Sama efni.

1Margir syndga sökum fánýtra gæða, og hvör sem vill græða, snýr augum sínum frá (því rétta).2Milli steina er nagli rekinn,3og milli kaups og fals þrengir syndin sér.4Haldi menn sér ekki fast að ótta Drottins, mun þeirra hús skjótt niðurrifið verða.5Þegar sáldur er hrist, verður ruflið eftir: svoleiðis mannsins óklárindi í hans tali.6Ofninn reynir ker leirsmiðsins, og mannsins próf er í hans tali.7Ávöxtur trésins kunngjörir þess ræktun, svoleiðis tal mannsins, hans hjartans hugsanir.8Hrósa engum manni áður en hann talar, því (talið) er mannanna próf.9Ef þú sækist eftir réttlætinu, muntu það finna, og því íklæðast, sem heiðursbúningi.10Fuglarnir hafa herbergi hjá sínum líkum, og sannleikurinn kemur inn til þeirra sem hann iðka.11Ljónið situr um bráðina, eins syndin um þá sem rangt iðka.12Tal hinna guðræknu er ætíð viska; en afglapinn breytist eins og tunglið.13Tak þú eftir tímanum í hóp afglapanna, en dvel þú í hóp hinna hyggnu.14Narranna tal er viðbjóður og þeirra hlátur við syndsamlegt svall.15Svardagar hinna gálausu láta hárið rísa þér á höfði, og líf þeirra kemur þér til að halda fyrir eyrun.16Stríð hinna ranglátu er blóðs úthelling, og óþolandi er að heyra þeirra lastyrði.
17Þeim trúa menn ekki sem uppljóstar leyndarmálum, og hann finnur engan vin sinni sálu.18Elska þinn vin og vertu honum trúr.19Enn hafir þú opinberað hans leyndarmál, þá eltu hann ekki framar.20Því eins og maður tortínir sínum óvin, svo hefir þú tortínt vinskap þíns náunga.21Og eins og þú sleppir fugli þér úr hendi, svo hefir þú látið vin þinn fara, og þú munt ei ná honum aftur.22Far þú ekki eftir honum, hann er kominn langt í burt, hann er flúinn eins og rádýr úr neti.23Því um sár má binda og illyrði má forlíka;24en sá, sem uppljóstar leyndarmálum, hefir enga von.
25Hvör sem deplar með augunum hefir illt í hug; og hvör sem hann þekkir, sá forðast hann.26Hann gjörir tal sitt sætt fyrir þínum augum; og dáist að þínum orðum; en þar eftir breytir hann sínu tali, og leggur fyrir þig ásteyting með þínum orðum.27Margt hata eg, en líki engu við hann; Drottinn hatar hann líka.
28Hvör sem kastar steini upp í loftið, sá kastar honum sér í koll. Og sviksamlegt högg ýfir upp sár.29Sá sem grefur gröf fellur í hana; og sá sem leggur snöru, verður í henni fangin.30Hvör sem illt aðhefst, á hinn sama veltist það til baka, án þess hann viti hvaðan það kemur yfir hann.31Hæðni og spott er hjá dramblátum; en hefndin situr um þá sem ljón.32Þeir sem gleðjast af falli enna guðræknu, verða teknir í snörunni; og sorg tortínir þeim áður en þeir deyja.33Hatur og reiði, þetta er viðbjóður, og þetta er eign syndarans.