Ferð Esras til Jerúsalem.

1Þessir eru þeir helstu af ættfeðrunum sem létu rita nöfn sín í ættartölubækurnar og sem upp eftir fóru með mér undir ríkisstjórn Artaxerxis kóngs í Babylon.2Af Fineasars afkomendum Gersom, af Itamars afkomendum Daniel, af Davíðs afkomendum Hattus.3Af afkomendum Sehania og af Faross afkomendum Sakaria og karlmenn sem með honum vóru, töldust eitt hundrað og fimmtíu.4Af Fahat Móabs afkomendum Elioeni Serahiason og með honum tvö hundruð karlmanna.5Af afkomendum Sehania sonar Jahasiels og með honum þrjú hundruð af karlmönnum,6og af afkomendum Adins: Ebed sonur Jónatans og með honum fimmtíu karlmanna;7af Elams afkomendum Esais Athaliuson og með honum sjötygir karlmanna.8Af Safatia afkomendum Sebadia Mikaels son og með honum áttatíu karlmanna.9Af Jóabs afkomendum: Óbadia Jehielsson og með honum tvö hundruð og átján karlmenn.10Af afkomendum Selómitis: sonur Jósisia og með honum eitt hundrað og sextíu karlmanna.11Af Bebai afkomendum Sakaria Bebaison og með honum tuttugu og átta karlmenn.12Af Afgaðs afkomendum Johanan Hakatansson og með honum eitt hundrað og tíu karlmenn,13og loksins af Adonikams afkomendum: og eru þessi nöfn þeirra Elifelet, Jeguel, Semaia og með þeim sextíu karlmanna.14Af Bigvais afkomendum: Utai og Sabbud og ásamt þeim sjötíu karlmanna.15Þessum samansafnaði eg við fljót það er rennur til Ahava, og lágum þar í herbúðum í þrjá daga og sem eg gaf gaum að fólkinu og prestunum, þá fann eg þar engan af Levi afkomendum;16eg sendi þess vegna Elieser, Ariel, Semaia, Elnatan, Natan, Sakaría, Mesuallam þá helstu, Ivarib og Elnatan, fróða menn;17og eg lét skipan útganga til Iddo, ens ypparsta í héraðinu Kaffea og eg lagði þeim orð í munn, er þeir skyldu segja við Iddo og bræður hans, sem vóru helgidómsins þjónar á þessum stað, að hann útvegaði oss þjónustumenn handa Guðs húsi.18Fyrir tilstilli Guðs vors, ens góða, sem var yfir oss, sendu þeir oss Serebia vitran mann af Maheli afkomendum, son Levi, son Ísraels, ásamt með hans sonum og bræðrum, átján;19Hasabia og með honum Jesaia af Merari afkomendum, ásamt sonum hans og bræðrum, tuttugu;20af helgidómsins þjónum, sem Davíð og hans höfðingjar höfðu sett til að þjóna Levítunum, tvö hundruð og tuttugu, sem allir vóru nefndir með nafni.21Síðan lét eg boða þar föstu við fljótið Ahava, til þess að vér skyldum auðmýkja oss fyrir Guði vorum, og biðja hann um farsæla ferð fyrir oss, börn vor og allar vorar eigur,22því eg fyrirvarð mig að biðja kónginn um her og riddaralið oss til verndar fyrir óvinum á leiðinni, því við höfðum sagt kónginum: að Guðs hönd væri yfir öllum þeim sem leituðu hans til ens góða, en makt hans og reiði yfir öllum sem yfirgæfu hann.23Vér föstuðum þess vegna og báðum til Guðs vors, og hann bænheyrði oss.24Síðan tók eg tólf frá, af þeim helstu prestum: Serebia, Hasabia og tíu af þeirra bræðrum með þeim;25og eg útvóg þeim silfur og gull og ker, gáfur húss Guðs vors, sem kóngurinn hafði gefið og hans ráðgjafar og hans gæðingar og allur Ísrael, sem var þar nálægur;26og eg vóg í hendur þeirra silfur, sex hundruð og fimmtíu talentur, og silfur ker fyrir hundrað talentur, og hundrað talentur í gulli.27Könnur af gulli, tuttugu þúsund darkemona jafngildi a), tvö ker af kopar, sem vóru næsta fögur og viðlíka matin og gull;28og eg sagði við þá, þér eruð Guði helgaðir og svo kerin eru helgidómar til silfrið og gullið eru fríviljugar gáfur til Guðs, Drottins feðra yðvarra.29Vakið og varðveitið þetta þangað til þér vegið það aftur út í augsýn enna æðstu presta og Levítanna og enna helstu ættfeðra Ísraels í Jerúsalem, í höllum Guðs húss.30Prestarnir og Levítarnir tóku við silfrinu og gullinu og kerunum eftir vigt, til að flytja það til Jerúsalem til húss Guðs vors.31Á tólfta deginum í þeim fyrsta mánuði lögðum við upp frá ánni Ahava á leið til Jerúsalem og verndaði Guðs vors góða hönd oss fyrir óvina höndum og launsátrum b).32Þegar við vorum komnir til Jerúsalem, hvíldustum við þar í þrjá daga,33en á fjórða deginum afhentum við silfrið, gullið og kerin í musteri Guðs vors eftir vigt í höndur Meremots sonar Uria prests, og Eleasars sonar Fineasars sem var honum við hönd, og Levitanna Josabads Jesúasonar og Noadía Binnuisonar, sem þeim vóru við hönd,34með tölu og vigt á öllu og var vigtin samstundis uppskrifuð.35Útlagarnir sem nú komu heim aftur færðu Ísraels Drottni brennifórnir, tólf naut fyrir allan Ísrael, níutygir og sex hrúta, sjötygir og sjö lömb, tólf hafra sem syndafórn—öllu var þessu offrað Guði.36Síðan afhentu þeir boðorð kóngsins landshöfðingjum hans og lendum mönnum hinumegin fljótsins, og veittu þeir fólkinu og Guðs húsi aðstoð sína.

V. 27. a. Sjá 2,69. V. 31. b. Leiðin frá Babylon til Jerúsalem lá um hættulega eyðimörku, hvar reyfarar uppihéldu sér.