Jesú skilnaðarræða er í eftirfylgjandi þremur Kapítulum.

1Eg em hinn sanni vínviður og Faðir minn er vínyrkjumaðurinn;2hvörja þá grein á mér, sem ekki ber ávöxt, afsníður hann en hreinsar sérhvörja frjóvsama, svo að hún beri meiri ávöxt.3Nú þegar eruð þér hreinir fyrir það orð, sem eg hefi talað til yðar.4Verið mér áfastir svo að eg sé með yður. Eins og viðargreinin getur ekki borið ávöxt af sjálfri sér, nema hún sé föst á vínviðnum, þannig ekki heldur þér, nema þér séuð mér áfastir.5Eg em vínviðurinn, þér eruð greinirnar; sá sem er mér áfastur og eg er með, hann ber mikinn ávöxt, því án mín megnið þér ekkert.6Sá, sem ekki er gróðursettur á mér, honum verður snarað út eins og afkvisti og visnar upp; menn safna því saman og kasta því á eld og það brennur.7Ef að þér haldið yður að mér og mín orð hafa stað hjá yður, þá megið þér biðja hvörs þér viljið og það mun yður veitast.8Með því vegsamast Faðir minn, að þér berið mikinn ávöxt og þér verðið mínir lærisveinar.9Eins og Faðirinn hefir elskað mig og eg hefi elskað yður, svo verðið staðfastir í elskunni til mín.10Ef að þér haldið mín boðorð, þá munuð þér halda minni elsku, eins og eg hélt boðorð míns Föðurs og held hans elsku.11Þetta hefi eg talað til yðar, svo að minn fögnuður verði hjá yður varanlegur og fögnuður yðar fullkominn.12Það er mitt boðorð að þér elskið hvör annan eins og eg hefi elskað yður.13Meiri elsku hefir enginn en þá, að maður láti líf sitt fyrir sína vini.14Þér eruð mínir vinir, ef þér gjörið það, sem eg hefi boðið yður.15Eg kalla yður ekki héðan af mína þjóna, því þjóninn veit ekki hvað hans Herra gjörir; en eg hefi kallað yður vini, því allt það, sem eg hefi heyrt af mínum Föður, það hefi eg kunngjört yður.16Þér hafið ekki útvalið mig, heldur hefi eg útvalið yður og sett yður til þess, að þér farið og berið ávöxt og yðar ávöxtur verði varanlegur; svo að hvörs þér biðjið Föðurinn í mínu nafni, það veiti hann yður.17Það býð eg yður, að þér elskið hvör annan.18Ef heimurinn hatar yður, þá vitið að hann hefir hatað mig fyrri enn yður.19Ef þér væruð af heiminum, þá mundi heimurinn líklega elska sitt eigið; en af því þér eruð ekki af heiminum, þótt eg hafi yður útvalið af heiminum, þá hatar heimurinn yður.20Munið til þess, er eg sagði yður: þjóninn er ekki meiri enn hússbóndinn. Hafi þeir ofsótt mig, þá munu þeir ofsækja yður; hafi þeir sett út á mína kenningu, þá munu þeir eins setja út á yðar.21En allt þetta munu þeir gjöra yður vegna míns nafns, af því þeir þekkja ekki þann, sem sendi mig.22Hefði eg ekki komið og talað til þeirra, þá hefðu þeir ekki synd, en nú hafa þeir enga afbötun synd sinni.23Sá, sem hatar mig, sá hatar og minn Föður.24Ef eg hefði ekki gjört þau verk á meðal þeirra, sem enginn annar hefði gjört, þá hefðu þeir ekki synd; en nú hafa þeir séð þau og hafa bæði hatað mig og Föður minn.25En grein þessi í þeirra helgu bókum hlýtur að rætast: „þeir hötuðu mig án saka.“26En þegar Fræðarinn kemur, sem eg mun senda yður frá Föðurnum, sá sannleiksins andi, sem kemur frá Föðurnum, hann mun vitna um mig;27en þér munuð og vitna um mig, því þér hafið frá upphafi með mér verið.

V. 25. Sálm. 35,20. Sbr. 69,5.