[
Nú sem Davíð kom heim aftur á þriðja degi með sína menn til Siklag þá höfðu þeir Amalechiter áhlaup gjört af suðri í Siklag og höfðu slegið Siklag og uppbrennt hana með eldi. [ Þær kvinnur sem þar voru tóku þeir að herfangi með sér, bæði smærri og stærri, en öngvan mann höfðu þeir í hel slegið heldu hertekið og voru þá farnir heim í veg. En sem Davíð kom að staðnum með sína sveit og sá að hann var uppbrenndur með eldi og að þeirra eiginkvinnur, synir og dætur voru herteknar þá upphóf Davíð og það fólk sem með hönum var þeirra raust og grétu svo lengi að þeir voru móðir af sorg. Því að tvær kvinnur Davíðs voru herteknar, sem var Ahínóam af Jesreel og Abigail Nabals kvinna af Karmel, og Davíð varð mjög hryggur því að fólkið vildi grýta hann. Því að sálir alls fólksins voru með beiskum hug vegna sona sinna og dætra.
En Davíð styrktist í Drottni sínum Guði og sagði til Abjatar kennimanns, sonar Ahímelek: „Fær mér hingað lífkyrtilinn.“ Og sem hann hafði fært honum hann þá spurði Davíð Drottin og sagði: „Skal eg fara eftir þessum víkingum og mun eg ná þeim?“ Hann sagði: „Far eftir þeim, þú munt ná þeim og taka herfangið af þeim.“ Síðan fór Davíð á stað með sex hundruð menn sem með honum voru. En sem þeir komu að þeim læk Besór þá urðu þar nokkrir eftir af hans mönnum. En Davíð fór eftir þeim með fjögur hundruð manns en tvö hundruð voru eftirstandandi því þeir voru með öllu þreyttir og gátu ei gengið yfir lækinn Besór.
Og það skeði svo að þeir fundu einn egypskan mann á mörkinni. Þann leiddu þeir til Davíðs og gáfu honum brauð að eta og vatn að drekka, so og gáfu þeir honum nokkuð af fíkjum og tvær klær með rúsín. En sem hann hafði etið tók hann að hressast því hann hafði ekki etið í þrjá daga og þrjár nætur og ekki á vatni bergt. Þá sagði Davíð til hans: „Hver ertu og hvaðan ert þú?“ Hann svaraði: „Eg er einn egypskur sveinn og þénari eins Amalechiter. En minn herra lét mig hér eftir því að eg sýktist nú fyrir þremur dögum. Vér féllum hér inn sunnan að Creti í mót Júda og sunnan að Kaleb og uppbrenndum Siklag með eldi.“
Davíð sagði til hans: „Vilt þú fylgja mér ofan til þessara víkinga?“ Hann svaraði: „Sver þú mér þá við Guð að þú vilt hverki drepa mig og eigi heldur framselja mig í hendur míns herra, þá vil eg fara með þér og fylgja þér til þessara víkinga.“ Og hann fylgdi þeim þangað og sjá, þeir dreifðust um alla jörðina, átu og drukku og héldu hátíð yfir því mikla herfangi sem þeir höfðu tekið af Philisteis og Júdalandi.
En sem Davíð sá þá þá sló hann þá frá morni og inn til kvelds á öðrum degi svo að enginn komst undan af þeim utan fjögur hundruð smádrengja sem náðu úlföldum og flýðu. [ Svo fékk Davíð aftur allt það sem þeir Amalechiter höfðu rænt og so sínar tvær kvinnur. Og þar vantaði ekki neitt, hverki lítið né mikið, hverki son né dóttir og ekki neitt af því herfangi sem þeir höfðu tekið, Davíð rétti það allt saman aftur. Líka vel tók Davíð naut og sauði og rak það undan sér og þeir sögðu: „Þetta er herfang Davíðs.“
Nú sem Davíð kom til þeirra tvö hundruð manna sem höfðu orðið mæddir að fylgja Davíð og urðu eftir hjá læknum Besór, sem þeir sáu nú Davíð komanda gengu þeir á móti honum og á móti því fólki sem var með honum. Davíð gekk til þeirra og heilsaði þeim vinsamlega. Þá svöruðu til þeir sem ranglátir voru og lausingjar á meðal þeirra manna sem farið höfðu með Davíð og sögðu: „Sökum þess að þeir fóru ekki með oss þá skal þeim ekkert gefast af því herfangi sem vér höfum fengið utan hver taki sína kvinnu og börn og gangi svo burt héðan.“
Þá svaraði Davíð: „Eigi skulu þér svo gjöra, mínir bræður, af því sem Drottinn hefur gefið oss og hefur verndað oss og gaf þessa víkinga í vorar hendur, þeir sem hingað komu í móti oss. [ Hver vill hlýða yður í þessu? Líka sem þeir hafa sinn part sem drógu með oss og börðust með oss so skulu þeir og hafa sem eftir voru og geymdu það sem vér áttum, það skal og líka skiptast.“ Og frá þeim tíma og þar eftir er sá siðvani og réttur í Ísrael allt til þessa dags.
Nú sem Davíð kom heim í Siklag sendi hann af herfanginu þeim öldungum í Júda og öðrum sínum vinum og sagði: „Sjá, þar hafi þér blessan af herfangi óvina Drottins.“ Og þessum sendi Davíð: Þeim í Betel, þeim í Ramót mót suðri, þeim í Jatír, þeim í Aróer, þeim í Sípamót, þeim í Estemóa, þeim í Rakal, þeim í Jerahmeliter stöðum, þeim í Keniternis stöðum, þeim í Harma, þeim í Bor Asan, þeim í Ara, þeim í Hebron og í alla staði þar sem Davíð hafði verið með sínum mönnum.