Inngangur til helgidómsins, 1–4; hans veggir og herbergi, 5–21; altarið og musterisdyrnar, 22–26.

1Hann leiddi mig nú til helgidómsins, og mældi súlurnar; breiddin var 6 álna annars vegar og 6 álna hins vegar, eftir breidd tjaldsins;2dyrnar voru 10 álna breiðar, og kamparnir annars vegar 5 álna og hins vegar 5 álna; hann mældi lengd helgidómsins, 40 álna, og breiddina 20 álna.3Síðan gekk hann inn fyrir, og mældi dyrustafinn, hann var tvær álnir, dyrnar 6 álna, og dyra breiddin 7 álna.4Síðan mældi hann 20 álnir á lengdina og 20 álnir á breiddina, fyrir framan helgidóminn, og sagði til mín: þetta er það allrahelgasta.
5Hann mældi vegg musterisins, 6 álna á þykkt; og fjögra álna breiðan hliðvegs gang, sem lá umhverfis allt í kring um musterið.6Herbergin voru 33, og hvört herbergi áfast við annað; þau lágu upp að múrvegg nokkurum, sem var allt í kring í musterinu handa þessum herbergjum, svo að þau voru áföst sín í milli, án þess þau væru áföst við musteris vegginn.7Þessi herbergi, sem lágu umhverfis, urðu æ breiðari, eftir því sem ofar kom; því ofan til átti umgangur að vera umhverfis í kring á musterinu; þess vegna voru húsin breiðari ofan til, og mátti ganga úr neðsta stafgólfi upp á miðloftið, og þaðan upp á efsta loft.8Eg sá, að þessi bygging hafði samsvarandi hæð allt um kring; frá grundvelli herbergjanna var heill mælikvarði, sex álnir, undir bita.9Breidd herbergja veggjarins út á brún var 5 álnir, og eins langt var sundið milli herbergja byggingarinnar og musterishússins;10en milli herbergjanna, allt umhverfis í kring um húsið, var 20 álna bil.11Dyrnar að herbergjunum sneru út að húsasundinu, þær voru tvær, aðrar mót norðri, og aðrar mót suðri, en breidd húsasundsins var 5 álna allt umhverfis.12Sú frambygging, sem stóð fyrir framan húsaþorpið, var að vestanverðu 70 álna á breidd, og veggur frambyggingarinnar alla vega 5 álna þykkur og 90 álna langur.13Hann mældi lengd musterisbyggingarinnar 100 álna, húsaþorpið og frambygginguna með hennar veggjum á lengd 100 álna.14Framhliðin á musterinu og húsaþorpinu að austanverðu var 100 álna.15Hann mældi lengd frambyggingarinnar, sem stóð fyrir framan húsaþorpið, sem var á baka til, og gangrúm hennar beggja vegna, það var 100 álnir, að meðtöldum þeim innra helgidómi og forgarðssúlnaröðunum;16hann mældi og þröskuldana, spalagluggana, og þau þreföldu gangrúm. Við þröskuldana var allt þiljað umhverfis með þunnum borðviði. Hann mældi bilið frá jörðunni og upp að gluggunum; fyrir gluggunum voru spalagrindur.17Uppi yfir dyrunum, bæði fyrir innan og utan musterishúsið, og á veggjunum umhverfis að innanverðu og utanverðu, var eftir vissu máli18hleypt upp kerúbum og pálmaviðarlaufverki, var einn pálmakvistur látinn vera milli hvörra tveggja kerúba; hvör kerúb hafði tvö andlit,19mannsandlit sneri að pálmakvistinum annars vegar, en ljónsandlit að pálmakvistinum hins vegar; þeim var hleypt upp allstaðar umhverfis á húsinu.20Neðan frá gólfi og efst upp á dyr voru útskornir kerúbar og pálmakvistir, og eins á helgidómsveggjunum.21Hvör dyrastafur í helgidóminum var ferstrendur, og framhliðin á því allrahelgasta var öllu deili eins á að sjá.
22Altarið var af tré, það var þriggja álna hátt og tveggja álna langt; þess hyrningar og endilangir hliðvegirnir voru af tré; og hann sagði til mín: þetta er það borð, sem stendur frammi fyrir Drottni.23Tvær voru hurðir á helgidóminum og því allrahelgasta,24í hvörri hurð voru tveir hlerar, sem báðir voru lagðir saman á misvíxl; tveir hlerar voru í annarri hurðinni, og eins tveir hlerar í hinni hurðinni.25Á þessum hlerum, sem voru hurðir fyrir helgidóminum, var hleypt upp kerúbum og pálmakvistum, eins og gjört hafði verið á veggjunum, og því var borðviðurinn látinn vera þykkri þeim megin sem sneri út að stólpaganginum.26Gluggarnir voru með spalagrindum, og þar beggjavegna útskornir pálmakvistir með hliðveginum á stólpaganginum, og allteins á herbergjahliðunum og timburstokkunum.