LXVI.

Einn lofkvæðissálmur að syngja fyrir

Syngið hátt lof Guði, öll lönd, syngið lof til dýrðar hans nafni, prísið hann dýrlega!

Segið til Guðs: Hversu dásamleg eru þín verk! Það mun þínum óvinum [ bregðast fyrir þinni mikilli magt.

Öll lönd tilbiðji þig og lofsyngi þér, syngi lof þínu nafni. Sela.

Komið hingað og sjáið verkin Guðs sem svo dásamlegur er meðal mannanna sona.

Hann umsnýr hafinu í harðar grundir svo að þurrum fótum má yfir vatnið ganga, vegna þess hins sama þá gleðjum vér oss í honum.

Hann drottnar með sínum veldiskrafti eilíflegana, hans augu líta á fólkið, hinir sem [ mótþróast fá ei upphafið sig. Sela.

Þér þjóðir, lofið vorn Guð, látið hans lofstír víðfrægan verða.

Hann eð sálir vorar heldur við lífið og lætur ekki fætur vora afvega skeika.

Því að, Guð, þú hefur forsótt oss og klárað svo sem þá silfrið verður klárað.

Þú hefur leitt oss inn í turninn, þú hefur á vorn hrygg eina byrði lagt.

Þú hefur sett menn yfir vort höfuð, vér höfum vaðið yfir eld og vatn, en þú hefur útleitt oss af þessu og endurlífgað oss.

Þar fyrir vil eg með brennioffri ganga í þitt hús og gjalda þér mín heit, líka svo sem eg hefi mínum vörum til upplokið og það minn munnur hefur talað í minni ánauð.

Feitar brennifórnir vil eg færa þér af brenndum hrútum, naut og kjarnhafra vil eg þér offra. Sela.

Komið hingað, heyrið til, allir þér sem óttist Guð: Eg vil framtelja hvað hann hefur gjört við mína sálu.

Til hans kallaði eg með mínum munni og eg heiðraði hann með minni tungu.

Ef að eg hefða rangan ásetning í mínu hjarta þá mundi Drottinn ekki heyra.

Þar fyrir þá bænheyrir Guð mig og hyggur að minni grátbeiðni.

Lofaður sé Guð, sá eð ekki fyrirlítur mína bæn og ekki burt snýr sinni miskunn frá mér.