Þar á eftir réttu þeir að honum feitina af nautkindinni og hrútnum: rófuna, netjuna, nýrun og stærra lifrarblaðið;20þeir lögðu þessi fitustykki, ofan á bringurnar, en Aron upptendraði á altarinu feitina,21en veifaði bringunum og hægra bógnum sem veifingarfórn fyrir Drottni, eins og Móses hafði boðið.22Síðan upplyfti Aron sínum höndum yfir fólkið og blessaði það, sté síðan niður, eftir það að hann hafði tilreitt synda-, brenni- og þakklætisfórnirnar.23Þar á eftir gekk Móses og Aron inn í samkundutjaldbúðina; en þá þeir voru komnir út aftur og höfðu blessað yfir fólkið, þá birtist dýrð Drottins gjörvöllum lýðnum;24því eldur útgekk frá Drottni sem eyddi því, sem á altarinu var: brennifórninni og feitinni; en sem allur lýðurinn sá þetta, æpti hann fagnaðaróp, og féll fram á sínar ásjónur.

V. 7. Sérhvör synd, sem presturinn gjörði sig sekan í, gjörði allt fólkið sekt. V. 17. sbr. 2 Mós. 29,39. V. 24. Jafnvel heiðnir menn álitu það merki upp á guða sinna velþóknan, að fórnir þeirra brynnu glatt á altarinu.