Heimsókn Drottningarinnar af Saba. Salómons dýrð og andlát. (1 Kgb. 10,1–29).

1Og Drottningin af Saba heyrði orðstír Salómons og kom til Jerúsalem, til að reyna Salómon með gátum, með miklu föruneyti, með úlfalda er báru ilmjurtir og mikið gull og dýra steina, og hún kom til Salómons, og talaði við hann um allt sem henni bjó í brjósti.2Og Salómon sagði henni allt sem hún spurði um; og ekkert var Salómon hulið að hann gæti ei sagt henni (það).3Og sem Drottningin af Saba sá speki Salómons, og það hús er hann hafði byggt,4og vistirnar á hans borði og setu hans þjóna og stöðu hans sveina, og þeirra klæðnað og hans gjafir, og þeirra klæðnað og hans sal, þar menn gengu í Drottins hús, svo gat hún ekki orða bundist,5og mælti til konungsins: sannleiki var það tal sem eg heyrði í mínu landi um þín efni og þinn vísdóm;6og eg trúði ekki þeirra tali, þangað til eg kom og mín augu sáu; og sjá! mér var ekki sagður helmingurinn af stærð þinnar speki; þú yfirgengur það rikti sem eg heyrði.7Sælir eru þínir menn, og sælir eru þínir þjónar, sem ætíð standa frammi fyrir þér og heyra þína speki!8Lofaður sé Drottinn þinn Guð, sem unni þér svo að hann setti þig í sitt hásæti sem konung fyrir Drottni þínum Guði. Af því Guð elskar Ísrael, til að viðhalda honum eilíflega, setti hann þig konung yfir þá, að þú iðkir réttindi og réttvísi.
9Og hún gaf konunginum 120 vættir gulls og mikið af ilmjurtum og dýra steina; og aldrei hefir sést svo mikið af ilmjurtum sem drottningin af Saba gaf Salómoni kóngi.10(Og líka komu þjónar Húrams og þjónar Salómons sem sóttu gull til Ofír, með rauðavið og dýra steina.11Og kóngur gjörði úr rauðaviðnum stiga í Drottins húsi og í kóngsins húsi, líka hljóðfæri og hörpur fyrir söngvarana og slíkt hafði ekki áður sést í Júdalandi).12Og Salómon kóngur gaf drottningunni af Saba alla hennar eftirlöngun, hvað sem hún girntist, auk þess (sem hann gaf fyrir) það er hún hafði fært kónginum. Og hún sneri heim aftur og fór í sitt land, hún og hennar þjónar.
13Og þyngd þess gulls sem Salómon fékk árlega, var 6 hundruð 66 vættir gulls,14auk þess sem kom frá krömurum og kaupmenn fluttu, og allir kóngar í Arabíu og lénsmenn í landinu færðu Salómoni gull og silfur.15Og Salómon kóngur gjörði 2 hundruð skildi af drifnu gulli, 6 hundruð siklar af drifnu gulli gengu til að klæða hvörn skjöld,16og 3 hundruð buklara, af drifnu gulli, með þrem hundruð siklum gulls klæddi hann hvörn buklara, og kóngur lagði þá í Líbanons skógarhús.17Konungurinn gjörði og mikið hásæti af fílabeini og bjó það með skíru gulli.186 stig voru upp í hásætið og skör af gulli var fest við hásætið, og bríkur vóru beggjamegin við sætið og tvö ljón stóðu hjá bríkunum19og 6 ljón stóðu á þeim 6 tröppum til beggja hliða; slíkt hefir ekki gjört verið í nokkru kóngsríki.20Öll drykkjuker Salómons kóngs voru af gulli, og öll húsgögn í Líbanons skógarhúsi, voru af dýru gulli; silfur var einkis metið á dögum Salómons;21því skip kóngsins fóru til Tarsis með þénurum Húrams; einu sinni á þremur árum komu Tarsusskipin og fluttu gull og silfur, fílabein og apaketti og páfugla.22Og Salómon kóngur var meiri en allir kóngar jarðarinnar að auðlegð og visku;23og allir kóngar jarðarinnar sóttust eftir að sjá andlit Salómons til að heyra hans speki, þá sem Guð hafði gefið hans hjarta.24Og þeir komu, hvör einn með sína gáfu, silfur og gull, gripi og klæði, vopn og ilmjurtir, hesta og múlasna, það árlega á ári.25Og Salómon kóngur hafði 4 þúsund hús fyrir hesta og vagna og 12 þúsund reiðmenn, og hann lét þá vera í vagnstöðunum og hjá konunginum í Jerúsalem.26Og hann drottnaði yfir öllum kóngum frá ánni allt til lands Filisteanna og til þeirra egypsku landamerkja.27Og kóngurinn gjörði silfrið í Jerúsalem jafnt grjóti og sedrusvið gjörði hann jafnan mórberjavið, sem vex á láglendi, að vöxtum.28Og menn færðu Salómon hesta úr Egyptalandi og úr öllum löndum.
29En meiri saga Salómons, sú fyrsta og seinasta, hún stendur skrifuð í sögu Natans spámanns, og í spádómum Ahia, Silonítans, og í sjónum Jedos sjáanda, viðvíkjandi Jerobóam syni Nebats.30Og Salómon ríkti í Jerúsalem yfir öllum Ísrael í 40 ár.31Og Salómon lagðist hjá sínum feðrum og menn jörðuðu hann í borg Davíðs, föður hans, og Róbóam hans son varð kóngur í hans stað.

V. 27. Jafnt grjóti. Það þótti ei meir koma til silfurs en grjóts.