Sama efni.

1Og Drottinn ansaði Job (úr) stormviðrinu og sagði:2vel og gott! umgirð sem maður þínar lendar! a) eg vil spyrja þig og þú skalt fræða mig.3Viltu gjöra minn rétt að engu? Viltu fordæma mig svo að þú verðir réttlátur?4Ætla þú hafir arm sem Guð? Getur þú þrumað með reiðarslagi sem hann?5Prýð þú þig, kæri! með hátign og ypparlegleika; íklæð þig heiðri og ljóma;6útaus ákafa þinnar reiði, auðmýktu sérhvörn dramblátan með því að renna til hans auga.7Líttu til hvörs og eins drambláts, og fell þú hann, og sundurmerðu þá óguðlegu hvar sem þeir hittast.8Fell þú þá alla saman í duftið! byrg þú þeirra ásýnd í myrkri!9þá skal eg líka prísa þig, því eg sé þá, að þín hægri hönd frelsar þig.10Sjá, kæri! Behemot b), sem eg skapaði eins og þig, það etur gras sem uxi.
11Sjá, kæri! hvílíkur kraftur er í þess lendum! hvílíkur styrkleiki í vöðvum þess búks.12Það beygir c) svírann eins og sedrustré, sinarnar í þess limum eru samanfléttaðar:13þess leggir eru sem eirpípur, þess bein eins og járnstengur.14Það er hin fyrsta (skepna) af Guðs verkum, sá sem það skapaði, rétti því sitt sverð.15Fjöllin bera því fóður, á hvörjum öll villudýrin leika sér.16Það liggur undir laufguðum trjám, felur sig í reyrnum í foræðinu.17Þau laufguðu tré fela það með sínum skugga. Víðirrunnarnir, hjá læknum, skýla því.
18Sjá! áin ólgar fram; það hræðist ekki, það er rólegt, þó að Jórdan belgdi upp að þess gini.19Getur nokkur veitt það, þegar það varar sig? ellegar sett taug í þess nef?20Kap. 41. Getur þú veitt Levíathan, (krókodílinn) með öngli? eða dregið færi í gegnum hans tungu?21Getur þú sett hlekk í hans skolt? eða hring í hans kjálka?22Ætla hann muni frambera fyrir þig margar auðmjúkar bænir? eður tala við þig vinsamleg orð?23Eða gjöra við þig sáttmála, að þú gjörir hann að ánauðugum þræl?24Getur þú leikið við hann sem fugl? eða tjóðrað hann við þínar þernur?25Halda félagarnir veislu sakir þessa dýrs, og útbýta því meðal kaupmanna?26Getur þú fyllt hans húð með pílum, eða hans höfuð með skeytum?27Legg þína hönd á hann! þú munt þá muna til þess bardaga, og ekki gjöra það oftar.28Sjá! hans hugur bilar, (þess sem vill veiða hann), hann dettur (af hræðslu) niður, þegar hann sér hann.

V. 2. a. Umgirð etc: bú þig út í einvíg móti mér. V. 10. b. Behem: stæðsta dýr, fillinn, ætla nokkrir, aðrir, nílhesturinn. V. 12. c. Halann segja aðrir.