Bæn þá musterið var eyðilagt.

1Kennsluljóð af Asaf. Hvar fyrir, ó Guð! þú útskúfar (oss) eilíflega? hvar fyrir brennur þín reiði yfir hjörð þíns haglendis?2Minnstu þess safnaðar sem þú forðum útvegaðir þér! þinna erfðakynkvíslar er þú fríaðir, Síonsfjalls, hvar á þú bjóst.3Kom þú að sjá þá ævarandi eyðileggingu! allt skemmir óvinurinn í helgidóminum.4Þínir óvinir grenja mitt í þinni samkundu og setja sína siði fyrir siði.5Óvinurinn sést hefja örina hátt á móti trésins samangrónu greinum.6Og það sem þar í var grafið, sundurslá þeir með breiðöxum og hömrum.7Þeir kasta eldi í þinn helgidóm, þeir fella þíns nafns bústað, allt að jörðu.8Þeir segja í sínu hjarta: látum oss eyðileggja þá alla. Þeir uppbrenna öll Guðs samkomuhús í landinu.9Vora siði sjáum vér ekki, þar er enginn spámaður framar, enginn á meðal vor sem veit: hvörsu lengi.
10Hvörsu lengi, ó Guð! skal mótstöðumaðurinn forsmá? skal óvinurinn forakta þitt nafn eilíflega?11Því dregur þú þína hönd, þína hægri hönd til baka. Dragðu hana út úr barminum! eyðilegðu!12Guð er minn konungur frá fyrri tíðum, sem útvegaði mikið frelsi allri jörðunni.13Þú aðskildir hafið með þínum styrk, þú sundurbraust í vatninu óvættanna höfuð.14Þú marðir krókodílanna höfuð, og gafst þá fólkinu í eyðimörkunni til fæðu.15Úr bjargskorum framleiddir þú læki og uppsprettur, og uppþurrkaðir miklar ár.16Þér tilheyrir dagurinn, þér nóttin. Þú hefir fest ljósin og sólina.17Þú settir öll takmörk jarðarinnar, sumar og vetur bjóst þú til.
18Minnstu þessa: óvinurinn smánar Drottin, og guðlausa þjóðin foraktar þitt nafn.19Ofurgef ekki sál þinnar turtildúfu villidýrum, og gleymdu ekki að eilífu aumingjanna lífi.20Líttu á sáttmálann, því landsins afkimar eru fullir af morðingjanna bælum.21Lát þann lítilmótlega ei hverfa sneyptan til baka, lát þann sem líður og hinn fátæka lofa þitt nafn.22Rís upp, ó Guð! stattu fyrir þínu máli. Minnstu þeirrar háðungar sem þér er dag hvörn gjörð af dárunum.23Gleymdu ekki hrópi þinna óvina, hávaða þinna mótstöðumanna, sem stígur æ hærra og hærra.