Um dauða trúaðra frá lögmálinu vegna Krists dauða. Verkun og gagn lögmálsins. Stríð holdsins og andans hjá þeim réttlættu.

1Vitið þér ekki, bræður!—því að við þá, sem lögmálið þekkja, tala eg—að lögmálið drottnar yfir manninum, svo lengi hann lifir?2því að gift kona er að lögum bundin við manninn, meðan hann lifir, en þá maðurinn deyr, er hún laus við mannsins lögmál.3Þess vegna mun hún hórkona kallast, ef hún verður annars manns (kona) að manninum lifenda, en þá maðurinn deyr, er hún frí við lögmálið, svo að hún er ei hórkona, þótt hún verði annars manns.4Svo eruð og þér, bræður mínir! a) dauðir lögmálinu fyrir b) líkamann Krists, að þér yrðuð annars, hans sem frá dauðum er upprisinn, til þess vér skyldum Guði ávöxt færa;5því þá vér vorum í holdinu c) verkuðu syndsamlegar tilhneigingar þær, sem d) (þekktust) af lögmálinu í vorum limum, til að e) færa ávöxt dauðanum.6En nú erum vér, f) sem dauðir, lausir frá lögmálinu, við hvört vér vorum bundnir, svo að vér þjónum í nýjungu andans, en ekki í g) fyrnsku bókstafsins.7Hvað viljum vér þá segja? er lögmálið synd? fjærri sé því! heldur þekkta eg ekki syndina, nema af lögmálinu; því að um girndina hefði eg ekki vitað, nema lögmálið hefði sagt: þú skalt ekki girnast!8En syndin tók sér tilefni af boðorðinu og ól upp í mér alla girnd; því að án lögmáls er synd dauð.9Eg lifði um nokkurn tíma án lögmáls, en þegar boðorðið kom endurlifnaði syndin;10en eg dó, og komst eg að raun um að boðorðið (gefið) til lífs varð til dauða;11því að syndin, sem tók tilefni af boðorðinu, dró mig á tálar og deyddi með því sama (boðorði);12lögmálið er að vísu heilagt og boðorðið heilagt og réttvíst og gott.
13Er þá hið góða (boðorð) orðið mér dauði? fjærri sé því! heldur syndin; svo að opinbert yrði, að hún væri synd, þar eð hún fyrir hið góða ollir mér dauða, svo að syndin yrði yfirmáta h) syndug fyrir boðorðið.
14Vér vitum því að lögmálið er andlegt, en eg er holdlegur, seldur undir syndina;15því að það, sem eg aðhefst, i) veit eg ekki, því að það, sem eg vil, k) gjöri eg ekki, en það, sem eg hata, gjöri eg;16en ef eg gjöri það, sem eg ekki vil, þá samsinni eg lögmálinu, að það sé gott;17svo aðhefst eg það þá ekki, heldur sú synd, sem býr í mér;18því eg veit, að ekki býr gott í mér, það er í mínu holdi; því l) að vilja er til reiðu hjá mér, en að framkvæma það góða m) finn eg ekki,19því það góða, sem eg vil, gjöri eg ekki, en það vonda, sem eg vil ekki, það gjöri eg.20En ef eg gjöri það eg vil ekki, þá er eg ekki framar sá, sem aðhefst það, heldur syndin, sem í mér býr.21Svo finn eg þá lögmálið, þegar eg vil gjöra hið góða, af því það vonda er til reiðu hjá mér,22því að mig lystir til Guðs lögmáls eftir enum innra manni,23en eg sé annað lögmál í mínum limum, sem stríðir í móti lögmáli míns hugskots, og hertekur mig undir lögmál syndarinnar, hvört eð er í mínum limum.24Eg vesæl manneskja! hvör mun frelsa mig frá líkama þessa dauða?25Eg þakka Guði fyrir Jesúm Krist vorn Drottin. Svo þjóna eg þá að sönnu sami (maðurinn) með hugskotinu lögmáli Guðs, en með holdinu lögmáli syndarinnar.

V. 1. Þ. e. hjónabandslögin gilda meðan makinn lifir. V. 2. 1 Kor. 7,10.39.9. Gal. 5,4. V. 3. Matt. 5,32. V. 4. a. Kap. 8,2. Gal. 2,19. b. í hverjum hann er dáinn og þér með honum. Samanb. Kap. 6,4.5.8.10. V. 5. c. óumvendrir. d. V. 7. e. Kap. 6,21. V. 6. f. Kap. 6,2. g. Kap. 2,29. V. 7. Kap. 3,20. 4,15. Mós. b. 20,17. V. 8. V. 5. Kap. 5,20. Gal. 3,19. V. 10. 3 Mós. b. 18,5. V. 12. 1 Tím. 1,8. V. 13. h. saknæm. V. 14. Kap. 8,3. V. 15. i. líkar mér ekki. k. V. 23. Gal. 5,17. V. 16. sbr. V. 12. V. 17. V. 20. 1 Mós. 6,5. 8,21. V. 18. l. Gal. 5,17. m. megna eg ekki. V. 20. sbr. V. 17. V. 21. aðr: eg finn þess vegna hjá mér, þegar eg vil gjöra hið góða, það lögmál, að það vonda vill loða við mig. V. 23. Kap. 8,2. V. 25. 1 Kor. 1,4.