Kanaanslandi skipt. Arfur Kalebs.

1Þetta er það sem Ísraelsbörn fengu í arf í Kanaanslandi, hvörju presturinn Eleasar, Jósúa Núnsson og ættfeður kynkvísla Ísraelsbarna skiptu þeim í arf,2eftir þeirra arfahluta, eins og Drottinn hafði boðið fyrir hönd Móses, nefnilega þeirri hálfri tíundu ættkvísl;3því Móses hafði úthlutað hálfri þriðju kynkvísl arf hinumegin Jórdanar, en Levítunum hafði hann engum arfi úthlutað á meðal þeirra;4því Jósepssynir vóru tvær ættkvíslir Manasse og Efraím; en þær gáfu Levítunum öngvan hlut í landinu, heldur staði að búa í og beitiland handa fénaði þeirra og skepnum.5Ísraelsbörn gjörðu eins og Drottinn hafði boðið Móses, og skiptu landinu.
6Júdaniðjar komu til Jósúa í Gilgal, og Kaleb Jefúnnisson af Kenís ætt sagði til hans: þú veist hvað Drottinn sagði við guðsmanninn Móses í Kadesbarnea áhrærandi mig og þig:7eg var þá fertugur, þegar Móses þjón Drottins sendi mig frá Kadesbarnea njósnarför inn í land þetta, og eg sagði honum satt og rétt frá eftir samvisku minni;8hinir, sem með mér fóru, töldu kjark úr fólkinu; en eg fylgdi Drottni Guði mínum trúlega.9Þá sór Móses hinn sama dag, og sagði: land það, sem þú stést fæti á, skal vera þín og þinna ævinlega eign, því þú fylgdir Drottni Guði mínum trúlega.10Og sjá nú! Drottinn hefir látið mig lifa, eins og hann lofaði í þessi fjörutíu og fimm ár, síðan að Drottinn sagði þetta við Móses, á meðan Gyðingar vóru í eyðimörkinni; og sjá! í dag hefi eg fimm um áttrætt,11og enn þann dag í dag er eins hraustur og þegar Móses sendi mig; eins og mín orka var þá, eins er mín orka enn til að berjast, og gegna mínum daglegu störfum;12gef mér nú þessa fjallbyggð, sem Drottinn lofaði þann dag; því þú heyrðir þá, að Enakar eru þar, sem búa í stórum og víggirtum stöðum. Kannske Drottinn veiti mér fulltingi, svo eg fái útrekið þá, eins og Drottinn hefir lofað.13Og Jósúa blessaði hann og gaf Kaleb Jefúnníssyni Hebron til eignar.14Þannig eignaðist Kaleb Jefúnnisson, Kenasniðji, Hebron, og hélst eign sú í ætt hans enn, því hann fylgdi trúlega Drottni, Ísraels Guði.15En fyrrum var Hebron kallað Arbaborg, eftir mikilmenni einhvörju meðal Enakanna. Þá fékk landið hvíld frá stríði.