Harmaklögun og bæn um hjálp.

1Ljóð Davíðs til endurminningar.2Drottinn! straffa mig ekki í þinni reiði, og aga mig ekki í þinni bræði.3því þín skeyti hafa hitt mig, og þín hönd niðurþrykkir mér.4Þar er ekkert heilt á mínum líkama, vegna þinnar reiði, þar er engin ró í mínum beinum, vegna minna synda,5því að mínar misgjörðir ganga mér yfir höfuð og sem þung byrði draga mig niður.6Mín kýli lukta illa og í þeim grefur sakir minnar heimsku.7Eg geng lotinn og niðurlútur, hvörn dag í sorgarbúningi.8Mínar lendar eru alverkja, og ekkert er heilbrigt á mínum líkama.9Eg er máttlaus og mjög sundurmarinn; eg æpi hátt í minni hjartans angist.10Drottinn! þér er kunnug öll mín girnd og mitt andvarp er þér ekki hulið.11Mitt hjarta slær ákaflega, minn kraftur yfirgefur mig; jafnvel ljós minna augna víkur frá mér.12Mínir vinir og stallbræður standa gagnvart og horfa á mína plágu, og mínir náungar standa langt frá.13Þeir sem sitja um mitt líf, leggja snörur, og þeir sem leita míns óhapps, tala tjón og brugga svik allan daginn.14Eg em sem heyrnarlaus, og heyri ekki, sem mállaus, er ekki opnar sinn munn.15Eg em sem maður er ekki heyrir, og í hvörs munni ekki er svar.16Því þín bíð eg Drottinn, þú munt bænheyra mig Drottinn minn Guð!17því eg bið: lát þá ei hlakka yfir mér, þá minn fótur skeikar, lát þá ei hælast um við mig.18Eg em að falli kominn og mér svíar ekki.19Eg játa minn misgjörning, og græt mína synd.20En mínir óvinir lifa og eru sterkir, og þeir eru margir sem hata mig án saka,21og þeir launa gott með illu, sem hatast við mig, af því eg leita eftir því góða.
22Yfirgef mig ekki Drottinn minn Guð!23vertu ekki langt frá mér! hraða þú þér, mér til bjargar, Drottinn mitt hjálpræði!