Ljósastikan og viðsmjörstrén; þýðing þeirrar sýnar.

1Engill sá, er við mig talaði, vakti mig að nýju, eins og þann mann, sem af svefni er vakinn;2og hann sagði til mín: hvað sér þú? Eg svaraði: eg sé ljósastiku, og er öll af gulli; uppi yfir henni er viðsmjörsskál, en sjö lampar á stikunni, og ganga sjö pípur að hvörjum lampa, sem er á ljósastikunni;3tvö viðsmjörstré standa hjá ljósastikunni, annað hægramegin við viðsmjörsskálina, hitt vinstramegin.4Eg tók þá til orða, og spurði engilinn, sem við mig talaði: hvað er þetta, herra?5Engillinn sem við mig talaði, svaraði og sagði til mín: veistu ekki, hvað þetta er? Eg sagði: nei, herra!6Hann svaraði, og talaði til mín þessum orðum: þetta er orð Drottins til Serúbabels: „ekki með valdi eða afli, heldur með mínum guðdómskrafti“, segir Drottinn allsherjar.7Hvað ertú, hið stóra fjall fyrir framan Serúbabel? Þú skalt verða að jafnsléttu! og hann skal færa upp höfuðsteininn (leggja hyrningarsteininn), og þá skal við kveða fagnaðaróp: heill veri honum! heill veri honum!8Drottinn talaði til mín þessum orðum:9Hendur Serúbabels hafa lagt grundvöll þessa húss, hans hendur skulu og fullgjöra það; og þá skaltu viðurkenna, að Drottinn allsherjar hefir sent mig til yðar.10Því hvör vill lítilsvirða þenna dag, þó með lítið sé byrjað? Þegar þín sjö (augun) horfa með gleði á blýlóðið í hendi Serúbabels, augu Drottins, er líta yfir gjörvalla jörðina.11En fremur spurði eg hann: hvað eru þessi tvö viðsmjörstré, hægra- og vinstramegin ljósastikunnar?12Eg spurði hann í annað sinn, og sagði til hans: hvað eru þær tvær viðsmjörsviðargreinir, sem eru við hliðina á þeim tveimur gullpípum, er láta gullið streyma út úr sér?13Hann sagði til mín: veistú ekki, hvað þær eru? Eg svaraði: nei, herra!14Þá mælti hann: það eru þeir tveir smurðu höfðingjar (menn) a), sem standa frammi fyrir Drottni allrar jarðarinnar.

V. 14. a. Hebr. Þeir tveir viðsmjörssynir; líklega meinast þeir Jósúa og Serúbabel.