VIII.

Þessi eru höfðingjar feðranna húsa hverjir reiknaðir voru sem að fóru upp með mér frá Babýlon á þeim tíma sem kóng Artaxerxes ríkti. Af sonum Pínees Gersóm. Af sonum Ítamar Daníel. Af sonum Davíðs Hattús. Af sonum Sekanja og sonum Pareós Sakaría og með honum voru reiknaðir hundrað og fimmtígi kallmenn. Af sonum Pahat Móab Elíóenaí son Seraja og með honum tvö hundruð kallmenn. Af sonum Sekanja son Jehasíel og með honum þrjú hundruð kallmenn. Af sonum Abín Eded son Jónatan og með honum fimmtígi kallmenn. Af sonum Elam Jesaja son Atalja og með honum sjötígi kallmenn. Af sonum Sefatja Sebadía son Míkael og með honum áttatígi kallmenn. Af sonum Jóab Óbadía son Jehíel og með honum tvö hundruð og áttatígi kallmenn. Af sonum Selómít son Jósifja og með honum hundrað og sextígi kallmenn. Af sonum Bebaí Sakaría son Bebaí og með honum átta og tuttugu kallmenn. Af sonum Asgad Jóhanan sá yngsti son og með honum hundrað og tíu kallmenn. Af síðustu sonum Adóníkam, þeir hétu Elífelet, Jehíel og Semaja og með þeim sextígi menn. Af sonum Bagevaí Útaí og Sabúd og með þeim sjötígi kallmenn. Og eg safnaði þeim til vatsins sem rennur til Aheva og þar vorum vér í þrjá daga. [ Og þá eg leitaði meðal fólksins og prestanna þá fann eg öngvan Levíta þar. Þá senda eg af stað Elíeser, Aríel, Semaja, Elnatan, Jaríb, Elnatan, Natan, Sakaría og Mesúllam þá yppustu og Jójaríb og Elnatan þá lærendur. Og eg útsenda þá til Iddó sem var höfðingi í Kaspía að þeir skyldu sækja oss þénara til vors Guðs húss. Og eg lagði fyrir þá hvað þeir skyldu tala með Iddó og hans bræður þá Nethíním í Kaspía. Og þeir færðu oss eftir vors Guðs góðri hendi sem yfir oss var einn lærðan mann af sonum Mahelí sonar Leví, sonar Ísrael, Serebja með sínum sonum og bræðrum, þeir voru átján, og Hasabíam og Jesaja með honum af sonum Merarí með sínum bræðrum og þeirra sonum tuttugu og af þeim Nethíním sem Davíð og höfðingjarnir settu til að þjóna Levítunum tvö hundruð og tuttugu, alla nefnda með nafni.

Og þá eg þar var hjá því vatni Aheva lét eg boða eina föstu svo að vér auðmýktum oss fyrir vorum Guði að biðja hann um réttan veg fyrir oss og vor börn og allt það oss tilheyrði. [ Því að eg skammaðist mín að biðjast eftir fylgdarmönnum og riddaraliði af kónginum oss til verndar fyrir óvinum á veginum. Því að vér höfðum áður sagt fyrir konunginum: „Vor Guðs hönd er yfir öllum þeim sem hans leita til góða og hans sterkleiki og reiði yfir þeim sem hann yfirgefa.“ Og vér föstuðum og báðum um þetta vorn Guð. Og hann bænheyrði oss.

Og eg útvaldi tólf af þeim yppustu kennimönnum, Serbjam og Hasabíam og tíu af þeirra bræðrum með þeim, og eg vó þeim þar út silfur og gull og kerin sem gefin voru í vors Guðs hús hver að kóngurinn og hans ráðsherrar, höfðingjarnir og allir Israelismenn sem þar fundust höfðu gefið til upplyftingarinnar. Og eg vóg þeim í þeirra hendur upp á vigt sex hundruð og fimmtígi centener silfurs og í silfurkerum hundrað centener silfurs og hundrað centener gulls og tuttugu bikara af gulli hverjir að vógu þúsund gyllini og tvo kostuleg koparker, svo klár sem gull. Og eg sagði til þeirra: „Þér eruð Guði helgaðir, svo eru og kerin heilög, líka svo gull og silfur það sem viljuglega er gefið Drottni yðra feðra Guði. Þar fyrir vakið nú og varðveitið þetta þar til þér vegið það út aftur fyrir þeim yppurstum kennimönnum og Levítum og þeim helstum feðrum á meðal Ísrael í Jerúsalem í Guðs húss hirslu.“ Síðan meðtóku kennimennirnir og Levítarnir þetta hið sama vegna silfur, það gull og þau ker og allt annað það sem afhent var og færðu það til Jerúsalem í Guðs hús.

Síðan tókum vér oss upp frá Ahevavatni þann tólfta dag í þeim fyrsta mánaði og fórum á veginn til Jerúsalem. [ Og vors Guðs hönd var með oss og frelsaði oss frá vorra óvina höndum og frá þeim sem sátu um oss á veginum. Svo komum vér til Jerúsalem og vorum þar þrjá daga. En á þeim fjórða degi var silfrið, gullið og kerin allt saman vegið í vors Guðs húsi fyrir hendur Meremót sonar Úría kennimanns og með honum var Eleasar son Píneas og með þeim Jesabad son Jesúa og Nóadja sonur Benúí Levíta, hver eftir sinni tölu og sinni vigt. En vigtin var uppskrifuð öll á þeim tíma.

En þeir herleiðingarsynir sem komnnir voru af fangelsinu offruðu Íraels Guði brennifórnum, tólf uxum fyrir allan Ísrael, sex og níutígi hrútum, sjö lömbum og sjötígi og tólf höfrum til syndoffurs, allt saman til brennifórnar fyrir Drottni. Síðan afhentu þeir kóngsins embættismönnum og landsfóvitum þessumegin vatsins kóngsins boðskap. og þeir upphófu síðan fólkið og Guðs hús.