Davíð nær aftur Siklag.

1Og það skeði þá Davíð og hans menn komu til Siklag á þriðja degi, þá höfðu Amalekítar gjört áhlaup þar syðra og á Siklag, og unnið Siklag og brennt með eldi,2höfðu hertekið þær konur sem þar voru og flutt í burt smáar og stórar; þeir höfðu engan mann drepið heldur hertekið, og voru svo farnir sína leið.3Og er Davíð og hans menn komu til staðarins, sjá! þá var hann brenndur með eldi, og þeirra konur og synir og dætur voru herteknar.4Þá upphóf Davíð og hans fólk, sem með honum var, sína raust og þeir grétu, þangað til enginn máttur var lengur í þeim til að gráta.5Báðar konur Davíðs höfðu verið herteknar, Ahinoam, frá Jesreel, og Abígael, kona Nabals, Karmelíta b).6Og Davíð var í mestu kröggum, því fólkið ætlaði að grýta hann c), því allt fólkið var mikið sorgfullt, hvör einn vegna sona sinna og dætra sinna. En Davíð styrkti sig við Drottin, sinn Guð.
7Og Davíð sagði við prestinn Abíatar son Abímeleks: kom þú hingað með hökulinn! og Abíatar færði Davíð hökulinn.8Og Davíð spurði Drottin, og mælti: á eg að elta þennan skara? mun eg ná þeim? og hann svaraði: eltu! því þú munt ná þeim, og ná af þeim.9Þá lagði Davíð af stað, hann og þeir 6 hundruð menn sem hjá honum voru; en sem þeir komu að læknum Besor, svo námu nokkrir þar staðar;10en Davíð elti hann og 4 hundruð manns; en 2 hundruð manns urðu þar eftir, því þeir voru of þreyttir til að fara yfir lækinn.
11Og þeir fundu egypskan mann á mörkinni, og leiddu hann fyrir Davíð, og gáfu honum brauð, og hann át, og þeir gáfu honum vatn að drekka.12Þeir gáfu honum og sneið af fíkjuköku, og tvær rúsínuklær, og hann át, og hans andi hvarf til hans aftur, því hann hafði ekkert brauð etið og ekkert vatn drukkið í þrjá daga og þrjár nætur.13Og Davíð spurði hann: hvör á með þig? og hvaðan ert þú? og hann mælti: eg em egypskur unglingur, þræll Amalekíta nokkurs, og hússbóndi minn yfirgaf mig hér fyrir þrem dögum, af því eg varð veikur.14Vér gjörðum áhlaup suður í land á Kretíta og á land sem Júda tilheyrir, og suður á Kaleb d); og Siklag brenndum vér með eldi.15Og Davíð mælti til hans: viltu ekki vísa mér á þennan herflokk? og hann sagði: sver þú mér við Guð, að þú skulir ekki drepa mig og ekki framselja mig í hönd míns herra, þá skal eg vísa þér á herflokkinn.
16Og hann vísaði þeim veg, og sjá! þeir voru hér og hvar um alla mörkina, átu og drukku og héldu sér gleðidag, vegna þess mikla herfangs sem þeir höfðu tekið í Filistealandi og í Júdalandi.17Og Davíð barði á þeim frá því í dögun og allt til kvölds á öðrum degi, og enginn maður komst undan af þeim nema 4 hundruð ungir menn sem stigu á bak úlföldum og flýðu.18Þannig náði Davíð því öllu aftur sem Amalekítar höfðu tekið, og báðum sínum konum náði Davíð aftur.19Og engan mann vantaði hvörki smáan né stóran, hvörki sonu né dætur, og ekkert af herfanginu sem þeir höfðu tekið; með allt kom Davíð aftur.20Og Davíð tók alla sauði og naut, menn fóru undan fénaðinum og sögðu: þetta er Davíðs herfang.21Og sem Davíð kom til þeirra 2 hundruð manna, sem þreyst höfðu, svo þeir urðu eftir af Davíð, og sem hann skildi eftir hjá Besorlæk, þá fóru þeir mót Davíð og fólkinu sem með honum var, og Davíð gekk til fólksins og spurði hvörnig því liði.22Þá byrjuðu vondir og einkisnýtir menn sem með Davíð höfðu farið, á því að segja: fyrst þeir ekki fóru með oss, skulu þeir ekkert hafa af herfanginu sem vér höfum náð af óvinunum, nema hvör einn konu sína og sonu sína, það mega þeir taka og fara svo.23Þá sagði Davíð: eigi skuluð þér bræður mínir svo fara með það sem Drottinn hefir oss gefið, og varðveitt oss til handa, hann sem gaf þann skara sem oss hafði yfirfallið í vora hönd!24Og hvör mun í þessari grein verða á yðar máli? Eins stór og þeirra hlutdeild verður sem í stríðið fóru, svo stór sé og þeirra hlutdeild sem hjá farangurnum voru. Öllu skal skipta jafnt a).25Og svo skeði það upp frá þeim degi ávallt, og hann gjörði það að lögum og reglu fyrir Ísrael, sem viðhelst enn.
26Og sem Davíð kom til Siklag, sendi hann (nokkuð) af herfanginu þeim elstu í Júdeu, sínum vinum og mælti: sjá! þar er gáfa yður til handa af herfangi Drottins óvina.27Hann sendi þeim í Betel, þeim í Ramat-Negeb og þeim í Jatír.28Og þeim í Aroer, og þeim í Sismot og þeim í Estemóa,29og þeim í Rakal og þeim í stöðum Jeramelíta, og þeim í stöðum Keníta b).30Og þeim í Horma, og þeim í Kor-Asan og þeim í Atak.31Og þeim í Hebron, og á öllum stöðum sem Davíð hafði farið um, hann og hans menn.

V. 5. b. Kap. 25,42. 27,3. V. 6. c. Ex. 17,4. Lev. 14,10. V. 14. d. Þ. e. Kalebslendur. Jós. 15,13. V. 24. a. Núm. 31,27. Jós. 22,8. V. 29. b. Kap. 27,10.