Slægð Gíbeoníta.

1Þegar þetta fregnuðu konungar þeir, sem bjuggu þessumegin Jórdanar, bæði á fjallinu og sléttlendinu og á allri strönd Ins mikla hafs, gagnvart Líbanonsfjalli, Hetítar, Amorítar, Kananítar, Feresítar, Hevítar og Jebúsítar,2gjörðu þeir sáttmála sín á millum með einu samheldi til stríðs mót Jósúa og Ísraelsmönnum.3En þegar innbúar Gíbeonsstaðar fréttu, hvörsu Jósúa hafði farið með Jeríkó og Aí, tóku þeir þetta kænskuráð:4þeir fóru og fengu sér veganesti, tóku gamla sekki á asna sína, og gamla rifna og bætta vínbelgi,5gamla bætta skó á fótum, og færðu sig í forn klæði, og allt brauð, sem þeir tóku til nestis, var hart og myglað.6Þessir menn komu til Jósúa í herbúðirnar við Gilgal, og sögðu til hans og Ísraelsmanna: frá fjarlægu landi erum vér komnir, gjör sáttmál við oss!7Ísraelsmenn svöruðu Hevítum: máske þú búir meðal vor; hvörnig megum vér þá sáttmál við þig binda?8Þeir sögðu þá við Jósúa: vér erum þínir þjónar! Jósúa spurði þá: hvörjir eruð þér og hvaðan komnir?9þeir svöruðu: vér þínir þjónar, erum frá mjög fjarlægu landi komnir, fyrir sakir nafns Drottins þíns Guðs; því vér höfum fengið fregn um hann og allt það er hann gjörði á Egyptalandi,10og allt hvað hann gjörði þeim tveimur Amorítakonungum fyrir handan Jórdan, Síhoni Hesbonskonungi og Basanskonungi Óg, sem bjó í Astarot;11þess vegna sögðu öldungar vorir og landslýðurinn: takið yður veganesti, farið til fundar við þá og segið þeim: vér erum yðar þjónar, gjörið nú sáttmál við oss;12þetta er vort brauð, vér tókum það nýbakað, oss til nestis að heiman, þegar vér fórum af stað til yðar, en sjáið nú! það er orðið þurrt og loðið af myglu;13og vínbelgir þessir vóru nýir, þegar vér létum á þá, en sjáið! nú eru þeir rifnir; þessi vor klæði og skóföt eru slitin á þessari löngu leið.14Þá skoðuðu (Ísraels)menn nokkuð af nesti þeirra, og spurðu ekki Drottin til ráðs;15samdi Jósúa þá frið við þá og það sáttmál að þeir skyldu lífi halda, og forstjórar lýðsins bundu það svardögum.16En þremur dögum eftir að þeir höfðu þetta sáttmál bundið, fréttu þeir, að Gíbeonítar mundu aðsetur hafa skammt þaðan, og búa á meðal þeirra *);17því Gyðingar tóku sig upp og komu á þriðja degi til staða Gíbeonítanna, sem vóru Gíbeon, Kefira, Berot og Kirjatjearim;18Ísraelsmenn herjuðu samt ekki á þá, vegna þess forstjórar lýðsins höfðu unnið þeim eið þar að við Drottin Ísraels Guð; en allur lýðurinn möglaði gegn höfðingjunum.19Þá sögðu allir höfðingjarnir: vér unnum þeim eið í nafni Drottins Ísraels Guðs, því megum vér ekki snerta þá;20efna skulum vér orð vor og láta þá lífi halda, svo vér drögum ekki reiði yfir oss fyrir rof eiðs þess, sem vér unnum;21og ennfremur sögðu höfðingjarnir við lýðinn: látum þá lifa, en kljúfi þeir skíð, og beri vatn fyrir allan lýðinn! Eftir þessu atkvæði höfðingjanna,22kallaði Jósúa á Gíbeoníta og spurði þá: hví prettuðuð þér okkur, og sögðuð: vér erum mjög langt héðan, en búið þó mitt á meðal vor?23En nú eruð þér bölvaðir, og þér skuluð ávallt þrælar vera, höggva skíð og bera vatn handa húsi míns Guðs; þeir svöruðu Jósúa og sögðu:24oss þjónum þínum hefir verið sannlega sagt, að Drottinn, þinn Guð, hafi tilsagt þjóni sínum Móses, að hann vildi gefa yður allt þetta land, og afmá fyrir yður alla landsins innbyggjendur; því óttuðumst vér og höfum af lífhræðslu þetta til bragðs tekið;25en sjá! nú erum vér á þínu valdi, gjör við oss hvað þér þykir gott og rétt;26þannig breytti Jósúa við þá, frelsaði þá frá hendi Ísraelsmanna, svo þeir slógu þá ekki í hel.27Þenna sama dag setti hann þá til að kljúfa skíð og bera vatn handa lýðnum og altari Drottins, allt til þessa dags, í þeim stað, sem hann útvaldi.

*) Þ. e. í því landi sem Gyðingar eignuðu sér.