Þakklæti fyrir hjálp.

1Lofsöngur handa hljóðfærameistaranum.2Öll jörðin fagni fyrir Guði, syngið lof til dýrðar hans nafni, víðfrægið hans lof!3Segið við Guð: hvörsu undarleg eru þín verk? vegna þinnar miklu maktar munu þínir óvinir smjaðra fyrir þér.4Öll jörðin mun tilbiðja þig og syngja þér lof, þeir munu syngja lof þínu nafni, (málhvíld).5Komið hingað og sjáið Guðs undur, furðanleg eru hans verk meðal mannanna barna!6Hann gjörði hafið að þurrlendi, yfir ána gengu þeir á fæti, þá glöddumst vér í honum.7Hann drottnar með sínu veldi eilíflega, hans augu vakta þjóðirnar að þeir haldstýrugu ekki skuli upphefja sig, (málhvíld).8Þér fólk! lofið vorn Guð, og látið lofgjörðina heyrast,9sem hélt vorri sálu við lífið, og lét ekki vorn fót veiklast.10Því þú hefir prófað oss, ó Guð! þú hefir hreinsað oss, eins og silfur verður hreinsað.11Þú hefir leitt oss í netið, þú hefir lagt oss byrði á bak.12Þú hefir látið einn mann ríða oss á höfði, vér komum í eld og vatn, en þú útleiddir oss, svo vér skyldum hressast.
13Því vil eg með brennifórn ganga í þitt hús;14eg vil greiða mitt heit, eins og mínar varir lofuðu og minn munnur talaði, þá eg var í angist,15feitar brennifórnir skal eg færa þér, hrúta með reykelsi, nautum og höfrum skal eg offra.16Komið! hlustið til! eg skal segja frá, öllum yður sem óttist Guð, hvað hann hefir gjört fyrir mig.17Til hans kallaði eg með mínum munni, og vegsama hann nú með minni tungu.18Hefði eg haft ranglæti í mínu hjarta, svo mundi Drottinn ekki hafa heyrt mig,19en Guð hefir heyrt til mín, hann gaf gaum að raust minnar bænar,20lofaður veri Guð sem ekki burtskúfaði minni bæn, og ekki dró sína miskunn í hlé við mig.